Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Síða 2

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Síða 2
2 St.nlsrt.afiiaiJiil Lausnaroröið er frelsi Eftir Völu Pálsdóttur Nú á dögunum hófu félagar í Heimdalli herferð undir nafn- inu Frelsi. Atak þetta vakti heil- mikla athygli meðal annars fyrir það að þeir seldu RÚV-brauð á uppsprengdu verði í Kringlunni og léttvín á kostaverði á Irigóifstorgi. Til að forvitnast aðeins nánar um frelsishugmynd þessarra ungu sjálfstæðismanna, hittum við einn af stjórnarmeðlimum Heimdalls á Vegamótum, þar sem þeir höfðu verið að selja bjór á 79 krónur. Gunnlajígur Jónsson er stúdentum ekki ókunnugur, fyrr í vetur talaði hann um réttmætilögleiðingar fíkniefna. Gunnlaugur stundar náin við verkfræðideild Háskóla Islands og hyggst ljúka prófi nú í vor. En hver er hugmyndin að baki þessu átaki? „Hugmyndin er að kynna frelsi og hugsjónir ungra sjálfstæðismanna. I’að er örugglega fjöldi fólks sam- mála okkur en eerir sér ekki grein fyrir því að þetta eru grunnhug- sjónir í Sjálfstæðisflokknum. alla vega í Heimdalli sem kallaður hef- ur verið samviska flokksins.-1 Iug- myndin er að liver einstaklingur beri ábyrgð á sínu eigin lífi en ekki ríkið. Viö viljuin ekki ala fólk upp í þeirri trú að það beri ekki ábyrgð á lífi sínu sjálft. I>að er ekki líklegt að fólk fari ekki vel riieð líf sitt ef þaö er alið u]ip þaimig að það sé einhverjuni öðrum að keruia ef það stígur út af sporinu og fer sér að voöa. Bann við áfengissölu og öðru athæfi sem telst einstaklingnum skaðlegt deyfir ábyrgðartilfirm- ingu hans.“ Samrœmisl. þetta skoðunum ráð- andi manna innan Sjálfstœðis- flokksins? „Sjálfstaeðisflpkkurinn er stjórn- málahreyfing og það þurfa ekki allir að vera sammála. Þetta er ekki fótboltaleikur [>ar sem sama liðið stefnir aö því að skora í sairia inarkið. Ráðamenn eru ósamála suinu af því serri við boðum en við störfum af svipaðri hugsjón. Við viljum afnema innflutningstolla á grænmeti, þeir eru ekki á sama máli í þeim efnum. En hins vegar erum við sammála að það eigi að afnema skylduáskrift að Ríkisút- varpinu og einkasölu ríkisins á áfengi. Þeir hafa ekki náð þessti fram, því það þarf oft að fara inálamiðlunarleið í stjómmálum sem eðlilegt er.“ /’oið hefiur ofil verið talað um jmð að menn innari filokksins séu sam- mála ykkur í meginatriðum en />að þorir enginn að koma firam með þetta. „Já, ég lield að það sé í rauninni ágætt að forysta flokksins komi ekki fram ineð sumt sem við boð- um. Til dæmis væri ég ckkert ánægður með það að einhver úr forystu flokksins hefði koinið fram mcð það sem við voruin að boða fyrir áramót, lögleiðingu eitur- lyfja. Það va-ri ekki gott fyrir flokkinn, við ættum ekki að setja slík niál á stefnuskrá heldur mál- efni sem eru líklegri til að liljóta góðan liljómgrunn.“ Hver hafia verið viðbrögð almenn- ings og flokksmanna? „Við höfum fengið jákvæð við- lirögð úr röðum Sjálfstæðisflokks- ins aö því undanskildu að fram- bjóðendur á Suðurlandi voru æfir vegna auglýsinga um að afnerna tolla á innfluttu grænmeti. For- rnaður Islenskra garðyrkjubænda situr þar á lista. Það er ágætt að fá andstöðu frá hagsmunaforkólfum, það er fólk sem maður vill fá upp á móli sér. Að öðru leyti höfum við fengið góð viðbrögð alls staðar frá, mikið af pósti og inngöngubeiðn- um. Eg held að þetta átak hafi höfðað til margra, ekki endilega einungis þeirra er tilheyra Sjálf- stæðisflokknum. Flokkurinn hefur gjarnan haft þá ímynd að vera embættismannaflokkur, það er hann ekki og vill ekki vera það. Grannhugsjónir eru ekki einbætt- ismannakerfi, hugsjónirnar ganga út á það að eyða því, eyða valdi ríkisins og 1‘æra valdið til einstak- linganna. Að hver maður hal'i vald yfir sínu Iífi.