Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 32
Fangarnir stukku af múrnum niður á pallinn, sem seig hægt niður. Af pallinum stukku þeir niður á fjaðradýn-f ur og síðan hlupu þeir út í bílana. IVIEBST ARAVERK Lesendur dagblaðanna muna eflaust eftir póstráninu mikla, sem framið var í Englandi í fyrra. Þó vakti kannski enn meiri athygli þegar einum póstræningjanum, Ronald Biggs, tókst að flýja um miðjan dag úr Wandsworth fangelsinu í London. Samkvæmt frásögn Scotland Yard gekk flóttinn þannig fyr- ir sig: Föstudaginn 9. júlí kl. 15: í Wandsworth fangelsinu í miðri London fylgja fjórir vopnaðir verðir fjórtán föngum út í garð- inn. í skugga sjö metra hás múrs ganga þeir þrjá hringi. Á sama tíma kemur akandi óvenjulega hár flutningabíll hinum megin við múrinn. Vagninn stanzar og upp úr þakinu lyftist pallur, knúður af vökvalyftu, upp að efri rönd múrsins. Á pallinum standa þrír menn. Kl. 15.05: Þrjú höfuð, með grímu úr nylonsokkum, koma í ljós. Einn kallaði niður í garðinn: ,,Allt í lagi, strákar.“ Hinir beindu byssuhlaupunum að fangavörðunum fjórum: „Standið þið kyrrir! Hreyfið ykkur ekki!“ Þrátt fyrir aðvörunina, hljóp einn varðanna að næsta að- vörunarhnapp. Hvell hringing kvað við í öllu fangelsinu. Tíu fangar köstuðu sér á verðina og afvopnuðu þá. Á meðan höfðu grímuklæddu mennirnir komið fyrir stiga og reipi niður í garðinn. Biggs, póstræninginn, klifraði upp og þrír aðrir fangar not- uðu tækifærið, á meðan hinir gættu varðanna. Handan múrsins kom sautján ára drengur á mótorhjóli. Hann kallaði upp yfir sig: „Árás!“ Áhöfn bílsins réðist á hann og lokaði hann inni í kofa, þar til allt var yfirstaðið. Á meðan stukku fangarnir fjórir af múrnum yfir á vökva- knúna pallinn, sem seig hægt niður innan í hinum fimm metra háa flutningabíl. Þeir yfirgáfu síðan flutningabílinn og hluþu að þrem einkabílum, sem voru nálægir með hreyflana í gangi. Nokkrum sekúndum síðar voru bílarnir horfnir, en eftir stóð flutningabíllinn með innbyggða pallinum. Einn furðulegasti flótti, sem sögur fara af, hafði heppnazt. ÞETTA ER hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri, Herbert von Karajan. Hann stjórnar Fílharmoníu- hljómsveitinni í Berlín, og kunnugir segja, að þær séu ekki skornar við nögl, tekjurnar sem hann hefur. Já, það eru ekki aðeins bítilmennin sem moka inn milijónum. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.