Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 9
METSÖLUPLÖTUR í HLJÓDFÆRAHÍÍSIIVIU Ég ætla að ræða dálítið um fimm vinsælustu hljóm- plöturnar í Hljóðfærahús- inu h. f. Hafnarstræti. í fyrsta sæti er „Long live love“ með Shandie Shaw. Hún syngur þetta lag einkar vel og ekki er undir- leikurinn síðri. Kinksplatan „She’s my friend“ rauk upp í annað sæti strax fyrsta daginn, sem hún kom í verzl- unina. „Set me free“, einnig með Kinks er nr. 3. Eitt af þessum lögum sem maður kann strax við. „He’s got no love“ skipar fjórða sætið. Því miður er hér á ferðinni frekar lélegt lag með hinum annars ágætu Searchers. í fimmta sæti er „Colours“ sungið af Donovan, en hann er mjög vinsæll í Bretlandi. Söngur hans er undar- leg blanda af cowboy- og þjóðlagasöng. Látum þá út- rætt um vinsældarlistann. TOP SIX heitir hljómplata, sem kemur út í byrjun hvers mánaðar í Bretlandi og eru á henn sex efstu lögin á vinsældarlista undangengins mánaðar. Þessi hljómplata kemur alltaf reglulega í Hljóðfærahúsið og vil ég mæla sérstaklega með henni fyrir þá, sem ekki binda sig eingöngu við frumútgáfuna á þeim lögum, sem ná vinsældum. Á hverri plötu eru sex lög og hún kostar aðeins 60 krónur eða 10 krónur lagið, og er hér um kjarakaup að ræða. Ekki eru gefin upp nöfnin á þeim, sem flytja þessi lög, en auðheyrt er, að þar eru engir viðvaningar á ferð, en þó eru söngvararnir í mis- jöfnum gæðaflokki. Fyrsta platan kom út í febrúar 1964 og síðan eru þær orðnar 19 talsins. TOP SIX selst yfir- leitt mjög vel hjá Hljóðfærahúsinú. Sem dæmi um það, er sú staðreynd, að verzlunin biður um fleiri eintök af þessari plötu í fyrstu pöntun, heldur en af nýrri Kinksplötu. Á plötu TOP SIX no. 18 eru m. a. „I’m alive“ og „Crying in the chapel“. Plata no. Í7 hefur að geyma t. d. lögin „King of the road“, „Long live love“ og „This little bird“. love“ og „This little bird“. (Þessi grein átti að koma í þættinum „í SVIÐSLJÓSINU“ fyrir nokkru, en féll út vegna þrengsla í blaðinu.) Þessi sérstæði klæðnaður er talinn ágætur í kvöldboðum. Þetta er ítölsk uppfinning. Það má einnig nota þennan fatnað sem náttföt, segja framleiðendurnir. — Eflaust ágætt. Beint í rúmið að sofa eftir langt og erfitt kvöld- boð. hr. Ga-Ga hefðu haft ánægju af að hlusta á framkomu Valsara, Frammara, Víkinga og Þróttara við mig, svo elcki sé minnst á Keflvíkinga, Akurnesinga eða Akureyr- inga. Næsti kafli nefnist JÓLIN. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.