Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 10
mmmmm AÐ ræða um móðurmálið í blöðum er víst sama og að nefna snöru í hengds manns húsi, því að blaðamenn eru bornir þeim sökum að þeir virði hvorki málið ná málfiæðingana, og má ekki á milli sjá hvort er meiri yfirsjón. En það má misþyrma tungunni á margan hátt, ekki bara með því að kunna ekki að koma orðum sæmilega á blað. Hún er auðvitað aðallega til þess að tala hana, og þess vegna er ekki síður aðgætandi hvernig hún er borin fram og flutt. Útlendingar sem hlýða á íslenzku talaða, en skilja hana ekki, segja að hún sé fagurt mál, blæbrigðaríkt og hreimsterkt. Vitaskuld lætur hún öðru vísi í eyrum þeirra en okkar sem er- um börn hennar. Fólk fær stundum áminningar um að gæta sin á því að temja sér ekki rang- an framburð, en á hitt er sjaldnar minnzt að menn skuli vara sig á linum og atfylgislausum framburði þar sem sum hljóð hverfa að hálfu eða öllu niður í kok og koma þaðan aldrei aftur. Annað atriði er enn sjaldgæfara að ræða. Það er sá sönglanda framburður sem stundum heyrist í útvarpi og eink- um er bundinn við íþróttafrásagnir og tal um dægurlagamúsík. Virðist þar hver apa eftir öðrum einhvern afkára- legan stígandi og hnígandi sönghreim sem er bæði tilgerðarlegur og fjarri eðli íslenzkrar tungu. Þessa sneið skulu þeir taka sem eiga, og mættu þeir gera sér ljóst að hreimur eða tónn eðlilegs íslenzks framburðar fer eftir eðli og áherzlum frásagnar- innar, en er ekki fyrirfram tilbúinn lagstúfur sem raulaður er án afiáts allan lésturinn á enda. Þá virðist nú bera nokkuð á penpíu- legum væluröddum. íslenzkan er sterkt mál og gerir minna til þótt raddir séu ljótar. en þær séu aumingjalegar. Það er annars skemmtilegt rannsókn- arefni hvernig einstaklingurinn lýsir sér með því hvernig hann hagar tali sínu og beitir röddinni. Auðvitað lýsir hann sér bezt í því sem hann tekur ekki eftir sjálfur. Þá er óhægara fyr- ir hann að látast. Ég minnist frá æskudögum bónda nokkurs sem var lágvaxinn, samanrek- inn og hvass á brún. Hann var afskap- lega fastmæltur og notaði þungar á- herzlur, þurfti ekki mörg orð og skild- ist þó vel öll hans meining. Hann not- aði oft orðatiltækið: ,,Já, beint það“. Og það var líka flest beint í fari þessa manns. Mundi þá ekki líka vera eitt- hvað bogið og lint í fari hinna sem að- eins tæpa á orðunum og fleyta sér á hundavaði yfir heilar setningar? Að kunna að nota málið er að kunna að hugsa. Frjó hugsun leiðir af sér frjótt mál og auðugt að blæbrigðum. Forfeður okkar leyfðu sér að vissu leyti fremur en við þann munað að hugsa. Þess vegna varð málið auðugt. Sjóndeildarhringur þeirra var auðvitað miklu þrengri, að mestu bundinn við dalinn og fjörðinn, í hæsta lagi við landið — og Brazilía, þar sem kaffið óx, var þá ekki nær en tunglið er nú í hugum manna. En forfeður okkar undu sér við að hugsa í fásinninu, höfðu klukkustund- um sanpn engan að tala við. Þeir glímdu við þær þrautir orðanna að koma skýrri hugsun fyrir í stuðluðu og rímuðu máli. Sú dægradvöl varð að Ijúfum leik sem nam þá á brott úr ein- manaleikanum. Hugsunin fékk eðlilegt starf, skýrðist og skerptist, og á þessari sífelldu viðleitni og glímu við tunguna lærðu þeir að skilja hana og æfðust í að notfæra sér fjölbreytni hennar og sveigjanleik. Hraðinn er í dag versti óvinur þess sem við köllum gott mál. Hraðinn tæl- ir menn til hroðvirkni, hugsunin verð- ur ekki nógu skýr og vill ruglast, og fyrir bragðið verður orðavalið óvandað og handahófskennt. Þetta á við um alla. En blaðamenn fá manna mest að kenna á því, því að