Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 29
lyktin og hin hljómþýða, jap- anska músik bylgjuðust sam- stundis um hann og honum fahnst það vera eins og þegar helkaldur maður fleygir sér skyndilega ofan í ylhlýjan vatns- pytt; það greip hann svo þægi- leg notakennd og hann gleymdi óðara áhyggjum sínum og ein- manaleik. Hann gekk að eina, auða básnum nærri dyrunum og settist. Aika, þjónustustúlkan, var að bera fram mat og te til annarra gesta; hún gekk hvat- lega fram og aftur um ganginn, bein í baki og ávalar mjaðmirn- ar vögguðu eggjandi undir glit- ofnum sloppnúm; um andlit hennar, sem var lítið eitt farðað, lék vingjarnlegt bros, sem ber- aði nokkrar mjallhvitar tennur milli rauðra varanna. Hún var svo falleg, að hver einasti við- Skiptavinur sneri sér við og horfði á eftir henni. Chiang Fu fannst mjaðmir hennar ákaflega æsandi; hann virti hana fyrir sér og imyndaði sér hana fáklædda — i efnislitlum baðfötum. Sem hann sat þarna og naut þess í leynd, að láta mjaðmir Aiku veita ímyndunarafli sínu byr undir báða vængi, tók hann eftir ijóshærðum Ameríkana, er einnig virti stúlkuna fyrir sér með ákefð. Hann virtist vera hávaxinn maður, öðru hvoru megin við þrítugt, frekar lagleg- ur með beint nef og djúpstæð, sterkblá augu. Hann líktist meira andlegrar stéttar manni en verkamanni eða atvinnuhermanni og hann var fortakslaus of gamall til að vera nemandi í tungumálaskólanum vegna her- kvaðningar. Rjótt andlit hans var alvörugefið; á meðan hann dreypti á teinu sínu, fylgdu augu hans óleynt stúlkunni á göngu hennar um salinn. Við og við nam Aika staðar við borð hans, hneigði sig litið eitt og bað hann afsökunar á því, hve framleiðslan gengi seint, en maðurinn brosti, kinkaði kolli og dreypti á teinu, augnaráð hans hékk við andlit Aiku. 1 básnum næst honum voru nokkrir bjórdrykkjumenn, sem töluðu og hlógu og voru að gerast háværir. Chiang Fu varð að bíða nærri hálftíma áður en Aiku vannst tími til að koma og taka niður þöntun hans. Hún færði honum te og bað hann, lágri, mjúkri röddu að afsaka seinlæti sitt. Enskan, sem hún talaði með sterkum, erlendum hreim, hefði getað valdið hverjum tungumála- kennara andvöku; hún vai; mál- fræðilegur hrærigrautur, en vel skiljanleg. ,,Ég er voða leið of sein,“ sagði hún við Chiang um leið og hún hellti teinu í bolla fyrir hann og brosti. „Maturinn mikið að1 gera. Þú ætlar núna að borða hvað? Aftur buff sauki- yaki? Éða þú heldur vilja bauta dífu, kannski?" „Buff sukiyaki, þakka þér fyr- ir,“ sagði Chang. „Og hrátt egg, eins og venjulega." Þegar Aika hafði tekið pöntun- ina og gekk fram ganginn til eldhússins, kváðu við hlátrasköll og hróp frá bjórdrykkjufélögun- um. Einn þeirra sagði eitthvað á japönsku og gerði tilraun til að klípa hana í lærið, en annar maður sló hönd hans frá í snatri. Ljóshærði maðurinn í næsta bás starði á þá og saup teið sitt þungbúinn á svip. Er Aika gekk aftur framhjá þeim, sló einn mannanna hana örsnöggt á mjöðmina en annar æpti til hans: „Hæ, aðgangur bannaður, kvikindið þitt!“ Síðan hlógu þeir allir. Aika hneigði sig örlítið og baðst afsökunar og hraðaði sér síðan að borði Chiangs með matarprjóna og skálar af súrs- uðum gúrkum og nsépum. „Þeir eru hermenn frá Fort Ord,“ hvíslaði hún afsakandi, eftir að hafa litið til þeirra í laumi. „Þegar þeir ekki í einkennisbún- ingi, drekka þeir of mikinn bjór. Þú fylgir mér heim í kvöld, kannski? Þökk fyrir bíða mín, ef þú getur.