Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Síða 38

Fálkinn - 19.10.1964, Síða 38
■ • ■ :: ■ . SSííííííSí: 'M ÉH .. í«aÍ....*í’ iiPPm •— Þakka þér fyrir. — Illi andinn er farinn úr henni, sagði Oasis við Nimrod syngjandi röddu. Hann var sterkur. Hann festi klærnar í hjarta Likwezis. Hvað hafði Rusty verið lengi í burtu? Alice leit á úrið sitt. Hún hafði sofið og klukkutími var liðinn. Langt í fjarska heyrðu þau dauft bílhljóð. Loks kom bíllinn en þegar Alice leit upp fannst henni hjartað stað- næmast í brjósti sér. Það var ekki Rusty sem sat við stýrið. Lítill, ógeðslegur apamaður klöngraðist út úr bílnum. — Hvar er Nkosi? spurði hún. Hann svaraði á máli sem hún •kildi ekki. — Nimrod, hrópaði hún. — Nimrod. Þú verður — þú verð- „r hvað sem það kostar að tala við hann — og þú verður að segja mér hvað hefur komið íyrir Nkosi! Alice virtist dagurinn óendan legur. Og hún var heltekin ósýnilegri hræðslu um hvað hefði komið fyrir Rusty. Á fingramáli hafði hún skilið að Rusty var að elta fíl sem réðst á fólk og drap. Þegar þau stóðu uppi á hæð- inni sá hún Nimrod hvað eftir annað grípa um byssuna. Með eyrum, augum og öllum meðfæddum skilningarvitum reyndi hann að átta sig á hvaðan hljóðið kom. — Dumela, hvíslaði hann. Dumela. Langt fyrir neðan greindi hann húsbónda sinn, sem nálg- aðist fílinn. Fíllinn veifaði löngum eyr- unum. Hann var á verði og hann fann að menn voru í nánd. Nimrod benti Alice og nú sá hún Rusty sem lyfti byss- unni. Um líf og dauða var að tefla. Fíllinn var hættulegur og það gat maðurinn verið líka. Og Rusty vissi að ekkert gat kom- ið honum til hjálpar ef hann miðaði ekld vandlega og/hitti dýrið í fyrsta skoti. Hann varð að hitta Dumela í heilann. Hönd hans var styrk og hann var fulkomlega rólegur. Núna, núna skyldi Dumela verða að deyja. Framhald í næsta blaði. KAFF Katfisopmn indœll or, eykur fjör og skapið kœtir. Langbezt jafnan líkar mér Ludvig David kaffibœtir. 0. J0HNS0N R. KAARED II E Kæri Astró! Mig langar að vita eitthvað um framtíðina. Ég hef nú skrif- að áður en ekkirt svar fengið. Ég er fædd klukkan 2 eftir há- degi. Ég hef verið með strák, sem fæddur er .. verður nokk- Uð úr því? Hvenær giftist ég? Eignast ég mörg börn? Á ég eftir að fara til útlanda? Viltu gjöra svo vel og sleppa fæðing- ardögum og ártölum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. M. J. V. Svar til M. J. V.: Það sem athyglisverðast er í stjörnusjá þinni er að á hvirfil- línu á fæðingarstundu þinni eru Júpiter og Neptún í sam- stöðu. Slík afstaða gefur hæfi- leika á sviði íónlistar og þú ættir ef þú hefur mögulega að- stöðu til að læra á eitthvað hljóðfæri, því slíkt yrði þér mjög þroskavænlegt. Einnig væri þér ráðlegt að ljá eyra sem mest að góðri tónlist, því þú býrð yfir hæfileikum til að skynja innra gildi hennar. Merki Sporðdrekans á geisla fyrsta húss gerir þig nokkuð hlédræga og í sumum tilfell- um nokkuð leyndardómsfulla, þrátt fyrir að þessi tilhneiging trufli ekki daglegt samneyti þitt við félaga þína. Það bendir til þess að þú búir yfir tals- verðum hæfileikum til að um- gangast fólk og málefni þess og gerir þér auðvelt að drífa þig í gegnum erfiðleika. Þú ert bardagafúsari og sýn- ír meiri mótstöðu heldur en Þá, sem umhverfis þig eru, grunar og skyldi einhver not- færa sér þig eða aðstöðu sína gagnvart þér á ósanngjarnan hátt þá verður hann eða þeir mjög undrandi yfir þeirri at- orku, sem þú býrð yfir til að verja það, sem þú hefur áhuga á. Þú býrð yfir hugrekki eigin sannfæringar til að segja og framkvæma hluti, sem að þínu áliti eru réttir, og þú munt ávallt reyna að framkvæma hlutina eftir eigin leiðum og þú munt ekki láta aðra segja þér fyrir verkum gegn vilja þínum. Þú hefur til að bera þögla sómatilfinningu og ert ákveðnust þegar þú hefur skap- að þér ákveðið markmið eða aðferð til að vinna að og eftir. Þú ættir ekki að hika við að kynna þér efni dulræns eðlis. T. d. hjá Guðspekifélagi íslands eða Sálarrannsóknarfélagi ís- land. Sporðdrekinn er flokkaður undir „fast og vatns“ merki, en það bendir til að þú auðsýnir talsverða þrákelkni á stundum, en samt er tiltölulega auðvelt að hafa áhrif á þig ef talað er til hins næma tilfinningalífs þíns. Almennt sagt muntu vita hvað þú vilt og ekki mun reyn- ast auðvelt að telja þig af skoð- unum þínum, þegar þú hefur einu sinni mynduð þér þær. Þú verður samt fyrir meiri áhrifum frá þeim, sem þú berð ástarhug til, heldur en þú gerir þér grein fyrir, en í slíkum til- fellum er þér nauðsynlegt að beita nokkurri skynsemi. Úranus í sjöunda húsi bendir til þess að þér sé nauðsynlegt að fara mjög varlega á sviði ástamálanna því að þér hættir / til skyndihrifningar, sem oft leiðir af sér jafn skjót vinaslit og aðskilnað eins og til var stofnað. Þeim sem eru með Úranus hér er ráðlegt að vera trúlofaðar lengi, því þeim mun meiri von er til þess að hjóna- bandið verði varanlegt. 22. aldursár er mjög líklegt, sem giftingarár. Merki Neptúnusar á geisla fimmta húss bendir til þess að þú hafir mikið dálæti á börnum og þau hafa mikið eftirlæti á þér. Þau verða samt varla fleiri en þrjú. Afstöðurnar í níunda húsi, sem stendur fyrir ferðalög tií útlanda eru mjög hagstæðar og því sterkari líkur fyrir því að utanlandsferð eigi eftir að liggja fyrir þér. ★ FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.