Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 38
KYENÞJOÐIN
MTSTJÓRE: KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR
HEKLIÐ JÓLAKÁPUNA 06 HATT VIÐ
STÆRÐ: 2—3 ára.
Efni: Nál. 400 g meðalgróft ullargáfn Ijóst. 50 g dökkblátt hlið-
stætt garn.
Heklunál nr. 6. Heklað með tvöföldu garni.
Mynstrið: 1. umf.: 1 fastapinni, 1 keðjul., farið yfir 1., 1 fastapinni,
1 keðjul., farið yfir 1 1. o. s. frv.
2. umf. og áframhaldandi umf.: 1 fastapinni í keðjul.
umf. á undan, 1 keðjul., 1 fastapinni í keðjul.
umf. á undan, 1 keðjul. o. s. frv.
Bakið: Fitjið upp 64 keðjul. ineð tvöföldu garni og mynstrið heklað.
Eftir 3 cm er tekið úr hvorum megin og síðan með 5 cm. millibili á þann
hátt að sleppa 1. fastapinnanum í umf. Þegar síddin er 26 cm er tekið
úr fyrir handveg 3svar 1 1. hvorum megin. Þegar bakið er 40 cm, er
fellt af fyrir öxl þannig: heklið þar til 3 lykkjuhópar (1 fastap. -f- 1
keðjul.) er eftir annars vegar, snúið, heklið að síðustu 3 lykkjuhópunum,
snúið. heklið þar til 6 lykkjuhópar eru eftir, snúið, heklið að 6 síðustu
lykkjuhópunum. Gangið frá bandinu.
Framstykkið: Fitjið upp 34 keðjul. og heklið eins og á bakinu, en
takið þó bara úr við hliðarsauminn. Við fyrstu affellingu fyrir öxl er
einnig fellt af fyrir hálsmáli. Snúið við, þegar 2 lykkjuhópar eru eftir
við þann kantinn.
Ermar: Fitjið upp 28 keðjul. Aukið í beggja vegna eftir 4 cm. Aukið
út tvívegis til viðbótar með 4 cm millibili. Eftir 16 cm er tekið úr fyrir
handveg á þann hátt að minnka um 1 1. í byrjun hverrar umf. Þegar
ermin er 25 cm er gengið frá bandinu.
Frágangur og kragi: Saumið kápuna saman á röngunni. með aftur-
sting. Byrjið á kraganum 2 cm fyrir innan kantinn á öðru framstykkinu
og heklið kringum allt hálsmálið, þar til 2 cm eru að kanti hinum
megin. Aukið í við axlasaum í 2 fyrstu umf. Þegar kraginn er 6 cm
er gengið frá bandinu.
Heklið fastapinna með dökkbláu allt 1 kring á kápunni, þó ekki
framan á ermunum.
Saumið hnappa á vinstri boðanginn.
HATTURINN:
Efni: 100 g meðalgróft Ijóst ullargarn. Heklunál nr. 6.
Heklað með tvöföldu garni, fastapinnar.
Fitjið upp 3 keðjul. búið til hring. Aukið út í hverri lykkju í 1. umf.
Aukið síðan þannig út:
2. umf.: í annarri hverri lykkju. 3. umf.: í 4. hverri lykkju. 4. umf.: í
5. hverri 1. 5. umf.: 5. hverri 1. 6. umf.: í 7. hverri 1. 7. umf.: í 8. hverri 1.
8. umf.: í 9. hverri 1.. Heklið 2 umf. án þess að auka í. 11. umf.: í 7.
hverri 1. Heklið síðan 3 umf. án þess að auka í. Takið síðan úr í 4.
hverri 1. eina umf. Aukið síðan út fyrir barðinu í 5. hverri 1. og í næstu
umf. í 7. hverri 1. Heklið 4 umf. án þess að auka út. Gangið frá bandinu.
38
FALKINN