Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Síða 12

Fálkinn - 19.10.1964, Síða 12
AÐ FERÐAST OG Hér í Reykjavík eru starfandi nokkrir ferðaklúbb- ar. 1 þessu greinarkorni segir lítillega frá einum þeirra, Litla ferðaklúbbnum, sem alls ekki er lítill, þegar þess er gœtt, að meðlimir hans munu nú orðnir hátt á fimmta hundrað. Hilmar Guðmundsson er einn af upphafsmönnum Idúbbsins og ein aðal- driffjöðurin. Hér er hann við eldamennsku í ein'ni ferðinni. Hér er hliðið að tjaldbúðum klúbbsins í Þórs- mörk um síðustU verzlunarmannahelgi. Það er mikið talað um unga fólkið og standið á því. Þeir svartsýnu segja, að það versni með hverju árinu, sem líður, en líklega eru þeir dóm- ar kveðnir upp af litlum skilningi og þekkingu á málum unga fólksins. Þeir bjartsýnu halda því fram, að æskan batni með árunum og verði stöðugt mannvænlegri. Líklega hafa þeir rétt- ara fyrir sér þegar á allt er litið. En við skulum ekki gleyma því, að oft hafa heyrzt ófagrar lýsingar af samkomum unga fólksins, þar sem það hefur hópazt saman um hvítasunnu og verzlunarmannahelgar. Um hvíta- sunnu 1963 fóru miklar sögur úr Þjórsárdal, og eins er sagt, að ástandið hafi ekki verið sem bezt að Hreðavatni um síðustu hvítasunnu. Og ef þessar lýsingar eru réttar, sem ekki er dregið' í efa, þá er ástandið ekki gott. Rétt er þó að hafa hugfast, að ekki á hér allt ungt fólk hlut að máli, heldur lítill hluti. Og þeir, sem fara á þessa staði, hegða sér ekki allir illa, heldur undantekningarnar. Það hefur verið reynt að finna margar skýr- ingar á þessari hegðun unga fólksins. ■ Margir segja, að þetta sé að kenna auknum fjárráðum og auknum frístundum. Yngri kynslóðin. kunni með hvorugt að fara. Líklega er nokkuð til í því, en þá er sú spurning nærtæk, hverjum það sé að kenna. Kannski þeim, sem eiga að leiðbeina, hvernig skuli fara með þetta

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.