Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 14
FÁLKINN: Snúið þið ykkur við á götu þegar þið sjáið fallegan kvenmann? FRIÐFINNUR: Svo sannarlega. AGNAR: Já. JÓN: Að sjálfsögðu! FÁLKINN: Hvernig verður ykkur við ef kvenmaður snýr sér " við á götu og horfir á eftir ykkur? j FRIÐFINNUR: Þá verð ég hissa! Mér finnst það vottur um að smekkur kvenfólks sé eitthvað að breytast ef það snýr sér við á götu til að horfa á mig! JÓN: Ef þú tekur eftir því að kona snúi sér við til að horfa á þig, þá hlýtur það að stafa af því að þú hefur snúið þér við til að horfa á hana; og hefur því yndi af. FRIÐFINNUR: Að sjálfsögðu. AGNAR: Ég kann vel að meta það ef kona snýr sér við til að horfa á mig! FÁLKINN: Hverju veitið þið fyrst athygli hjá konu? FRIÐFINNUR: Hvað mig snertir, þá er það algjört leyndar- mál! AGNAR: Ég veiti henni allri athygli, ekki sízt framkomunni. JÓN: Ég er sammála Agnari. FÁLKINN: Leggið þið meira upp úr fegurð kvenna en gáfum? FRIÐFINNUR: Það segir sig sjálft! Gáfuð kona er ein sú versta plága sem hægt er að hugsa sér — fögur kona ef ein mesta gæfa sem hægt er að hugsa sér! AGNAR: Gáfuð kona er afskaplega leiðinleg! Upplýst kona er allt annað. JÓN: Er þetta ekki ágætt, sitt pundið af hvoru? FÁLKINN: Hvað viljið þið segja um klæðaburð kvenfólks í dag? FRIÐFINNUR: Ég segi eins og Þorsteinn Ö. sagði einu sinni: Það er sameiginlegt með konum og bókum að þær eru því fegurri sem þær eru fáklæddari. AGNAR: Konur hér á Islandi eru sæmilega vel klæddar, en þær kunna ekki að bera föt. JÓN: Þær ei-u vel klæddar, en það sem maður saknar helzt hjá konum hér er frumleiki í klæðaburði. FRIÐFINNUR: íslenzkar konur klæða sig rétt eins og aðrar konur. JÓN: Það er fámennið sem gerir þetta að verkum. Þegar stúlka gengur eftir Austurstræti, veit hún, að sá sem horf- ir á hana þekkir hana, eða þekkir einhvern sem þekkir hana — hún getur aldrei slappað af, hún er alltaf upp- stillt. Ef þú aftur á móti situr á gangstéttarkaffihúsi á- Ítalíu og horfir á stúlkurnar ganga, þá sérðu að þær njóta þess að ganga, þær kunna þessa list að hreyfa sig. Sama gildir í rauninni um karlmenn, það er ekki sama hvernig þeir bera sig, heldur. FRIÐFINNUR: Þetta er rétt — og það má bæta því við að ís- lenzkir karlmenn eru yfirleitt ákaflega lubbalegir. AGNAR: Islenzkar konur eru svo ákaflega hræddar við að vera AGNAR: Gáfuð kona er afskap- lega leiðinleg. Upplýst kona er allt annað. i 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.