Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Page 37

Fálkinn - 19.10.1964, Page 37
• DÍIS BLÆKLÖR GERIR GULNAÐ OG GRANAÐ TAU HVfTT. • DOS BLÆKLÓR EYÐIR BLETTUM OR HVITU TAUI. • DOS BLÆKLÖR SÓTTHREINSAR. • DOS BLÆKLÓR EYÐIR LYKT. SÁPUGERÐIN FRIGG skotpakkakassann úr bílnum. Hokkru síðar heyrði Alice bíl- inn aka burt. Hún lagðist á bakið og hlust- aði á hin ýmsu hljóð sem bár- úst að eyrum hennar. Svo lok- aði hún augunum og sofnaði. Hún var vakandi aftur. Þau voru senn á leiðarenda. Brátt sæi hún húsið hans Andrew •— væntanlegt heimili hennar. Þegar við komum fram fyrir þessi tré sjáum við það, sagði Rusty. Hún vissi hvað hún mundi sjá — hvítt hús með rauðu þaki. Hún hrópaði: — Nei, við verðum að snúa Við og skjóta ljónið, Rusty. Ef við gerum það ekki þá drepur ljónið antilópuna. Og Nimrod sagði á ensku: Ég skaut 1 aug- un á Ratau, Ljóninu, og það er hættulegt. Það er eitt af ljón- unum hans Ndlovukasis ... En Rusty hló. Hún fann óstjórn- lega mikið fyrir návist hans. Hann var Ratau, Ljónið... HANN! Hann var óvinur henn- ar og þeir vissu eitthvað sem hún vissi ekki. Hvað var það. Þau óku hring eftir hring í skóginum. En húsið var ekki hús Andrews. Þetta var húsið hennar heima. Rusty nam stað- ar og sagði: — Gakktu inn. Þú verður að ganga upp eitt þrep... þú veizt hvaða her- bergi það er.. . hann biður eftir þér þarna inni. Hún reyndi að hrópa — reyndi að komast undan, en hún gat ekki hreyft sig ekki stunið upp orði. Þeir ýttu henni af stað. — Þarna er hann! Þarna er Andrew! Hann stóð og hallaðist upp að dyrunum. Hvað var hann að gera? Hann hélt einhverju upp í ljósið. Það var sprauta. Nei, lítið pappahylki. Og hann sagði lágt: Einn, tveir, þrír, fjórir ... fimm ... en það áttu að vera sex. Einn, tveir, þrir. Og skyndilega tók undir í öllu húsinu. Oasis stóð þarna líka. Hún söng ásamt Andrew: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm — en það áttu að vera sex... En hún sá ekki framan í Andrew. Ef hann mundi nú ekki snúa sér við . .. ef hún sæi ekk; andiit hans. Hann átti að hafa fíls- andlit... og fíllinn var guU'. Hann byrjaði að snúa sér sein- lega við... en andlitið var ósýnilegt. Hann rétti fram höndina og kom við Alice. fingurgómarnir voru ískaldir og áfram bergmálaði: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm — en það áttu að vera sex ... — Nkosikasi, NKOSIKASI! Hún hrökk upp böðuð í svita og hjartað barðist ákaft í brjósti hennar. Varir hennar mynduðu orð sem ekki heyrð- ist. Skelfingin í augum hennar var óstjórnleg. Hún horfði upp í dökk augu Oasis. Og stúlkan hafði lagt höndina á vott ennið. Hún sagði eitthvað sem Alice skildi ekki og hún svaraði veik- róma. FALKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.