Stúdentablaðið - 01.03.1999, Síða 22
22
Stiidentiafilaifitf
Eftir Helen Maríu Ólafsdóttur
Ohælt er að segja um Islendinga að þeir
séu sannir heimsborgarar. Mörlandinn
flutti úr torfbæjunum og keypti sér farsíma.
Island er af íslendingum álitið miðja al-
heimsins en þrátt fyrir óbilandi trú á eigið
ágæti leitar fjöldinn allur af ungu fólki út
fyrir landsteinana á ári hverju í leit af ævin-
týrum og nýjum tækifærum. Margir íslensk-
ir námsmenn kjúsa að fara í nám erlendis og
má kannski færa rök fyrir því að einmitt þar
liggi útþenslustefna Islendinga.
Upplýsingar og tungumálapróf
Það getur tekið langan tíma að sækja um
nám í erlendum skúhim og í flestum tilfell-
urn þarf að taka tungumála- eða stöðupróf.
Fullhrightstolnunin á íslandi heldur stöðluð
próf með stuttu millihili og er hargt að skrá
sig mcð stuttum fyrirvara. Það er þó ráðlegt
að vera tímanlega því niðurstöður úr próf-
unum berast oft ekki fyrr en mánuði eftir að
próf vont tekin. Ef ekki fæst fullnægjandi
níðurstaða úr prófunum getur sá sem prófið
þreytir þurft að bíða í nokkra mánuði áður
en hann fær tækifæri til þess að taka þau
aftur. Oft fcr mikill tími í að alla sér upplýs-
inga um álitlega skóla og námsgreinar í
boði. I pplýsingar um erlenda skóla er auð-
vt;lt að nálgast á internetinu í gegntun
heimasíðu Háskólans og svo iná auðvitað
leita aðstoðar hjá Alþjóðastofnun Háskól-
ans. Best er að hafa samband strax við þá
skóla sem kotrta lil greina og láta þá senda
sér kennsluskrá enda bjóða flestir skólar
upp á að senda kennsltiskrána endurgjalds-
laust. Skólar fara fram á mismunandi inn-
tökuskilyrði og umsóknarfrestur getur
einnig verið mismunandi. I’ess vegna er ráð-
legt að hefja leitina ári áður en fyrirhugað
nám hefst.
Hvað kostar námið?
Áður en farið er af stað í leit af skóla eða
nómi er gott að gera það upp við sig hvaða
lönd korna til greina. Margir
íslendingar stunda nám í
Bretlandi, Bandaríkjunum
og ó Norðurlöndunum.
Áætlaður kostnaður ákvarð-
ar gjarnan hvaða skólar og
lönd koma til greina og kost-
ar það yfirleitt minna fyrir
íslendinga að stunda nám á
Norðurlöndunum en t.d. á
Bretlandseyjum og í Banda-
ríkjunum. Margir nemendur
fjármagna nám sitt með lán-
um fró Lónasjóði íslenskra
námsmanna og því er róð-
legt að kanna hvort þaö nám
sem sótt er um sé lónshæft
því í umsóknum margra
skóla er spurt hvemig nem-
andi hyggst fjármagna náin
sitt. Ilægt er að fó staðfest-
ingu hjá LÍN um lánshæfni
til að senda ineð umsókn.
Nám í erlenduin skóla sem
ekki veitir mastersgráðu eða
harri gróöu er ekki lánshæft
hjó LIN en í flestum tilfell-
um veitir Lánastjóðurinn þó
framfærslulán sem samsvar-
ar allt að 75 þúsund krónum
á mánuði (upphæð fer eftir
svæðurn og borgum). Bétt
eins og í Hóskóla íslands
krefst Lánasjóðurinn full-
nægjandi frammistöðu í
námi og lánið er greitt eftir
að einkunnir eða námsmat
berst sjóðnum. Umsækjend-
ur ættu að athugahvort þeir
eigi rétt eða inöguleika á
styrkjum. Upplýsingar um
styrki er hægt að fá hjá
Menntamólaróðuneytinu og
erlendum sendiráðum.
Brctland er spcnnandi námsland.
