Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 37
með okkur, sagði hun. „Svo
gef ?ég þér pípu á eftir og
geng frá þér. Þetta er rétt
að verða hálfnað."
„Hvað er að verða hálfn-
að?“ spurði Siggi.
„Útvíkkunin,“ sagði ljós-
móðirin og tyllti sér á sóf-
ann. „Kannski ég taki af
þér skýrsluna núna,“ sagði
hún. „Þá er það ekki eftir.
Ég get fyllt út kyn barns-
ins á eftir og þyngdina.“
„Það verður strákur,“
sagði Siggi.
„O, stelpur ku fæðast
líka,“ sagði Ijósmóðirin.
,íEkki hérna á þessu heim-
ili,“ sagði Siggi.
„Jæja,“ sagði ljósmóðirin.
„Ég hélt að þetta væri fyrsta
barn.“
„Það verður ekki það síð-
asta,“ sagði Siggi.
„Ertu nú viss um það?“
stundi ég.
„Jæja, þá skulum við
koma okkur að þessu,“ sagði
ljósmóðirin og byrjaði að
skrifa á blaðið sitt. „Nafn?“
spurði hún kurteislega og
hélt birópennanum á lofti.
„Nafn?“ spurði ég, svo
mundi ég hvað ég hét og
mér tókst að segja henni
það.
„Hvenær fædd?“ spurði
hún. „Staða?“
„Húsmóðir," sagði Siggi.
„Fótboltaekkja,“ Sagði ég.
„Ég skrifa bara húsmóð-
ir,“ sagði ljósmóðirin. „Hver
er heimilislæknirinn? Fyrsta
barn?“
„Já,“ sagði ég.
„Fram að þessu,“ sagði
Siggi. „En það verður nú
ekki lengi.“
Hefði ég vitað þá hve
sannspár hann yrði held ég
að ég hefði heldur kosið að
deyja.
„Hvað heitir maðurinn
þinn, blessunin?“ spurði
ljósmóðirin. „Hvað starfar
hann?“
„Skrifaðu bara húsmóðir,"
sagði ég. „Ég held að ég
murii ekki hvað hann gerir.“
„Skilgetið?“
„Ha?“ spurði ég .
„Eruð þið gift? Er hann
faðir barnsins?“
„Má ég fara að hátta?“
bað ég.
„Svona, svona blessunin,“
sagði ljósmóðirin. „Það er
ekki eins og eitthvað mikið
sé að ske. Þú ert bara að
eiga barn.“
Ég var samt drifin inn í
rúm og mér gefin pípa. Eftir
það hljóp ég út úr rúminu
á fimm mínútna fresti og
^\r
SUMHRRUKI
Til þess að auðvelda íslendi.iáUfn að lengja hið stutta sumar
með dvöl í sólarlöndum bjóða Loftleiðir ó tímabilinu 15. sept.
til 31. okt. og 15. marz til 15. maí eftirgreind gjöld:
Gerið svo vel að bera þessar tölur saman við fluggjöldin ó öðrum órstímum, og þó verður augljóst hve
ótrúleg kostakjör eru boðin ó þessum tímabilum.
Fargjöldin eru hóð þeim skilmólum, að kaupa verður farseðil bóðar leiðir. Ferð verður að Ijúka innan
eins mónaðar fró brottfarardcgi, og fargjöfdin gilda aðeins fró Reykjavík og til baka.
Við gjöldin bætist 7'/2% söluskattur.
Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög geta Loftleiðir utvegað farseðla til allra flugstöðva.
Sækið sumaraukann með Loftleiðum.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM.
OFIIEIOIP
rétt náði á klósettið, og er
ég þó viss um að ég hef
sett fleiri heimsmet í hraða.
Áður en ég vissi af var
ég komin í náttjakka, en í
náttbuxur fékk ég ekki að
fara, og það ekki þó allt
herbergið fylltist af karl-
mönnum, sem þóttust vera
læknar.
Hejmilislæknirinn minn
kom og kyssti mig á kinn-
ina. „Hvernig líður?“ spurði
hann.
„Bara vel,“ sagði ég og
reyndi að brosa. „Heldurðu
að þetta fari ekki að ganga?“
„O sei, sei, nei,“ sagði
læknirinn. „Það tekur sinn
tíma að eiga barn.“
Heimilislæknirinn minn
og hinir læknarnir fóru inn
í stofu til að fá sér kaffi og
koníak hjá honum Sigga.
„Kallaðu á hann,“ sagði
ég við ljósmóðurina.
Hún strauk yfir ennið á
mér og hristi höfuðið.
„Þú ert bara að eiga barn
blessunin,” sagði hún. „Viltu
ekki að ég strjúki á þér bak-
ið?“
,,Nei,“ öskraði ég.
„Svona, svona,“ sagði ljós-
móðirin. „Þú vilt þó ekk
gera manninn þinn hrædd
an?“
Mér var alveg sama hva:
um Sigga yrði, mikla kona
í hvíta sloppnum stakk nál
mig og næst þegar ég opi
aði augun sat Siggi á sto
hjá mér.
„Hvað vilt þú?“ spurði ég
„Ljósmóðirin sagði mé
að fara hingað inn og ver
hjá þér meðan hún fenj
sér kaffi og koníak eins o
læknarnir “
„Hvað er mikið eftir a
Fj;n~ih á bls 41
37
FALKri NN