“ Án þess að bíða eftir svari flýtti hún sér frá borði hans. í fyrstu var Chiang dálítið undrandi yfir þessari bón. En þegar hann virti fyrir sér bjór- drykkjufélagana hinum megin við ganginn, fannst honum ekki óeðlilegt þótt stúlkan væri hrædd. Það voru fimm menn í básnum, allt ungir ribbaldar, í sportskyrt- um og jökkum. Sá þeirra, sem klappað hafði Aiku á mjöðmina, var auðsjáanlega ekki hermað- ur, því hann var síðhærður og minnti Chiang á bifhjóladreng- ina í kvikmyndinni „Waterfront". Chiang dreypti á ilmandi teinu og herti upp hugann. Að fylgja stúlku heim undir slíkum kring- umstæðum, gat orðið all áhættu- samt fyrirtæki. Hann harmaði það fyrirhyggjuleysi að hafa skilið Plymouth bilinn sinn eftir við Avordo-stræti, nærri þrjár húsalengdir frá veitingastofunni. Honum fannst hann vera göfug- ur og riddaralegur, fékk sér annan bolla af tei og bjó sig undir að spyrja Aiku, hvenær hún óskaði að halda heim. Hann hafði ákafan hjartslátt, og velti því fyrir sér, hvort þessi hlægi- legu viðbrögð myndu stafa af hættunni, sem hlutverkinu fylgdi, eða rómantísku hliðinni á því. Hann reyndi að bæla niður óróa sinn, en fann þá, sér til nokk- urrar undrunar, að það sem hon- um olli var ekkert annað en púki girndarinnar, sem ekki virt- ist láta hann i friði frekar en hina ungu bifhjólaseggi.- Hann fann, hvernig vaknaði hjá hon um löngun eftir að rífa fötin al þessari stúlku, í einrúmi, snerta hana ... Hann svelgdi í sig teið og kæfði þessa óðu hugmynd, sannfærður um að hjá hohum væri púki þessi svo örugglega fjötraður í viðjar siðgæðisreglna og sjálfstjórnar, að hann myndi aldrei losna. Aftur leið hálf klukkustund þangað til Aika færði honum sukiyaki og hráa eggið á diski. Hún lagði mátinn frá sér og laumaði í lófa hans miða, sem á var hripað méð blýanti: „Gjöra svo vel bíða mín. Hálfellefu. Framan benzínstöð næstu götu.“ Þegar Aika hraðaði sér burt, án þess að mæla orð af vörum, leit Chiang á úrið sitt. Klukkan var hálftíu. Það var þá klukku- timi til stefnu. Hann stakk mið- anum í vasann og tók til matar síns. Atbui'ðurinn fyllti hann kvíða og sætri eftirvæntingu í senn; það var kynlegt tilfinninga- samband. Meðan hann snæddi, fann hann, að hann hafði misst matarlystina. Hann braut eggið yfir rjúkandi sukiyakið og hrærði öllu saua^in með matprjónunum, hendur hans skulfu ofurlítið. Þá smakkaði hann á súrsuðu næp- unum til þess að örva matar- lystina, en allt kom fyrir ekki, og hann fór að finna til minnk- unar yfir þessu. Þegar hann yfirgaf veitinga- stofuna þrem stundarfjórðung- um seinna, voru bjórdrykkju- mennirnir orðnir mjög hávaða- samir. Hann gekk til benzín- stöðvarinnar í næstu götu og beið þar, en hjartað barðist um í brjósti hans. Honum fannst næsta fáránlegt af manni á hans aldri, að verða svona barnalega æstur. Það gerist ekki neitt, sagði hann við sjálfan sig. Það verða engin áflog; ég ætla aðeins að fylgja falíegri stúlku heim og bjóða henni góða nótt við dyrnar. Annað ekki. Hann stóð upp við benzinstöð- ina, sem var lokuð, og hafði nánar gætur á veitingahúsinu. Það var svo dimmt, að hann sá rétt grilla í rautt ljósaflúrið á Tókíó-garðinum gegnum þokuna. Hann beið um það bil tuttugu mínútur, en þá sá hann dökkan skugga losna út úr þokunni við götuljóskei’ið.. Skugginn fór yfir götuna og hraðaði sér í áttina til hans. Það var Aika. Hún var í blárri kápu og hafði rauðan silkiklút um höfuð sér. Enginn fylgdi henni eftir. „Voða leið of sein,“ sagði hún. „Ég skipta um föt.“ „Það gerir ekkert til," sagði Chiang. „Hver sér um afgreiðsl- una núna?“ „Eigandinn kona hans. Ég fer heim klukkan þetta hverju kvöldi. Þú hefur bíl?“ „Já. Hann er við Avorado stræti." „Ó nei!" sagði Aika. „Svo langt í burtu?" Chiang varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum. Þetta var stúlkan, sem hafði verið svo ötul í veit- ingahúsinu og að líkindum geng- ið tuttugu mílur með þungan bakka og mjaðmasveiflur í ofaná- lag og nú virtist hún skyndi- lega ekki geta hreyft sig um þumlung. „Það er aðeins þriðja gata héðan," sagði hann. „Avorado-stræti of bjart," Framh. á bls. 35. VINIMIiFATABIJÐIIM LAUGAVEGI 76 Auglýsir AMERISKAR MDLSKINNSBUXUR SVARTAR - GRÆNAR - BRÚNAR ALLAR STÆRÐIR VIIMNUFATABUÐIN LAUGAVEGI 76 SÍIVII 1-5425 FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.