Margir nómsmenn kjósa að l'ara til Bretlauds
fyrst og freinst vegna tungumálsins en oft
liggja þó aðrar og dýpri ástæður að baki.
Fjöldan allann af háskólum er að finna í
Bretlandi og áðnr en lengra er haldið er |iví
gott að velja viðeigandi nám og skoða skól-
ana út frá því. Á tneðan sumir kjósa að búa
í iðandi stórborgum velja
aðrir hæglátari staði. Nokkr-
ar borgir s.s. Catnbridge, Ox-
ford og Edinborg eru þekkt-
ar háskólaborgir en
flesta háskóla er þó
að finna í Lundún-
um. Það er ekki
erfitt að finna nám
við sitt hæfi í Bret-
landi enda er fjöl-
breytnin næstum
því yfirþyrmandi.
Með því að fara inn
á upplýsingaveitur
á heimsíðu Háskóla
íslands er hægt að
fó yfirlit yfir næst-
um alla háskóla í
Bretlandi í stafrófs-
röð. Það getur tekið langari
tíma að renna í gegnum allan
listann en það er vel þess
virði. Skólagjöld eru að irieð-
altali 700-900 þúsund krón-
ur ó ári og áætlaður fram-
færslukostnaður er uin 600-
800 þúsund krónur ó ári.
Læknisfræði, verkfræði og
viðskiptanám getur þó kost-
að allt frá 1.5 milljónum
króna. Erlendir stúdentar
geta oftast fengið herbergi á
heimavist og í sumum tilfell-
um aðstoðar skólinn nem-
endur við að finna sér hent-
ugt leiguhúsnæði. Að búa á
heimavist er ódýrara en að
leigja íbúð á almennuin
leigumarkaði. I stórum borg-
um getur verið dýrt að leigja
íbúðir og dýrast er að leigja í
Lundúnum.Þegar íslenskir
nárnsmenn eru spurðir um
kosti þess og galla við að
læra í Bretlandi, utan náms-
ins, telja flestir að fjölbreytt afþreying og
menningarlíf sé helsti kosturinn. Auðvelt er
að ferðast innanlands þó að lestargjöld séu í
dýrari kantinum. Þá er matur ódýrari en á
íslandi og stór bjór kostar einungis 220
krónur. Skólarnir eru misstórir en margir
þeirra bjóða upp á frábæra aðstöðu og ríkt
menningarlíf. Þeir sern leigja húsnæði benda
á að dýrt er að kynda það, vatnið er dýrt og
oftar en ekki tekur langan tíma að hita vatn
til afnota. Til þess að hfa veturinn af er því
ráðlegt að hafa með sér föðurlandið. Banka-
stofnanir og aðrar þjónustustofnanir gcta
verið svifaseinar og það tekur þrjá daga að
leysa út eina ávísun. Bretar kunna reyndar
að mynda einfalda röð sem vegur upp á móti
seinagangi í ávísunamálum.Þegaröllu er á
botninn er hvolft fær Bretland ágætis ein-
kunn sem nómsland og má búast við að sí-
fellt fleiri nemendur lari í náin til Bretlands
í náinni framtíð. Því miður veitir aðild Is-
lendinga að Evrópska efnahagssvæðinu ekki
sömu réttindi og aðihl að Evrópusam-
bandsins, svo sem lægri námsgjöld. Fyrir
nóm í Bristol háskóla borga nemendur Iró
ESB ríkjunum aö meðaltah 300 þúsund ís-
lenskar krónur fyrir eins árs nám en nem-
endur frá löndum utan ESB borga rúmar
800 þúsund krónur fyrir sama nám og lilýt-
ur þessi inunur að skýra hvers vegna fleiri
leita ekki eftir námi þar.
Nokkrir skólar í Bretlandi sem vcrt er að
skoða: Cambridge, Oxford. Balh. Bristol.
Goldsmith, City, Westminister, London
School of Ecnonomics, Manchester Metro,
Kent, Edinborg og Belfast. Flafa skal í huga
að margir hóskólar sérhæfa sig í ókveðnum
greinum.