þeim gefst naumast tóm til að hugsa nokkra hugsun nema einu sinni. Hún verður því að vera eins og hún kom fyrst. Og svo les allur landslýður og hneykslast á málfarinu. En sannleikurinn er sá að þeir sem út á setja eru sjálfir ekki færir um að fara sómasamlega með mál á þeim hraða sem nauðsynlegur er fyrir fréttamenn. Og ástæðan er ekki sú að þeir séu ekki nógu vel að sér í málinu, og ekki held- ur að þeir kunni ekki nógu vel að birta í orðum það sem þeir hugsa. Það staf- ar beinlínis af því að áður en málið getur verið gott þarf hugsunin að vera skýr og hún er oft ekki skýr bara vegna þess að heilmikið af forsendum vantar, drættir myndarinnar sem frétt- in lýsir eru óljósir, eða blaðamannin- um gefst ekki tóm til að hafa allt efnið skýrt í huga áður en hann hefur frá- sögnina. Eitt af því sem mundi bæta málið á blöðunum mest er að gera kröfur til blaðamanna um víðtæka þekkingu á sögu, landafræði og almennum málum. Slík þekking gerir menn færa um að skilja og skýra fra. Og snjallir málfræð- ingar mundu gera lítið betur en blaða- inenn gera nú ef þeir hefðu ekkert fram yfir þá annað en málþekkinguna. S. H. i stjörnurnar Kæri Astró. Mig langar mjög mikið að vita eitthvað um framtíðina. Ég hef svo mikla kvíða- og óttatilfinningu, og er hrædd við að vera ein. Kemst cg yfir þetta með tímanum? Hvernig verður með ferðalög og utanlandsferðir? Hvenær giftist ég og á ég eftir að eignast mörg börn? Ég hef um tíma verið með manni, sem fæddur er í júlí. Heldur þú að það verði eitthvað meira hjá okkur? Með fyrirfram þökk. Viktoría Björg. Svar til Viktoríu: Það kemur mjög greinilega fram í stjörnukorti þínu þessi mikla óttatilfinning. Við hana 10 FÁLKINN er nokkuð erfitt að glíma en sannarlega þess virði að reyna það og með tímanum muntu geta komizt yfir þetta. Sérstak- lega þegar þú eignast sjálf börn þá skaltu fyrir alla muni reyna að uppræta alla óttatil- finningu hjá þeim, og það mun um leið hjálpa þér til að komast yfir þina erfiðleika. Ég held að foreldrar reyni alls ekki nógu mikið að uppræta ótta og kvíða- tilfinningu hjá börnum sinum strax og hennar verður vart. Það er hætt við að þér mundi ekki líða vel ef þú værir gift manni sem drekkur. Maðurinn, sem þú nefndir í bréfi þínu er á flestan hátt mjög ólíkur þér, en það er ýmislegt, sem bendir til að þið gætuð orðið hvort öðru til gagns. Þú ert sterkust í hinum svokölluðu jarðmerkj- um en hann í eldmerkjum, þannig að þú hefur það sem hann vantar og hann það sem þig skortir. Hann hallast að þér vegna þess styrks, sem þú hefur. Þrátt fyrir allan þinn ótta og kvíða þá ert þú traust og. sterk þegar á reynir. Ég býst við að þú giftist fremur seint, ekki vegna þess að þér ekki bjóðist tækifæri, heldur vegna þess að þú hefur mikinn metnað í sambandi við giftingu og makaval. Að eðlisfari ertu nokkuð gagnrýnin, og það get- ur valdið misskilningi hjá vin- um þínum. Þú munt að öllum líkindum eignast fremur fá börn, en þó fer það nokkuð eftir því hvert merki er á fimmta húsi eigin- manns þíns. Heimilislífið yfir- leitt mun hafa mikið aðdrátt- arafl fyrir þig og þú hefur mik- inn metnað varðandi fjölskyldu þina og heimili. Þú átt eftir að ferðast til útlanda og hafa mikla ánægju af, en þú skalt samt vera varkár þegar þú vel- ur þér ferðafélaga, því þú verð- ur að geta treyst þeim, sem þú ferðast með, annars e.r hætt við að þeir kunni að spilla ánægj- unni fyrir þér. Þetta ár og það næsta mun á einhvern hgtt valda þér vonbrigðum en eftir það muntu sjá hlutina í skýr- ara' Ijósi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.