Stúdentablaðið - 01.03.1999, Side 6
6
St,U[Ma[ilatM
Korterí fyrír kosningar
Þegar ég var litil átti ég frænda sem vann sem
háseti i millilandasiglingum. Þegar hann var i
landi hossaði hann mér á hné sér og lofaói mér
leikföngum, sem i þá tið fengust aðeins i út-
löndum. Ég var þvi að vonum yfir mig spennt
þegar við mamma tókum á móti honum eftir
túra. Stóru pakkarnir komu samt aldrei. Hann
henti í mig tyggjópakka eða blöðru og spurði
hvort ég þyrfti ekki að læra þvi fullorðna fólk-
ið ætlaði að tala saman. Þegar mér varð Ijóst
að loforðin yrðu ekki efnd trilluðu tár niður
vangana og vonbrigðunum var illa leynt.
Mamma brást illa við volinu, sagði mér að vera
þakklát fyrir það sem ég fengi, frænda 'bæri
svo sem engin skylda til að ofdekra mig enda
væri það börnum óhollt.
Stjórnmálamenn lofa nú hver ofan i annan
upp i ermar sínar og til að standa fyrri loforða-
listum skil eru einstaka kosningabærum hóp-
um sendir pakkar rétt fyrir kosningar, sem
þrátt fyrir fallega innpökkun eru mun rýrari en
loforðin gáfu til kynna fyrir fjórum árum. Við
stúdentar fengum eina slíka sendingu ekki alls
fyrir löngu og hana getum við bljúg þakkað
okkar ástkæra menntamálaráðherra. Orð móð-
ur minnar um vanþakklæti koma upp i hugann
og Björn Bjarnason er henni vafalaust sam-
mála.
En þeir meina þetta ekkert ilLa, stjórnmála-
mennirnir. Og þeir vinna gifurlega vanþakklátt
starf á lágum launum. Þeir hafa t.d. unnið að
miklum framförum hvað varðar kjördæmaskip-
an á liðnu kjörtimabili. Atkvæði okkar borgar-
búa munu nú nánast jafngilda atkvæðum
landsbyggðarinnar. Fyrir þessa leióréttingu
skulum við borga, en getur það varla talist
annaó en réttlátt. Tveir mitljarðar eru varla
mikið gjald þegar réttLætið er annars vegar,
enda verður það aldrei of háu verói goldið. Og
ekki er það ónýtt ef landsbyggðarþingmenn-
irnir fá eitthvað örlítið fyrir sinn snúð. Göng í
hvert einasta krummaskuó eru sjálfsögð Lífs-
nauósyn i góðærinu mikla og við í borginni
getum vel verið án stórkostLegra vegafram-
kvæmda enda fáum við annað og meira í okk-
ar hlut. Verum því þakklát fyrir það sem við fá-
um.
Korteri fyrir kosningar fer loforðamylLan í
gang. Yfirboðin eru endalaus og nú skal loks
greiða götu öryrkja og bótaþega, þegar við-
kvæðið aLlt kjörtímabilið hefur verið að þeir
skuli þakka fýrir það sem þeir hafa og muna
eftir svöngu börnunum í Afríku og öðrum sem
utan garðs liggja. Sómi stjórnmálamanna er
enginn og tiltrú almennings minnkar dag frá
degi. Hvaó hefur orðið um atvöru stjórnmála-
mennina sem höfðu prinsipp, hugsjónir og
eitthvað fram að færa? Fólk sem stóð fýrir mál-
efni hvað sem skoðanakönnunum um einstök
dægurmál liður. Hafa skal það sem betur
htjómar, er viðkvæði þeirra stjómmálamanna
sem við fáum að kjósa á milli í vor. GLamur
auglýsingastofanna bergmálar úr munnum
þeirra. Fólk í fyrirrúmi, endalaus uppspretta
starfa og engin man að fjórum árum Liðnum
hverju var logió í kapphlaupinu um þingsætin.
Ég afþakka tyggjópakka og btöðrur og er hætt
að taka á móti frænda full af tiltrú og vænt-
ingum.
Erna Kaaber
Björgvin gagnrýnir Björgvin
-iingir og upprennandi á netinu
Ungpólitíkusar nota
ýmsar aðferðir til að
koma sannleiksboð-
skapnum á framfærí.
Nú hafa með stuttu
millibili veríð settar á
laggirnar tvær
gróskumiklar vefsíður
með frelsisboðskapn-
um. Annars vegar vef-
síðan groska.is sem
ungt jafnaðar-og fé-
lagshyggjufólk heldur
úti og hins vegar ____________
frelsi.is sem Heimdall-
ur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík,
hefur umsjón með. Umsjónarmenn þessara vef-
síðna eru tveir háskólastúdentar sem standa
framarlega í sínum hreyfingum. Þeir eru Björgvin
eftir Döllu Olafsdóttur
G. Sigurðsson, heim-
spekistúdent og Grósku-
maður og Björgvin Guð-
mundsson, hagfræðinemi
og Heimdellingur. Piltarn-
ir hafa báðir látið til sín
taka í Háskólanum, Björg-
vin G. Sigurðsson sem
dugmikill rítstjórí Stúd-
entablaðsins og Björgvin
Guðmundsson sem farsæll
oddviti Vöku. Þeir kump-
ánar eru báðir þekktir
fyrír að liggja ekki á
skoðunum sínum og telj-
ast ötulir talsmenn sinna hreyfinga. Hollt er þó
hverjum manni að víkka sjóndeildarhrínginn. Því
þótti tilvalið að fá þá nafna til að skoða vefsíð-
ur hvors annars og gagnrýna með opnum huga.
