Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 5
I CHUBBY í LOINIDOIM Þetta er twistkóngurinn sjálfur Chubby Checker. Myndin er tekin, þegar þau hjónin komu til London nú fyrir skömmu. Einu sinni var Chubby ósköp venjulegur blökku- maður og bar þá sitt rétta nafn, Ernst Evans, en svo söng hann „Let’s twist again“ inn á hljómplötu og allt ætlaði af göflunum að ganga. Síðan rak hver platan aðra og allir lærðu þennan nýja dans, TWIST. Þá leið ekki sú vika, að Chubby væri með minnst tvö lög á vinsældarlistan- um, en nú orðið er það viðburður að sjá nafn hans þar. Já, alveg rétt. Eiginkonan hans heitir Catherina og það sem meira er, hún er handhafi titilsins, UNGFRU AL- HEIMUR, svo að twistarinn hefur ekki valið sér maka af verri endanum. UKDBRFATAÞREMKIBÍSIGIIM Ég var alls ekki viss um, hvoru kyninu þessir þremenningar til- heyrðu, er ég kom auga á myndina. Við nánari athugun reyndist þetta vera dönsk „beat“hljómsveit, sem kallar sig The Lollipops. Þessi kven- undirfatnaður, sem þeir skarta er ekki einkennisklæðnaður piltanna, en hvers vegna þeir bái’u þennan klæðnað við myndatökuna, er spurning, sem ljósmyndarinn er einn um að geta svarað. MED SÖIMGVARA Á HVEiBJUM FIIMGill Stúlkan á myndinni er dönsk og heitir Maureen Colbrum, hún er 19 ára. f staðinn fyrir að lakka neglur sínar hefur hún límt á þær myndir af uppáhaldssöngvurunum sínum og þeir eru talið frá litla fingri: Adam Fait, Elvis Presley, Pat Boone, Bobby Darin og mvnd af Cliff Richard prýðir þumalfing- urinn. Þetta er frumlegt uppátæki, finnst ykkur ekki? MICHAEL CHAPLIIM Síðhærði pilturinn yzt til vinstri heitir Michael Chaplin, svarti sauður Chaplin’s ættarinnar. Ný- lega lék hann í kvikmynd ásamt þeim Leslie Caron og Warren Beatty. Chaplin sagði sex orð í þessari fyrstu mynd sinni og því hefur verið fleygt að föður hans, Charlie Chaplin, hafi þótt það full mikið. I LOVE YOlf BECAIJSE Kæri Fálki! Ég leita til þín í vandræðum mínum eins og svo margir aðr- ir. Ég er fimmtán ára og er ógurlega hrifin af strák sem er talsvert mikið eldri en ég. Þessi strákur er í unglingahljómsveit, sem var stofnuð fyrir nokkr- um mánuðum, og er þess vegna lítið þekkt. Strákarnir spila alltaf í sama samkomuhúsinu og þangað fer ég alltaf þegar þeir spila, aðeins til þess að sjá strákinn. Við þekkjumst voða lítið, rétt nikkum hvort til annars þegar við hittumst. Ég er viss um, að hann er ekkert hrifinn af mér, en þó horfir hann mjög undarlega á mig, þegar hann sér mig. Annars held ég að ég sé svo- lítið sæt, því ég er mjög vin- sæl af strákunum. Strákarnir hafa spilað i þessu samkomu- húsi í rúman mánuð, og þangað fer ég alltaf þegar þeir spila. Og alltaf er ég jafn hrifin af stráknum. En fyrir nokkru frétli ég að þessi strákur væri trúiofaður steipu, sem væri nokkru yngri en hann, og ætti með henni barn. Þegar ég frétti þetta var * SIGRARI NEÐRI DEILD Alþýðublaðið. Sendandi: B. V. r , Kanínurnar fá góð laun fyr- ir starf sitt. 6000 krónur S viku, en það er einungis fóigið í þvi að láta gestunum líða vel í skemmtistaðnum, en [ vv'* - ,■. ■ : *'■ . Vísir. Sendandi: Sig. Bj. eins og kalt vatn rynni milli skinns og hörunds. Þetta tekur svo á mig að mér finnst lífið vera einskis virði núna. Jæja, hvað á ég nú að gera í þessu. Á ég að halda áfram að stunda böllin sem hann leik- ur á, eins og ekkert sé, eða á ég að hætta að umgangast hann og reyna að gleyma hon- um, og reyna við einhvern ann- an? Kæri Fálki, reyndu að svara mér eins fljótt og þú getur. Ég þakka gott lestrar- efni. Ein ástfangin... P.S. Vonast eftir svari útúr- snúningalaust. Svar: Mér finnst þú nú vera heldur ung til þess að segja að HfiO sé einskis viröi, jafnvel þótt svo sé, aö þú sért ástfangin. Ef þetta er rétt að þessi ■piltur á barn með stúlkunni, þá átt þií vissuiega að liætta þessu, „og reyna við einhvern annan", ef þér sýnist svo. En ef þetta er ósatt, eða það aO minnsta kosti að hljóOfæraleikarinn hafi ekk- ert samband við barnsmóöur sína, þá getur þú „reynt við hann með fullum rétti.“ ..... Þú segist vera f immtán ára. Þú ert aö tnínum dómi greini- lega fíkin i karlmenn, en þó finnst mér þú nokkrum árum of ung til þess að hugsa svo, að ef ]ni sleppir þessum, þá verðir þú nauðsynlega aö ná þér í einhvern anngn. Þú seg- ist vera faXleg, og engin ástæöa er til þess að rengja þaö aö svo stöddu máli. En fyrir alla viuni, ef þú vilt lialda um- ræddri fegurö og mannoröi óskertu, breyttu þá um hugs- anagang. MÁLARINIM YRKIR Það kom maður til okkar hingað á ritstjórnina um dag- inn, og kvaðst hafa í pokahorn- inu vísu eftir meistarann Kjar- val, sem við mættum birta, lesendum okkar til yndisauka. Kjarval hefur löngum ort, en þessi vísa hefur það fram yfir aðrar, að hún er á dönsku! Lad flodkrisen forgœves synge i dine trekantede spidser, — og kvad — rater. Mens du löber op mod vinden for at standse. Mótmæla lægðunum! j Verða stofnuð hér mótmæla- samtök tfgegn veðri i landi" ! ■s i J Vísir. Send.: Sigurður Olafsson. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.