Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 12
I f r Ég verð fyrst að segja ykkur frá Önnu og hvernig andlát hennar bar að höndum. Mér fannst ég vera meðsekur, af því að Marius átti hlut að máli og það var ég sem kynnti þau. Marius og ég vorum báðir að lesa læknisfræði. Ég tók nám mitt alvarlega, en hann ekki. Hann sagði að læknanemar yrðu margir góðir rugbyleikarar, og að þeir væru vinsælir hjá kvenfólki — hann hafði ekki hug á öðru. Hann var gjörsamlega ábyrgðar- laus, en það var hluti af aðdráttarafli hans og það var deginum ljósara, að stúlkurnar voru yfir sig hrifnar af honum. Hann var óvenjulega glæsilegur maður, hár og spengilegur með ljóst hár og brún augu. í saman- burði við hann vorum við óálitlegir og leiðinlegir. Hann lenti i margvíslegum ástarævintýrum fyrsta námsárið, og hann átti sök á ótal brostnum vonum meðal kvenstúdentanna. En hann virtist aldrei vera ánægður yfir sigrum sínum. Svo hitti hann Önnu. Ég hugsa að hann hafi elskað hana eins og honum var unnt. Hann sagði mér, að nú væri þetta öðru- vísi og í nokkra mánuði leit út fyrir að þetta sam- band myndi ekki rofna. Hann sleit sambandi við allar vinkonur sínar og umgekkst ekki aðrar stúlkur en Önnu. Svo virtist að hann gæti lifað fyrir hana eina. Og hún var elskuleg stúlka. Hún var lítil, grönn og hrífandi. Andlit hennar var hjartalaga og alúð- legt, augun blá og lifandi, og ef maður horfði í þau, sá maður undarlega glóð, sem kom manni til að draga djúpt andann. En hárið var það dásamlegasta af öllu, svo dásam- lega gullið, að í samanburði við það leit gull út eins og ryð! Marius og hún tóku sig mjög vel út saman. Allt hefði verið fullkomnað ef Marius hefði getað elskað hana eins mikið og hún elskaði hann. Einu sinni sagði hún við mig: — Ég og Marius erum eins og steypt í sama mótið. Hvað sem gerist, getur ekkert skilið okkur að. Vesalings Anna. Þetta samband varaði í eitt ár, svo fann Maríus aðra. í byrjun gat hún ekki trúað þessu En síðar, þegar sannleikurinn varð ekki um- flúinn, lagði hún sitt fagra hár sem náði niður að mitti, um hálsinn, og batt það fast í messingljósa- krónuna í herbergi sínu og hengdi sig. Húsráðandinn fann hana, einn morguninn og sagði mér að hann hefði veitt því strax athygli hve gyllt messingið hefði verið litlaust í samanburði við gullið hár hennar. 12 FÁLKINN SMASAGA EFTIR BETTY CDLSEN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.