Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 11
ÓÆSKILEGUR HÁRVÖXTUR — OG EliMHVER RÁÐ — ÞAÐ er furðulegt, hvað mikil tilviljun virðist ráða um inn- flutning ýmissa vörutegunda hingað til lands, og þar á ofan bætist vöruvanþekking afgreiðslufólks í verzlunum. — Útkoman verður æði oft sú, að viðskiptavinurinn fer óánægð- ur heim og verður ennþá óánægðari, þegar hann fer að nota vöru, sem prangað hefur verið inn á hann með fagurgala en reynist svikin, þegar upp er staðið. f þessu sambandi mætti minnast á einn lítinn hlut, sem kannski virðist litlu skipta — og þó! — Margs konar fegrun- arlyf eru á markaðinum frá ýmsum löndum heims. Þau eiga flest að vinna kraftaverk, — eftir auglýsingunum að dæma, — en margir verða fyrir vonbrigðum með árangurinn eins og gengur. Öðru hvoru er t. d. auglýst lyf, sem eigi að eyða óæskilegum hárvexti á líkama kvenna, — bæði á andliti, á handleggjum og fótleggjum. Ýmiss konar krem eru sögð til þess komin að losa kvenfólkið við þennan tíða ófögnuð fyrir fullt og allt, — en reyndin mun sú, að hárin vilja koma aftur fyrr eða seinna og myndast þá oft eins konar skeggrót, — hvað svo sem meðmælendur vörunnar segja. Víða um heim munu hafa verið gerðar ýmiss konar tilraunir, sem miða að því að losa kvenfólk við lýtandi hárvöxt, — en erfiðlega hef- ur gengið að ná viðunandi árangri. Svo kallað diatermi hef- Ur náð tarsverðum vinsældum, — og nokkrar snyrtikonur hérlendis hafa fengizt við þetta. Diatermi er framkvæmt með sérstöku tæki, sem tengt er rafmagni. Farið er með nál niður í hárapokann og leitast við að eyðileggja hann og kippa burt hárinu. Þessi aðferð er talsvert kostnaðarsöm, seinvirk og sárs- aukafull, — þar eð taka þarf sérhvert hár út af fyrir sig, — og alltaf er nokkur áhætta að eitthvað komi aftur. Ör geta einnig komið eftir þessa meðferð, — ef óvarlega er farið, — en ef kunnáttumaður — eða kona — er með tækið. mun þetta vera happadrýgsta aðferðin og endingabezta. Hárin hverfa oft að fullu og öllu, ef þolinmæði er fyrir hendi, — og við- kvæmt vandamál kannski þar með úr sögunni. Ýmsir snyrtisérfræðingar mæla með vaxi til þess að nema burt óæskilegan hárvöxt. Þessi aðferð felst í því, að heitt vax er borið á hinn loðna líkamshluta, vaxið er látið storkna og kólna, en siðan er kakan rifin burt með snöggri hreyfingu. Eiga þá hárin að fylgja með — rifin upp með rótum. Þótt margir snyrtisérfræðingar mæli með þessari aðferð, er hún óneitanlega hrossalækning, sem hlýtur að vera vafasöm, því að fyrir utan þann sársauka (þótt snöggur sé), sem þessu fylgir, — eru hárin þó aldrei nema rifin upp með rótum, — rétt eins og þau væru slitin með augnabrúnaplokkara, — en það nægir ekki til þess að hefta vöxt þeirra að nýju, svo að meðferðin krefst sífelldrar endurtekningar með mismun- andi löngu millibili, eftir því hvað hárvöxturinn er ör. Enn er að geta hinna fjölmörgu tegunda af háreyðandi kremum, sem margar konur nota að staðaldri. Gallinn við þau er hinn sami og með vaxið, að hárin koma aftur innan tíðar. Það er því alls ekki satt, það sem látið er í veðri vaka í auglýsingum og meðmælum verzlunarfólks, að þessi krem séu einhver endanleg lausn. Þau nema hárin aðeins burt af yfir- borðinu, — þess vegna hljóta þau að vaxa aftur, — en það Framh. á bls. 19. ★ Ó D Ý R en afbragðsgóð grænmetiskvörn fæst í verzlun NLF (Náttúrulækningafélag ís- lands) Hún kostar 139,10 kr. Vel má vera, að þessi tegund kvarna fáist í fleiri verzlunum, — það væri vel, — því að hún er sem sagt ágæt. ★ DIXAN heitir þvottaefni, sem notað er í ýmsar upp- þvottavélar. Margar konur hafa nú komizt að þeirri niður- stöðu, að það er gott á fleira en diska. Það er líka prýði- legt á þvott. Hann verður hvítari og vatnið mýkra en af fiestum öðrum þvottaefnum. ★ FURÐULEGT er það, að oft auglýsa heildsölufyrir- tæki ýmsar vörutegundir, sem þau segja að fáist í næstu búð. Ef til vill lýst manni vel á vöruna og ætlar að bíta á agnið, — en það er þá ekki svo auðvelt. Einu sinni voru auglýstir nælonsokkar, sem áttu að vera nautsterkir. Ætli, að þeir hafi ekki heitið Belinda? — Ég spurði um þá í mörgum verzlunum, en alltaf kom þetta sama svar, — sem sagt var, að víða hefði heyrzt í verzlunum eftir stríð: „Ekki til, — ekki til“. Væri ekki ráð, að heildsalar létu þess gctið, hvar unnt væri að fá vöru þá, sem þeir eru að auglýsa? ★ OFT rekumst við á uppskrift- ir, hagnýt húsráð og sitt hvað fleira. sem okkur langar til að geyma. Þá er þjóðráð að klippa þau strax úr, — annars vill það gleymast, — og setja úrklippurn- ar inn í sérstaka úrklippumöppu, — þar sem hægt er að ganga að 1 hinum góðu ráðum og rifja þau L upp, hvenær sem er. ★ MARGAR konur eiga stórar og þykkar uppskriftahæk- 1 ur, sem gcra þær bara ruglaðar, þegar mest á ríður. Kona ij nokkur í Reykjavík hafði í þess stað límt nokkrar útvaldar kökuuppskriftir úr blöðum og tímaritum, svo og seni hún skrifaði upp sjálf hér og þar, — inn í sérstaka bók. Þai" hefur hún á einum stað allar beztu uppskriftirnar sínar og þarf ekki að rugla sjálfa sig á mörgum tug síðna í stórri kokkabók. Utkoman hjá henni var fyrsta flokks. — ef dæma má eftir kökunum, sein hún bakaði fyrir boðið sitt um daginn. ★ VITIÐ ÞIÐ það, að mjólkin inniheldur efni, sem nefn- ist kasein. Þetta efni myndar himnu yfir mjólkurbletti, sem ná því að þorna í fatnaði. Til þess að ná blettunum er bezta ráðið að bleyta- þá með köldu eða volgu vatni og nudda borax ofan í þá. Eftir stutta stund má þvo blettinn burt í sápuvatni. Borax er líka talið ágætt til þess að ná kakóblettum, — en ef kaffiblettir hafa náð því að þorna í dúk er helzt að ná þeim með glycerini, — sem nuddað er á votan blettinn og þvegið síðan burt með sápuvatni. — En ef allt annað þrýtur, er klór mesta sómaefni til að ná úr blettum, — að- eins ef nópu varlega er farii>S FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.