Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 30
Æuðvitað alltaf PE 31 PE 31 Er g-eysisterkt „Long-play" segulband. Sérstaklega hent ugt fyrir t. d. skóla, verzlanir og- hótel. PE 41 PE 41 Er „Double-play" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rása segulbands- tæki. PE 65 PE 65 Triple Record. Er þunnt, en sterkt. Er þrefait lengra en venjuleg scgul- bönd. Heildsölubirgðir: STEFÁIM THORAREIMSEIM h.f. Laugaveg 16 HVAD GERIST Í NÆSTU VIKU? Ilrútsmerkiö (21. marz-—20. avríl). Það er hætt við að þessi vika verði yður nokkuð erfið og svo getur farið að þér verðið fyrir von- brigðum. Þér ættuð ekki að ráðast í neinar vafa- samar framkvæmdir. Nautsmerkiö (21. avril—21. mai). Fyrri hluti þessarar viku verður nokkuð skemmtilegur fyrir þá sem fæddir eru í april og ekki ólíklegt að þeir verði fyrir nokkrum ábata. Fyrir þá sem fæddir eru í maí verður vikan heldur tilbreytingarlitil. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Nú er um að gera fyrir yður að notfæra yður vel þau tækifæri sem gefast kunna í þessari viku. Það er vel líklegt að ef þér haldið vel á spöðun- um þá getið þér komið málum yðar vel. Krabbamerkiö (22. iúní—22. júlí). Þér ættuð ekki að blanda yður í viðkvæm deilu- mál innan f.iÖlskyldunnar þessa dagana heldur leiða þau hjá yður. Yðar afskipti af málunum mundu engum verða til góðs. 0 o © Ljónsmerkiö (23. júll—23. ácjúst). Það kann svo að fara að fjármálin verði yður nokkuð strembin þessa dagana en með útsjónar- semi ætti yður að takast að stýra hjá stórvandr- æðum. Þriðjudagurinn kann að verða nokkuð skemmtilegur. Jómfrúarmerkiö (21. ác/úst—23. sept.). Ekki er ólíklegt að þér verðið fyrir vonbrigð- um varðandi eina persónu sem þér hafið umgeng- izt nokkuð að undanförnu. Það gæti einnig farið svo að þér kæmust i smávægileg vandræði. Vocjarskálamerkiö (21. sevt.—23. okt.). Vogun vinnur vogun tapar, segir gamall máls- háttur. Þér þurfið að líkindum að taka nokkra áhættu I þessari viku og þér ættuð að hugleiða allar aðstæður vel áður en þér takið fullnaðar ákvörðun. Svorödrekamerkiö (21. okt.—22. nóv.). Þessi vika verður yður hagfelld og þér ættuð að notfæra yður þessar hagstæðu afstöður til að koma málum yðar í viðunandi horf. Fimmtudag- ur og föstudagur verða skemmtilegir. Bocjamannsmerlciö (23. nóv.—21. des.). Þér ættuð að verja meiri tima til tómstunda- iðju yðar en þér hafið gert að undanförnu. Um þessar mundir eru afstöðurnar tii þessa mjög hagstæðar og það ættuð þér að notfæra yður. Steincjeitarmerlciö (22. des.—20. janúar). Þér ættuð að fara varlega í sakirnar I þessari viku og ætla yður ekki of mikið. Það er hætt við að fyrri hluti vikunnar verði nokkuð erfiður en það hægist um þegar líða tekur á vikuna. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Nú ættuð þér að gera alvöru úr þvi sem þér hafið verið að hugieiða undanfarnar vikur. Það eru töluverðar líkur fyrir því að yður muni takast þetta. Farið gætilega í fjármálum. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. mam). Þessi vika verður yður hagfelld að því er að vinnustaönum lýtur en ekki er hægt að segja það sama um heimilislífið. Það er hætt við að þar verði nokkuð um átök. O 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.