Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 28
Afgreiðslan í veitingahúsinu Tókió-garðurinn var fremur sein, en maturinn, sem þar var á boð- stólum, tempura, sushi og suki- yaki var hreinasta afbragð og japanska þernan var mikið augnayndi. Gamlir, einmana lið- þjálfar frá Fort Ord komu þarna til þess að fá sér bjórglas og minnast liðinna hamingjudaga i Tókíó en þó öðru fremur til þess að horfa á mjaðmasveiflur þern- unnar. Kennararnir við tungu- málaskóla hersins brugðu sér einnig þangað eftir tilbreytingar- laust erfiði dagsins, til þess að njóta kyrrláts kvöldverðar, hlusta á japönsku hljómlistina og hvílast. í Tókíó-garðinum höfðu við- skipti verið blómleg áður fyrr, þegar fiskimennirnir í Monterey öfiuðu vel. En þegar sardínan hvarf af miðunum á dularfullan, hátt, var niðursuðuverksmiðjun- um lokað og viðskipti drógust saman í Tókíó-garðinum; nú byggði veitingahúsið að mestu leyti tilveru sína á nærveru hers- ins, og aðalaðdráttaraflið var fegurð japönsku þernunnar. Chiang Fu féll vel maturinn í Tókió-garðinum og sömuleiðis japönsk innanhússskreyting, sem var yfiriætislaus, en gæddi stað- inn mjúklátum, austurlenzkumT blæ, hlýjum og róandi. Á hverju föstudagskvöldi, að aflokinni erf{ iðri vinnuviku í tungumálaskól-: anum, snæddi hann kvöldverð i~ Tókíó-garðinum og drakk jap- anskt te úr örsmáum bollum á stærð við vinglas. Hann hefði komið þar oftar, ef öll útgjöld hans samanlögð hefðu ekki þurft að takmarkast við áttatíu dali á mánuði, að meðtöldu fæði og hús- næði. En þegar hann uppgötv- aði, að japanska þjónustustúlkan var jafnvel enn girnilegri en sukiyakið, sem var eftirlætisrétt- ur hans, bætti hann fimm dölum við eyðslueyri sinn og veitti sé tvær „bónus“-máltíðir aukalega í hverjum mánuði. Þessir japönsku kvöldverðir voru einu staðgóðu máltiðirnar, sem hann veitti sér, en þar sem hann var að nálgast fertugt og maginn farinn að hafa tilhneig- ingu til ístrumyndunar, virtist honum þetta mjög hæfilegt mataræði. Með hið þykka, svarta hár sitt, granna beinabyggingu og fremur dökkan hörundslit, myndi hann haldast unglegur i útliti, svo framarlega sem hann fitnaði ekki. Það var erfitt að vera svo sparneytinn í Ameríku, en fjár- ráð tungumálaskólans voru óstöðug og Chiang Fu var til neyddur að gera ráð fyrir „öx inni“ hvenær sem væri og safna eins miklum peningum og mögu Iegt var til þess að hann gæti flutt konu sína til Ameriku. Sem fyrsta lið í sparnaðarráðstöfun- unum hafði hann tekið á leigu bílskúr fyrir sjö dali á mánuðí og notaði hann sem vistarveru, Þegar húsráðandinn uppgötvað mgv/m og spammý 'xymfitte&Agfi. sm 9JAXXA# m 9Ag#A JAPAVZKA pjómsyv- £7im og fi£7M tíCVtlA/? ______________ hermannabedda i bílskúrnum í staðinn fyrir bíl, heimtaði hún að fá að vita, hverju þetta sætti. Chiang Fu sagði henni frá sparn- aðarfyrirætlunum sínum og lof- aði að halda bílskúrnum í íyrsta flokks ásigkomulagi. Húsráðand- anum, frú Thompson, féll þetta ekki allskostar, en hún sagðist viðurkenna sparsemi hans sem dyggð, þar sem hún var Skoti. Til þess að sýna samúð sína, lét hún liann ótilkvödd fá lykil að bakdyrunum á húsi sínu, sem var um fimmtíu metra frá bíl- 1. HLUTI skúrnum, til þess að hann gæti notað snyrtiherbergið á neðri hæðinni. Herra Thompson, ró- lyndur maður, rauður i andliti, var einnig fullur samúðar; hann tók Chiang á eintal og tjáði hon- um, að ef hann hefði fyrir sið að vakna á nóttunni, þá gæti hann fengið kopp. Chiang hafði ekki þennan sið, en þakkaði herra Thompson mikillega fyrir nærgætni hans. Viku eftir að Chiang flutti inn hafði bilskúrinn breytzt i skemmtilegt herbergi með bóka- skáp, tvöföldu rúmi, skrifborði og legubekk, allt gert úr sápu- kössum. Frú Thompson dáðist að hugvitssemi hans og lagði til dagatal og tvo gamla stóla í búið. En þegar hún uppgötvaði olíuvél, nokkrar risskálar og matarprjóna í einu horninu þá sá hún, að við svo búið mátti ekki standa; heilbrigðiseftirlitið kynni að skerast í leikinn. Og sem vinarbragð númer tvö sagði hún Chiang að nota eldhúsið sitt og hækkaði leiguna upp i tiu dali til greiðslu á gasi og vatni. Chiang tók þessu boði fegins, hendi. Og fáum dögum síðar, þegar frú Thompson sá, að eld- húsið hennar var miklu hreinna. eftir að Chiang byrjaði að nota það láekkaði hún -íiftur leiguna óumbeðið niður í sjö dali með þeim umraælum, að þó það bryti í bága við hennar skozku líís- reglur þá væri Skotum einnig réttlæti í blóð borið. 1 þakklæti sínu bætti Chiang við þriggja dala hreingerningavinnu á mán- uði og takmarkaði hana ekki við eldhúsið eitt. Þannig var sam- komulagið milli leigjanda og hús- eiganda eins og bezt varð á kos- Ið og fjárhagur Chiangs í góð- um skorðum. Þetta var laugardagskvöld að vetrarlagi. Montereyborg var sveipuð þéttri þoku og þokulúðr- arnir úti á flóanum vældu ámát- lega — dæmigert leiðindakvöld fyrir einmana piparsvein. Chiang leit á sjálfan sig sem hálfgild- ings piparsvein, vegna þess að hann hafði ekki séð konu sína í sjö ár. Svona kvöld ollu hon- um oft hugarangri, fylltu hann eirðarleysi og heimþrá. Hann hafði borðað kvöldverð í Tókíó- garðinum kvöldið áður og „verð- launakvöldverðurinn" var ekki á dagskrá fyrr en næsta laugardag, eftir áætluninni. Hann gekk fram og aftur um dimma götuna framan við veitingahúsið í tíu mínútur og bræddi það með sér, hvort hann ætti að veita sér „bónus“-kvöldverðinn fyrirfram. Að lokum ákvað hann að gera það. Ef til vill yrði næsta laugar- dagskvöld ekki eins einmanalegt og hann gæti setið heima, etið núðlur og lesið sígild kínversk rit. Hann ýtti upp vængjahurðinni og gekk inn í lítinn, rökkvaðan veitingasalinn. Hláturinn, matar- „Sem hann sat þarna og naut þess í leyni að láta mjaðmir Aiku veita ímyndunarafli sínu byr undir báða vœngi, tók hann eftir ljós- hœrðum Ameríkana, sem einnig virti stúlkuna fyrir sér með ákefð ..."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.