Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 15
 Fyrir nokkru rœddum við um karlmenn við þrjár konur. Þetta viðtal vakti mikla athygli og umtal. í framhaldi af þessu viðtali fengum við til okkar þrjá lcunna menn til að spjalla við okkur um konur. í umrœðunum tóku þátt Agnar Bogason, ritstjóri Mándagsblaðsins, Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Háskólabíós og Jón Haraldsson, arki- tekt. Sigurjón Jóhannsson stjórnaði umrœðum og Oddur Ólafsson tók myndirnar. dæmdar, en þið verðið að gera ykkur Ijóst að þær verða alltaf dæmdar. JÓN: Já, kynþokki í göngulagi virðist vera feimnismál ís- lenzkra kvenna. Á meginlandinu er konan aftur á móti stolt af því að vera kona — hún er ekkert feimin við að ganga og geisla „sexi“. Hérna þorir hún yfirleitt ekki að gera slíkt! AGNAR: Rétt, hér vill hún helzt komast í verkalýðshreyfing- ■ una! Annars má segja um íslenzka kvenfólkið í heild að það er farið að skána. FRIÐFINNUR: Ég held að það sé að versna! JÓN: Auðvitað er þetta allt indælis fólk, hvað öðru betra og fallegra. En spursmálið er þetta — nýtur konan sín sem skyldi, sem kona? AGNAR: Skandínavar eru allir eins — þegar skandinavísk- ar stúlkur koma meðal suðrænna þjóða verða þær að plágu! JÓN: Það er nú anzi djúpt í árinni tekið. . . FRIÐFINNUR: Það finnst mér nú líka... AGNAR: Þið munið kannski eftir að spánski utanríkisráð- herrann kvartaði til sænska utanríkisráðherrans út af bless- uðu sætu, litlu, ljóshærðu stúlkunum ... JÓN: Mig minnir, að Svíar hafi sett upp sérstakt konsúlat á Mallorka til að sjá um þessa hluti, því að bréfaskriftirnar . á milli voru órðnar svo erfiðar ... FRIÐFINNUR: En hvað með ferðaskrifstofuna Sunnu? Við skulum annars sleppa þessu gamni — mín skoðun er sú að íslenzka konan sé afskaplega falleg, en hitt er annað mál, hvort hún kann að klæða sig eða hegða sér rétt. Konan er að mínum dómi nákvæmlega eins og mennirnir þeirra , eru ... AGNAR: Friðfinnur, konan er alltaf lægra sett en karlmað- urinn; Nefndu eitt einasta þjóðfélag þar sem konan er ekki lægra sett... FRIÐFINNUR: Konán er vitrari. hún þolir betur sjúkdóma og hörmungar . . ' JÓN: Ér þetta ekki bara orðaleikur? Konan er náttúrulega JÓN: Já, kynþokki í göngulagi virðist vera feimnismál íslenzkra kv'enna. sterkust í sínum veikleika — um leið og hún viðurkennir í orði kveðnu að eiginmaðurinn sé herrann í húsinu. Þarna skilur á milli hjá evrópsku og amerísku kvenfólki. Ame- ríska konan er orðin vön því að hafa herrann í húsinu eins ► FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.