Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 30
NN LEYNDI HARMUR SORAYU Soraya með keisaranum af Persíu, fyrrverandi eiginmanni sínum. Franska blaðakonan Francoise Sentenac telur sig vita fyrir víst hvers vegna Soraya drottning giftir sig ekki aftur og hvers vegna hún finnur hvergi frið og hamingju. FYRIR sjö árum — 6. apríl 1958 sagði sjainn af Persíu, Mohammed Reza Pahlevi, skilið við aðra konu sína, hina fögru drottningu, Sorayu Esfandiari Bakhtiari, sem í dag hefur á sér það orð að vera dularfyllst og mest óútreiknan- leg allra kvenna. Sjainn og Soraya höfðu verið gift í sjö ár er þeirra ævintýri lauk, og allt frá þeim tíma hafa verið á kreiki hinar furðulegustu sögur og kenningar um hvers vegna keisarinn skildi við hina fögru drottningu. Almennt er álit- ið að ástæðan hafi verið sú að hún gat ekki gefið keisar- anum erfingja til að setjast á páfuglshásætið. Hafi þannig verið um að ræða pólitísk sjónarmið. Sjálfur sjainn hefur borið á móti þessu. Þau Soraya hafi skilið beinlínis af því að það var ekki gott á milli þeirra lengur. En þessu vilja þeir ekki trúa sem þykjast þekkja sjainn og Sorayu. Þetta sé hreinn uppspuni. Það kann að þykja forvitnilegt að velta fyrir sér hvers vegna keisarinn skildi við Sorayu, en hitt er þó sennilega girnilegra rannsóknarefni hvers vegna hún hefur látið sjö ár líða án þess að gifta sig aftur, í rauninni beztu árin í lífinu. Hún hefur kynnzt fjölda myndarlegra manna þessi ár og ekki fáir hafa biðlað til hennar, en samt er hún ógefin. Spurningin er: Elskar hún sjainn enn? Hefur hún engan fundið sem hún getur jafnað við hann? Óttast hún að baka sér reiði sjains? En eftir talsvert umfangsmiklar athuganir og samtöl við beztu vini og kunningja Sorayu í Frakklandi, Englandi, íran og Beirut, fara brotin að raðast saman og nú hygg ég að ég viti nógu mikið til að geta varpað nokkru ljósi á ráðgátuna Sorayu. __________________________ Sannleikurinn er sá að Sorya hefur lifað undanfarin sjö ár í draumaveröld, veröld þess draums að sjainn muni l innan skamms kalla hana heim og krýna hana öðru sinni drottningu Persaveldis, rétt eins og liðinn skilnaðartími hafi bara verið ljótur draumur. Hinn mikli sannleikur sem aldrei hefur verið sagður fyrr en nú er það að skilnaðurinn var ekkert annað en leikai’askapur, bráðabirgðaráðstöfun til þess að koma til móts við stjórnmálalegar kröfur. Þótt þau keisarinn og Soraya hafi verið skilin í sjö ár skoðar hún sig enn sem konu hans. í lok ársins 1957 hafði Soraya verið hjá læknum í Sviss til þess að fá úrslita dóm þeirra um það að hún gæti ekki eignazt barn. Er þessi úrslit voru kunn gerði stjórn íraks harða hríð að sjainum að hann tryggði þjóðinni erfðapj-ins, og varð hann nú að velja á milli þess að leggja niður konungdóm eða skilja við drottninguna. Það var þá sem sú ráðagerð varð til að þau hjónin skyldu skilja til bráðabirgða, sjainn skyldi finna sér aðra konu er gæti fætt honurh barn, og fljótlega eftir að það væri um garð gengið skyldi hann finna þénanlegt tækifæri til að skilja við hana líka, kvænast Sorayu aftur og gera hana þar með að drottningu á ný. Þannig væru ríkiserfðir tryggð- ar þó að Soraya drottning gæti ekki átt barn. Þetta eru ekki innantómar vangaveítur heldur beinharð- ar staðreyndir. Sjainn framkvæmdi þessa ráðagerð kaldur og rólegur fann sér konu til að eiga með son, og strax og hann væri fæddur hugðist hann ganga að eiga Sorayu aftur. Ég get fullyrt að hann gaf Sorayu hátíðlegt loforð um að svo skyldi verða. Soraya með mótleikara sínum, Maximilian Schell, á frum- sýningu í París. Soraya var því ekki mótfallin að skilja. Hún féllst á allt sem af henni var krafizt umyrðalaust, og það vakti nokkra furðu bæði í íran, þar sem hún var mjög vinsæl, og einnig annars staðar. Hvers vegna reyndi hún ekki að halda í mann sinn? Þannig spurðu menn. Nú er svarið augljóst: Hún gerði það ekki, því að hún vissi ekki betur en sjainn mundi taka hana aftur til sín er hann hefði eignazt son. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.