Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Page 13

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Page 13
StiiileiitaftlaM 13 Finnsk gufubaðastemning í Þj óðarbókhlöðunni Framadagar voru haldnir í fimmta sinn nú í byrj- un mars. Það er AIESEC, alþjóðlegt félag við- skipta- og hagfræðinema, sem stendur fyrir þess- um dögum. Á Framadögum hefur nemendum við Háskóla íslands verið gefinn kostur á að sækja fyrirlestra og síðan á hápunkti dagana, sýningu, þar sem fyrirtæki af atvinnumarkaðnum kynna starfsemi sina. Frá því að dagarnir voru haldnir fyrst, 1995, hef- ur niikið valn runnið til sjávar. Fyrirtækin hafa áttað sig á mikilvægi þéssara daga, ekki hara það að kynrta starfsemi sína, á livaða vettvangi þeir helst starfa, heldur líka áherslu þess að komast í samband við framtíðarstarfsmenn, tengjast nem- endum Fláskóla Islands. Fyrst í stað má segja að fram hafi farið hálfgerð vörukynning ert í dag er þetta fyrsta stigið í átt að atvinnutækifæruin fyrir nemendur eðtt <tð samstarfi með lokaverkefni. Fyririestrar vel sóttir Framadagar, atvimiulífsdagar Háskóla ísiands, .voru settir miðvikudaginn 3. inars. Fyrstu tvo dagana voru í boði liádegisfyrirlestrar. Drífa Sig- urðardóttir lijá Price Waterhouse Coopers og Frosti Sigurjónsson frá Nýherja riðu á vaðið. Koinust færri að en vildu á fyrirlestur Drífu og var stofa 101 í Odda þétt setin. Drífa upplýsti og gaf nemendum góð ráð varðandi starfsviðtöl og starfs- ferilskrá, þótti fyrirlesturinn mjög gagnlegur á all- an hátt. Fyrirlestur Frosta var um upplýsinga- tækni og var í senn fróðlegur og skemmtilegur. A fimmtudeginum talaði Böðvar Þórisson frá Flögu um hátækni frá tslandi, Sólveig Gísladóttir um nám erlendis og voru báðir fyrirlestrarnir ágæt- lega sóttir. Hins vegar fyllti Bjami Ármannson frá FBA sal 4 í Háskólabíó er hann ræddi um fjár- málainarkaðinn. Komnir til að vera Dagarnir voru í alglcymingi þegar Finnur Ingólfs- son klippti á borðann á sýningu fyrirtækja í Pjóð- arbókhlöðuuni. Það sýndi sig og sannaði að Framadagarnir eru búnir að festa sig í sessi. Þau fyrirtæki sem fylltu anddyri Þjóðarbókhlöðunnar voru öll reiðubúin að svara spumingum nemenda, taka við atvinnuumsóknum og veita upplýsingar um starfsemi sína. Fyrirtækin voru í reynd mis- mikið undirbúin en sýnt þótti að ilest þeirra liöfðu undibúið sig vel og lagt mikla vinnu í þetta. Sér- staklega er vert að nefna Fjárfestingarbankann sem kom á laggirnar sérstakri nel’nd setn setti sér skýr markmið hvað þeir vildtt fá út úr þátttök- unni. Einnig vöklti Landsbréf, Kaupþing og Pricc Waterhouse Cooper athygli. Þá létu nemendur ekki á sér staiida, dagurinn var vel sóttnr og höfðu margir hverjir starfsferilskrár tilbúnar. Atvinnu(.ekifæri Atvinnurekendur voru flestir ánægðir með af- rakstur dagsins. Dagurinn var vel skipulagður af liálfu framkvæmdanefndar, fyrirtækin gengu að bástim sírnun vísum og kl. 12. þegar Páll Skúla- son, rektor, tók til ináls, voru allir komnir í rétlu stcllingamar. FuIItrúum fyrirtækjanna þótti áber- andi hvað margir nemendur voru tilbúnir með umsóknir, flestir þó að lalast eftir sumarvinnu. Margir fengu fyrirspnrnir unt verkefni og eins um möguleika á framtíðarstarfi. Þeir hefðu þó viljað sjá fleiri nemendur sein eru að ljúka námi nú í vor, jafnvcl þó nemendur séu konmir tneð vinnu þá ættu þeir að skoða ltvað annað er í boði. Þá voru flestir á því máli að anddyri Þjóðarbóklilöðunnar va'ti ekki nægilega stórt og þyrfti að liuga að því fyrir næsta ár að finna sýningunni hentugra luis- næði. Gunnar Páll Tryggvason, formaður fram- kvæmdanefndar, á veg og vanda að dögimuin að framadaganefrid ólastaðri. Vinna nefnda undan- farinna ára liefur skilað sér, markaðssetning dag- anna eiiinig og fór svo í ár að lærri fyrirtæki koniust að en vildu. Nefndin í ár stóð vel að Framadögum í alla staði og eiga rós í lmappagat- ið skilið. Framadagar eru komnir lil að vera.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.