“ fíeta landsmenn átt von áfileirum herferðum íframtíðinni? „Við stefnum á það að halda ál'ram að l'jalla um hin ýmsu frels- ismál en á næstuimi ætlum við að vinna að alþingiskosningunúm.“ Einhver skilaboð til stádenta/eitt- hvað að lokum? „Mín til skilaboð til stúdenta, án þess að ég geri ráð fyrir því að það verði endilega tekið mikið mark á mér, er að hætta þessu eilífa væli. Til að mynda út af námslánum. Því er skellt upp á forsíðu Stúd- entablaðsins að þuu dugi ekki fyr- ir framfærslu. Stúdentar eiga frek- ar að hugsa á þann hátt að maður eigi hlutina undir sjálfum sér koin- ið. Ekki að maður verði að krefja aðra um hamingju. I fyrsta lagi hefur maður ekki rétt á því og í öðru lagi tel ég að maður geti aldrei öðlast hamingjuna almenni- lega ef maður er að leita aö lienni annars staðar en lijá sjálfum sér. Og í'yrst: ég er að tala í Stúdenta- blaðið [)á vil ég þakka blaðinu fyr- ir níðgrein sem var rituð um föður minn fyrr í vetur, al höfundi sem ekki kom fram hver var. Þá vil éir O benda á það um leið að ég er skyldaður til að borga peninga í Stúdentaráð. Gjaldið er m.a. notað t il þess að standa strauin af kostn- aði við útgáfu Stúdentablaðsins. Eg vil nota það mál til að benda á mikilvægi þess uð fólk hafi frelsi til þess að ákveða livort það sé í þess- um samtökum og borgi peninga til þess. Þessi samtök eru m.a. að berjast fyrir allskonar stjórnmála- skoðunurn sem ég er ósannnála og eflaust l'jöldi háskólanema. Við megum ekki skylda fólk til aðildar að stjórnmólasamtökum.“ Nýsköpunarverðlaun Tækniþróunar hf. fyrir verkefni eða ritgerð við Háskóla íslands Ríflega hundrað fleiri umsóknir en í fyrra - ásókn í Nýsköpunarsjóð námsmanna Tæplega þrjúhundruð umsóknir um styrk bárust Nýsköpunar- sjóði í ár. Hundrað og sjötíu um- sóknir bárust í fvrra en ráðstöfun- arfé sjóðsins hefur ekki aukist á milli ára. Einar Mar Þórðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að ráðstöfunarfé sjóðsins sc of lítið og að Ijóst sé að margar verðugar umsóknir fái ekki styrk af þeim sökum. Hann segir að auka þurfi framlög til rannsóknarstarfs nein- enda á háskólastigi. „Mikið og gott starf hefur verið unnið fyrir til- stuðlan sjóðsins og garnan er að sjá hve rnikið er um framhaldsrann- sóknir í ár þar sem nemendur vilja þróa verkefni sín frekar. Mikil breidd er í umsóknmn og þær koma l'rá nemendum í ölltun skól- um landsins á háskólastigi.“ Þá segir Einar að hlutur fyrirtækja hafi aukist og að þau sæki í aukn- um rnæli uin slyrk til verkefna án þess að hafa ákveðna stúdenta í huga. „Þetta sýnir aö sjóðurinn liefur skipað sér sess á undanförn- um árum og styrkt tengsl sín við atvinnulífið.“ Nú fer í hönd mikil vinna stjórnar sjóðsins við að gera upp á milli þeirra verkefna sem borist hafa. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja væntanlega fyrir í lok apríl. I' yrir bestu tækninýjungina eru veittar tvöhundruð þúsund krónur strax. Auk þess er möguleiki á fjárstuðningi til að koma verkefn- inu í framkvæmd. Verðlaunaféð skiptist jafnl á milli leiðbeinanda og nemanda. Verkefnið verður að fela 1 ser ein- hvers konar fruingerð að verklæri sern leysir vanda í íslensku at- vinnulífi eða gæti orðið líkleg sölu- vara á einhverjum vettvangi at- vinnulífs. Leiðbeinandi verður að skila inn uppástungu ásamt grein- argerð um verkefnið til I ækniþró- unar hf, Tæknigarði, fyrir 15. maí 1999. Eingöngu koma til greina lokaverkefni eða ritgerðir sem unnið hefur verið að veturinn 1998-1999 í a.in.k. fimm eininga námi við Háskóla Islands. Leiðbeinandi og uemandi veita verðlaununum viðtöku við sér- staka athöfn sem fram fer í júní. I lægt er að nálgast nánari upplýs- ingar í afgreiðslu Tæknigarðs og á heimasíðu Rannsóknaþjónustu I láskólans.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.