Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Page 20

Fálkinn - 19.10.1964, Page 20
DAGURINN HANS híasi. Kannski er vinnudagurinn á blaðinú búinn í dag. Ég segi kannski, því alltaf getur eitthvað óvænt komið upp, og þá getur starfsdagurinn lengzt. Hann getur stað- ið fram á nótt, jafnvel fram undir klukkan fimm að morgni. Svona er blaðamennskan. Flest kvöld fer Matthías niður á blað, lengri eða skemmri tíma í frí- Og hér ræðast þeir við Jóhannes prentari og Matthías. — Og þessa mynd skulum við setja hérna, segir Matthías. stundunum. Um þessar mundir er bann að ganga frá bók um Pál ísólfsson, sem kemur út í haust. Þetta er önnur bók Matthíasar um Pál. Matthías hefur áður sent frá sér tíu bækur, fjórar Ijóða- bækur, Borgin hló 1958, Hólm- gönguljóð 1960, Jörð úr ægi 1961 og vor úr vetri 1963. Þá hefur Matthías skrifað þrjár samtals- bækur, f kompaníi við allífið, samtöl við Þórberg Þórðarson, Svo kvað Tómas, samtöl við Tómas Guðmundsson, Hunda- þúfan og hafið, samtöl við Pál ísólfsson og svo Hugleiðingar og viðtöl. Auk þess hafa svo komið út bækurnar Njála í íslenzkum skáldskap 1958 og leikritið Sól- myrkvi 1962. Nokkur ljóð Matt- híasar hafa verið þýdd og komið út á dönsku. Fjölskyldan hefur þegar borðað kvöldverð þegar við komum heim og það mun vera svo flest kvöld. . Matthías er kvæntur Hönnu Ing- ólfsdóttur frá Grímsstöðum á Fjöllum og eiga þau tvo syni Harald 10 ára og Ingólf 8 mánaða. Matthías er fljótur að borða, því hann hefur nauman tíma. f kvöld ætlar hann að vinna að bókinni um Pál, en ætlar samt að gefa sér tíma til að spjalla við okkur smástund. Við setjumst inn í stofu og fyrsta spurningin er eins og svo oft áður og yfirleitt, þegar farið er ag ræða við menn: Hvar ert þú fæddur? Og síðan koma þær hver af annarri og svörin koma um leið. Við tölum hér við mann, sem þekktur er fyrir viðtöl sín og hefur kannski öðrum fremur fundið nýja leið í þeim efnum. — Ég er fæddur hér í Reykjavík, ég er fæddur á Ásvallagötunni og hef oftast átt heima í Vesturbænum. Þegar ég tala um Reykja- vík, þá á ég við Vesturbæinn. Ég hef verið hér allan minn aldur, og í mínum augum er Reykjavík kannski ísland, kannski bara Hávallagatan. Ég hef ferðazt mikið og víða um lönd, en ég hef hvergi komið til jafnógleymanlegra staða og Ítalíu og Austurlands. Ég held að sá hljóti að hafa haft Ítalíu í huga sem bjó til Paradís. Johannes móðurafi minn, var bæjarfógeti á Seyðisfirði, og þar er móðir mín fædd og alin upp. Hún talaði alltaf við mig um Austur- land, og í huga mínum varð það eitthvað stórkostlegt. Svo-fór ég þangað í fyrsta sinn í fyrra, og þetta land, sem móðir mín hafði talað svo mikið um, var miklu stórkostlegra en ég hafði nokkurn tíma gert mér í hugarlund. Þegar ég kom suður, sagði ég föður mínum frá þessu. Þá sagði hann: í þrjátíu ár hefur móðir þín talað um Austfirði sem hálfgert himnaríki, og ætlar þú nú að byrja líka! sem gallharður Reykvíkingur. — Já, ég fæddist og lék mér í Vesturbænum, niður við.sjóinn, á Landakotstúninu og á Tjörninni, þar sem ég stundaði jakahlaup. Svo fór ég í Miðbæjarbarnaskólann en vár þar stuttan tíma og fór i Landakotsskólann. Þar lærði ég tvennt hjá systrunum, sem er nauðsynlegt hverjum manni í þessu lífi: Trú á Guð og treysta sjálfum sér. Og meðan ég var ungur, kom stríðið. Fyrst var þetta stríð fjarrænt, en varð svo að köldum veruleika. Við sáum flugvélar farast, urð- um varir við, þegar skipin komu að landi með látna menn og sáum fjölmennar jarðarfarir. Þá hljóðnaði leikurinn andartak og heimurinn varð að köldu stríði, þar sem menn vógu hver annan. En innan um þetta varð margt að leik. Við fórum í kampana og lærðum svolítið í ensku og seldum pæ. Við vorum alltaf, þar sem eitthvað var að gerast, og við fréttum um leið ef eitthvað var

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.