C-3
Björgvin Guðmundsson,
ritstjóri frelsi.is,
gagnrýnir groska.is:
Björgvin G. Sigurðsson,
ritstjóri groska.is,
gagnrýnir frelsi.is:
Eldheitum hugsjónamönnum
hefur skotið upp kollinum á
vefnum að undanförnu og er
Björgvin G. Sigurðsson einn
þeirra. A groska.is fær hann
útrás l'yrir félagshyggjuhug-
myndir sínar ásamt öðrum
meðlimum í samtökunum. Það
íyrsta, sem blasti við mér, var
merki félagsins og þá vissi ég
að ég var kominn á þennan
stórhættulega stað félags-
hyggjuhugmyndanna. Eg
fylgdist mcð nokkrum svona
síðum og
leist vel á,
að fá strax
á upphafs-
s í ð u n a
texta til að
lesa nýupp-
f a: r ð a n .
I'aö sparar
tíma að
þurfa ekki
að Icita að
því nýjasta
og einfalt er
að fylgjast
mcð frá degi til dags.Á hcild-
ina litið kemur síðan vel út.
Ilún cr einföld, vinstri jöfnuð
og svo skorðuð af með guluin
borða hægra megin, þar sein
birtar eru stuttar og oft
skemmtilegar fréttir. Eirtnig
eru engar myndir og auðveldar
þaö fólki að sækja síðuna, hún
hleðst fyrr inn og líklegra er að
inaður nenni að taka frá
nokkrar mínútur til að lesa
bitrar frásagnir af stjórmnála-
ástandinu. Efnið er reglulega
uppfært, sem er grunnforsend-
an fyrir því að fá fólk í heim-
sókn aftur og aftur. Þó það sé
skemmtilegt að fá litlar mynd-
ir birtar í efsta borðann, þegar
smellt cr á undirsíðurnar, eru
þær þó ekki eins skemintilcg-
ar. Þarna er annað hvort sama
efni og birtist á forsíðu cða ít-
arlcgri umfjölhin um böl
hcimsins. Einnig eru þar nauð-
synlegar
upplýsingar
um stjórn,
miðstj órn
og forvitni-
legt er að
lesa verk-
efnaskrá
ríkisstjórn-
ar grósku-
m a n n a
fyrstu 100
dagana, en
þar lýsa
þeir hvcrnig
aðgerðir þeirra muni í raun
skerða lífskjör almennings.
Síðan lítur vel út. Er stílhrein,
reglulega uppfærð og alls ekki
þung í hleðslu. Uppbyggingin
er rökrétt og hægt er að flakka
á milli undirsíða án þess að
fara alltaf á foreíðu á milli.
I fins vegar er gagnrýni á efnis-
tök síðunnar efni í fjórar til
fimm svona greinar.
Eg vil byrja á því að taka það
frain að ég er afskaplega
ósammála flestu, þó ckki öllu,
því sem stendur á vefnum
frelsi.is og Heimdallur, fclag
tingra Sjálfstæðismanna í
Reykjavík, lieldur úti. Enda
sannfærður félagshyggjumað-
ur. En ckki ætla ég að láta tak-
markalausa
andúð mína
á pólitík
þ e
I lci rndel 1 -
inga glepja
mér sýn og
dæma vef-
inn óháð
því. Vefir
sem eru
uppfærðir
daglega eru
kærkomin
viðbót í
flóruna en
gróskan í
stjórnmála-
vefum er að
v e r ð a
nokkur á
Islandi oe
er frelsi.is
góð viðbót
við í flóruna. Hann er aðgcngi-
legur og skýr, í miðjunni er það
nýjasta sem inn á hann hefur
verið sett sem oftar cn ekki er
lengra mál uni hvaðeina sem
þeim dettur í liug að fjalla um.
Til hliðar eru slóðir sem þeir
Heimdellingar mæla með að
lýðurinn kíki á. Frelsi.is er í
þyngri kantinum. Til að endast
sem lesandi verðtir þú að vera
afar sannfærður um útópíu
þeirra um stjórnvaldslaust
ríki. en sem skilaboðaskjóða
fyrir öfgakemida frjálshyggju
er vefurinn fínn og útlitið
ágætt. Það
er völlur á
mönnum og
a u g I j ó s
metnaður
hjá ritstjór-
unum og
óska ég
nal'na mín-
um og vini
til ham-
ingju með
það. Gall-
inn cr sá að
sjónarhorn-
ið er þröngt
og efnistök
þessa daga
síðan vefur-
inn hóf
göngu sína
n o k k u ð
k e i m 1 í k .
Það vantar
frjálslega skrifað léttmeti í
bland við þyngri pælingar sein
eiga að sjálfsögðu áfram að
vera uppistaðan, enda niark-
miðið að cfla púlitíska umræðu
og koma skoðiinum sínum á
framfæri.
"Það fyrsta, sem blasti
við mér, var merki félags-
ins og þá vissi ég að ég
var kominn á þennan stór-
hættulega stað félags-
hyggjuhugmyndanna."
„Til að endast sem les-
i r r a
andi verður þú að vera af-
ar sannfærður um útópíu
þeirra um stjórnvaldslaust
ríki, en sem skilaboða-
skjóða fyrir öfgakennda
frjálshyggju er vefurinn
fínn og útlitið ágætt."