Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Page 27

Fálkinn - 19.10.1964, Page 27
TK-207MHV ... , 3Z14 * I0S.VO* I®,. '«SV54 VAIKAIILUTI It Eigum íyrirliggjandi alls konar kveikju- varahluti, svo sem platínur, kveikju- þétta kveikjuhamra og kveikjulok írá viðurkenndum amerískum fyrirtækjum í flestar gerðir evrópskra og amerískra bifreiða. Enn fremur platínur, þétta og hausa í sérstökum settum, sem ætluð eru til notkunar við vélastillingu. HeilrfsölÉiFgðir - Póstsendusíi prestaffte. GiSLI JÓNSSON & GO.HF. SKÚLAGCTU 26 SIM! 11740 Ég fór inn í húsið og leyfði dyrunum að standa ppnum. Fyrst var ég að hugsa um að loka þeim, en ég hætti við það. Mér fannst loftið hálf þungt. Fuggulyktin virtist sterkari en venjulega þarna í fordyrinu, og mér datt ósjálfrátt í hug, hvort hún væri ekki blandin nálykt. Svo fór ég upp í her- bergið mitt, en hafðist þar stutt við. Ég var líka hálf órólegur, af því að ég hafði ekki lokað útidyrahurðinni, — og hún í herberginu hinum megin við ganginn. Svo flýtti é'g mér niður og lokaði vandlega á eftir mér. Ég kom ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Nú voru úti- dyrnar lokaðar, en hurðin í ganginum stóð í hálfa gátt. Ég lokaði henni. Svo kveikti ég Ijósið, og þá sá ég, að dyrnar á fataklefanum stóðu líka opn- ar. Ég flýtti mér að loka þeim, og mér fannst þetta hugsunar- leysi ganga vanhelgun næst, — og hún, sem var rétt dáin. Ég held ég hafi varla verið búinn að festa blund, og þó hef- ur það hlotið að vera, því það næsta, sem ég vissi, var, að hún stóð í dyrunum. Ég heyrði fyrst þennan lága skrjáfkennda þyt, og svo var ýtt þéttingsfast á hurðina, og hún hrökk opin. Ég kipptist við. Ekki af því að sjá hana JÁ? MEI? HVEMÆR? Þúsundir kvenna um heim- allan nota nú C. D. Indicator, sviss- neskt reikningstæki, sem reiknar út þá fáu daga í hverjum mán- uði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Læknavísindi 56 landa ráð- leggja C. D. Indicator fyrir lieil- brigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barnseigna er óskað sem við takmarkanir þeirra. Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarf rimerki til C.D. INDICATOR, deild 2. Pósthólf 1238, Reykjavík. Bg óska eftir aó fá sendar upplýs- ingar ySar. Nafn ............................ Heimilisf. ...................... fVinsamlegast sJcrifiO meö bókst.f standa þarna, — og þó vissi ég, að hún var dáin, — ég kippt- ist við af því, að ég hélt, að ég hefði lokað hurðinni, og ég vissi ekki til, að hún væri hvik- læst. Hún stóð þarna, og hún var búin alveg eins og í lifanda lífi. Hún var hálfbogin, og hún skotraði til mín þessum rann- sakandi og þó þreytulegu aug- um. Mér fannst hún hafa ástæðu til að ásaka mig fyrir að hafa ekki gengið betur frá hurðinni. En þá sá ég, að það brá fyrir óljósum vinsemdar- glampa í þessum gömlu, þreyttu augum, og kom mér á óvart. — Þakka þér fyrir, að þú lokaðir dyrunum og leyfðir mér að hvílast, sagði hún sein- lega og var svo horfin. Hurðin var lokuð um morgun- inn, þegar ég vaknaði, en ég mundi drauminn. AHan daginn var hann að veltast í huga mér. Ég fór jafnvel að efast um, að ég hefði verið sofandi. Hvort hún hefði ekki raunverulega verið þarna, gamla konan. Mér var hálf órótt, og ég var alltaf að hugsa heim til hússins, hvort dyrnar væru nú ekki opnar. — Síðan eru þrjú ár. Ég bý enn- þá á sama stað. Ég hef oft ætlað að flytja, en það hefur ekki orðið af þvi. Ég veit ekki livers vegna. Líklega fer ég aldrei héðan. Mig dreymir gömlu konuna oft, og alltaf er hún á þessu sama rölti um húsið til þess að gæta að hurðunum; Fyrst gerði hún það ein, en nú er mig farið að dreyma, að við séum að þessu bæði sáman. Við tölumst aldrei við, læðumst bara um herbergi og ganga, athugum skápa og dyr, togum í handföng, þrýstum á hurðir. Það eina, sem heyrist, er skrjáf- kenndi þyturinn í pils',r" gömlu konnnnar, heyrisi — nei, — það er bara draumur. Eftir slíka næturóra rís ég stundum á fætur um lágnættið. Ég læðist eftir göngum og um mannlaus herbergi, og í vöku endurtek ég það, sem ég áður gerði i draumi. Á þessum næturferðum líður mér vel. Ég fyllist þeirri kennd, að ég sé að vinna góðverk, að með þessu veiti ég hvíld og frið gamalli og þreyttri konu. Svo varð það að minnsta kosti fyrst. Síðar varð þetta allt að nokkru leyti ósjálfrátt, eins og margt, sem fer í vana. Líklega geri ég þetta mest fyrir sjálfan mig núorðið. Það er eins og það veiti mér einhverja óskilj- anlega fórn. Og mér er alltaf órótt á kvöldin. þegar vinnunni er að ljúka. Ég þarf að flýta mér heim. Þá er það stundum eins og hryllingnr fari um sái mina. Ég sé þá ekkert nema onnar dyr. — FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.