Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Page 9

Fálkinn - 25.10.1965, Page 9
TÚBMsiu n tln b úðirna r Grensásvegi — Nóatúni sími 21901 Aðalstræfi sími 24026 annars helzt að leggja þig/‘ bætti hann svo við. Ég fann að hann hafði alveg á réttu að standa. Það er eiginlega kominn tími til að ég fengi ljósmóð- urina og það eins og skot. ,,Hringdu,“ sagði ég og stundi. „Hringdu eins og skot.“ Siggi hringdi á Ijósmóður- ina. Siggi sagði henni að flýta sér, Siggi hringdi í lækninn og þá meira að segja tvo, Siggi setti vatn yfir í þrem pottum og stór- um katli, Siggi setti hreint á rúmin, og ég sat þarna í stólnum og beið og brosti eins og álka. „Hún er að koma,“ sagði Siggi hughreystandi. „Þau eru að koma, leiðrétti hann sig svo. „Vertu bara rólegur," sagði ég. „Rólegur?" sagði Siggi. „Ég er rólegur. Vert þú bara róleg.“ „Róleg,“ sagði ég. „Ég er róleg.“ Og þarna sátum við bæði; ég á stólnum mínum og Siggi á stólnum sínum. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum í þeirri von að tím- inn þangað til ljósmóðirin kæmi yrði styttri ef ég and- aði ekki nema í annað hvert skipti. Siggi sat á stólbrúninni og kreppti hnefana um arm- ana. „Hvernig líður þér?“ spurði hann. „Mér?“ svafaði ég. „Mér líður stói'kostlega.“ „Illa eða vel?“ „Hla.“ „Það er gott veður í kvöld, finnst þér það ekki líka,“ spurði Siggi til að skipta um umræðuefni svo ég hefði um eitthvað annað að hugsa. ,Jú, það er gott veður,“ sagði ég. „Það er bara hlýtt úti,“ sagði Siggi. „Já, það hefur vei'ið hlýtt í marga daga,“ sagði ég. „Kannski verður heitt á morgun líka,“ sagði Siggi og rödd hans titraði heilmikið. Ég beið þangað til mér ■tókst að svara rólega: „Ég er ekki viss um það. Ætli það rigni ekki á morgun?“ „Það var samt heitt í gær,“ sagði Siggi. „í gær?“ spuxði ég.“ „Já, í gær. Það var heitt í gær.“ Siggi spratt á fætur. Framh. á bls. 36 fjögurra hreyfla flugvél “ sjúkraflug 18410 “”"^18823 FLUGSYN FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.