Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Page 18

Fálkinn - 19.10.1964, Page 18
á skrifstofuna, þá stöðvar hún Matthías. Það höfðu ýmsir hringt um morguninn og það lágu fyrir ails konar skilaboð. Síðan er haldið inn á skrifstofuna. — Þetta er nú raunar ekki skrifstofan mín, segir Matthí- as. Það var nýlega aukið við okkur húsnæðið, og það er verið að ganga frá nýju herbergi fyrir mig. En það er með það eins og blaðið — aldrei búið. Og nú byrjar síminn að hringja, og hann er alltaf að hringja þann tíma. sem við erum þarna inni. Það eru margir sem eiga erindi við ritstjórann, og það þarf að leysa úr mörgu. Og milli þess, sem Matthías talar í símann, segir hann okkur frá því, hvernig starfsdagurinn hefjist. — Allir dagar hefjast á því sama hjá mér. Það er ein- hvern tíma upp úr niu, sem ég fer fram og næ í morgun- blöðin. Ég les Morgunblaðið siðast, af því ég veit, hvað er í því. Ég les hin blöðin, fyrst renni ég augunum yfir út- síðurnar til að vita, hvort við séum með nokkurt „skúbb“ á okkur, eins og við köllum það. Og ef ekker.t er skúbbið, þá les ég innblöðin í rólegheitum. Þetta er dálítið einkenni- leg tilfinning þessi lestur blaðanna á morgnana og ekki gott að lýsa henni. Og eftir lesturinn. á blöðunum segist Matthías fara á fætur og borða morgunmatinn. Síðan er ýmislegt, sem gera þarf heima fyrir, áður en haldið er niður á blað. Það þarf kannski að ná sambandi við ýmsa menn og ganga frá einhverjum málum. En skömmu fyrir ellefu er haldið á blaðið. Klukkan hálftólf flesta morgna hittast ritstjórar blaðsins þrír og halda með sér fund. Fyrst er rætl um blaðið, sem Klukkan hálf tvö halda ri-tstjórarnir fund með blaðamönnum og þar er starfsdagurinn skipulagður. Talið frá vinstri: Matthías, Sveinn Þormóðsson, Eyjólfur Konráð og Atii Steinarsson. Sólrún Jensdóttir snýr baki í myndavélina. kom út þennan morgun, og síðan er farið að leggja drög fyrir því, sem út kemur á morgun. Þessi fundur er venjulega stuttur, en þá þarf Matthías að fara að undirbúa fund með blaðamönn- um eftir hádegið. Hann segir, að þeir fundir séu nauðsynlegir, en krefjist töluverðrar undirbúningsvinnu, ef þeir eigi að koma að gagni. það þarf auk þess innlenda að huga að erlendum fréttum og lesa þau erlendu blöð, sem hafa borizt. Og þegar þessari undirbúningsvinnu er lokið, er klukkan oftast langt gengin eitt. Og þegar hér er komið samtalinu og símahringingum, eru samritstjórarnir mættir, þeir Sigurður Bjarnason frá Vigur og Eyjólfur Konráð Jónsson. Við ætlum ekki að sitja þennan fund, heldur taka nokkrar myndir og hitta Matthías aftur eftir hádegið. Önnur mynd frá fundinum. Talið frá vinstri: Sólrún, Margrét Bjarnadóttir, Matthías, Atli, Elín Pálmadóttir. Haukur Hauksson •' snýr baki í myndavélina. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.