Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 14

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 14
FÁLKINN RÆÐIR VIÐ JÓHANNES Á GRÍMSSTÖÐUM, VIÐ MÝVATN, UM ÖRÆFA- FERÐiR LISTSKÖPUN, FUGLASKOÐUN, KISILGÚR, OG MARGT FLEIRA ATHYGLISVERT. ViðtaE og Ijósmyndir: RAGNAR LÁR. ViS sitjum í stofunni að Grímsstö'ðum við Mý- vatn, það er að segja í húsinu hans Jóhannesar Sigfinnssonar, en það er margbýlt á Grímsstöðum, eins og víðar í þessari sveit. Og Jóhannes situr sjálfur gegnt okkur og hefur við okkur tal. Hann er meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og hárið grá- sprengt. Augun hýrleg og framkoman fumlaus, enda er Jóhannes þekktur fyrir fugla og skordýra- rannsóknir sínar, en þær vísindagreinar krefjast að sjálfsögðu mikillar þolinmæði og skapstillingar. Auk þess er Jóhannes mikill ferðagarpur og svo er hann listamaður ofan í kaupið. — Einhvern tíma varst þú við teikninám, Jó- hannes? — Já, ég var einn vetur við teikninám hjá Ríkharði myndhöggvara. Það var veturinn 1923 til 1924. Þetta var kvöldskóli og teikning kennd eingöngu. Reyndar hafði ég áður fengizt við að mála og teikna, en man ekki svo langt að ég viti hvenær ég byrjaði á því, en það mun hafa verið áður en ég fór að draga til stafs. Þá var ég að teikna eitt og annað sem mér þótti athyglisvert. — Þá hefurðu teiknað meira en málað? — Ja, ég gerði það þá, enda hafði ég enga liti í fyrstunni. en síðari árin hef ég gert meira að því að mála.. — Hvernig gekk þér að ná í verkfæri tii iðjunn- ar? — Það var ekki svo erfitt, en fyrstu verkfærin voru bara blýantar, og það var ekki fyrr en ég kom til Ríkharðs að ég fór að nota penna til að teikna með. En svo kynntist ég Brynjólfi heitnum Þórðarsyni málara og þá fór ég fyrst að nota liti fyrir alvöru, mest olíuliti, og fékk leiðbeiningar hjá honum. Einnig málaði ég nokkuð með vatns- litum. en mun minna. Stundum mála ég smáskissur með vatnslitum og útfæri þær síðan í olíu. Á ferðalögum hef ég með mér smábækur sem ég mála í, eða teikna bau mótív sem vekja athygli mína. — Þú ferðast mikið um óbyggðirnar? — Fyrsta óbyggðaferðin sem ég fór, fyrir utan venjulegar fjárleitir, var Öskjuferðin árið 1922 í desember. Gosið hófst 17. nóvember og Guðmund- ur heitinn Bárðarson var settur til þess af ríkis- stjórninni, að athuga hvar gosið væri, og hve mikið. Hann setti sig í samband við okkur Þórólf heitinn í Baldursheimi, og fékk okkur til að fara suður í Öskju. Þangað fórum við gangandi og bár- um með okkur tjald og prímus. Við höfðum enga hvílupoka meðferðis, vildum frekar bera með okk- ur olíu á prímusinn en hvílupokana, eða mikið af skjólfötum. Við dvöldum tvo daga i Öskju, en ferðin tók okkur fimm daga í allt. — Hvaða leið fóruð þið? — Við fórum frá Baldursheimi. og þaðan beina stefnu milli Sellandafjalls og Bláfjalls á norðvestur- hornið á Dyngjufjöllum. Við fórum yfir fjöllin til að stytta okkur leið, en þegar upp var komið, undruðumst við hve fjöilin voru breið, en það tók okkur hálfan annan tíma að ganga frá brún- inni þar sem við komum upp, þar til við komum fram á brúnina á Öskju. Það er margt að sjá og skoða þarna á norðurfjöllunum, en það fer að sjálfsögðu framhjá flestum. Þarna má meðal ann- ars sjá útkulnuð , jarðhitasvæði. sem brennisteinn og leir sanna að hafi verið þarna. — Var mikið gos í Öskju í þetta sinn? — Nei, ekki hefur það verið. Eldstöðvarnar voru alveg hinum megin í Öskju, við Suðurskörðin og norður eftir miðjum dalbotninum. Gígar voru á þrem stöðum, ! beinni röð norður og suður. Annars er eldsprungustefnan í Öskju nánast hringlaga, en þó er þetta allt á hreyfingu. 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.