Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 31

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 31
sydenliÉlaifitf 31 m Rsvnslusagð úr Hsifkjavík Froskmenn og fögur flögð Þormóður Adólfsson, kafari hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Þormóður hefur löngum verið dugmikillí starfi sinu við köfun og iðulega hefur verið leitað til hans þegar vinna þarf erfið störf í undirdjúpunum. Erfiðleikar Þormóðs hófust fyrir nokkrum mánuðum þegar hann lét undan fláráðum símasölumanni sem sannfærði hann um gildi nafnspjalda. Starfsheitið kafari átti að vera á nafnspjaldi Þormóðs en sölumanninum þótti það ekki nægjanlega rismikið heiti á svo ábúðamiklu starfi og sannfærði Þormóð um að setja heldur „froskmaður" á nafnspjöldin. Eftir það varð fjandinn laus. Smám saman dreifðust þessi upplýsingaspjöld um borg og bý og áður en varði virtust allir vita að Þormóður væri froskmaður. Hann skynjaði i fyrstu enga breytingu á umhverfi sínu, undi sæll við sitt einfalda lif sem einhleypur kafari í sinni þriggja herbergja íbúð. Þormóður var glaður í sinni svo fremi sem hann átti hreint sokkapar að morgni og nærbuxur annan hvern dag. Ýsu hafði hann oft í matinn enda staðgóður málsverður auk þess sem auðvelt er fyrir kafara með sambönd niður á kæja að nálgast sporðinn. En smám saman færðist skuggi yfir líf Þormóðs sem lét það eftir sér að skreppa á kaffihús eða öldurhús um helgar til þess að brjóta upp tilbreytingarleysi daglegs lífs. Konur virtust vera farnar að gefa honum hýrt auga. Ekki það að Þormóði líkaði athyglin illa enda maður með heilbrigðar hvatir og þarfir, en eitthvað þótti honum undarlegt blikið í augum stúlknanna sem störðu á hann. Eitthvert hungur skein úr augum þeirra og gjarnan settu þær stút á varirnar þegar hann horfði í átt til þeirra. Þetta teiddi til þess að Þormóður sat lengst af þögult með nefið ofan i ölkrús sinni og forðaðist að h'ta upp. En stúlkurnar færðu sig uppá skaftið og þrengdu sér smám saman nær. Kvöld eitt gat ein konan engan vegin hamið sig Lengur, skaust upp að honum kvik í hreyfingum og heimtaði af honum koss. Þormóður var hvumsa og starði skelfingu tostinn á konuna sem otaói að honum stútlöguðum vörunum með hátflukt augu. Hann gat þó stunið upp spurningu um það hvi í ósköpunum hann ætti að kyssa stútkuna. Þú ert jú froskmaður sagði stúlkan og á meðan hún skýrði málið frekar hvítnaði Þormóður af sketfingu. Stúlkan fræddi hann um þann draum altra stúlkna að hitta fýrir prins sem hefur verið hnepptur í álög og gert að búa i tíki frosks. Finnist sh'kur froskur og sé hann kysstur breytist hann aftur i prins og getur gifst stútkunni í Háteigskirkju. Prinsadraumurinn hefur aðlagast og er nú nauðsyntegt að prinsinn eigi kvóta og sé þar með sonur kvótakóngs, skýrði stútkan áfram. Þormóður Adótfsson kafari var næstum orðtaus en hétt uppi vörnum og sagðist ekki vera neinn froskur. Stúlkan lét sér ekki segjast og reyndi itrekað að smella á hann kossi. Atgangur hennar virtist hteypa lífi í annan kvenpening staóarins sem töldu að verið væri að steta prinsi fyrir framan nefin á þeim. Þyrptust þær að Þormóði, allar með stútsettar, misfagurtega litaðar varir. Kysstu mig froskmaður, sögðu þær og þrengdu sér nær. Áður en Þormóði tókst að htaupa af sér kvennaskarann hafði nokkrum þeirra tekist að smyrja varalit á kinnar hans og þannig skreiddist hann inní tittu ibúðina sína, sveittur og móður með rauðteita tauma á andlitinu. Daginn eftir hristi hann atburði kvötdsins af sér og skýrði þá sem ötvunarmaniu futls tungts, þangað til hann snaraói sér inn á kaffihús um miðjan dag. Hann var vart sestur til borðs þegar hann heyrði að kliður fór um satinn og konurnar risu úr sætum hægum hreyfingum með brjálsemisblik í augum. Þormóður Adólfsson kafari flýði af hólmi og hefur ekki farið útúr húsi síðan. Hann situr heima öll kvöld, tetur ptöggin í sokkaskúffunni sinni og btótar nafnspjaldasölumanninum sem tagði á hann að breytast í froskmann. (höfundur er ábyrgðartaus) Uvei’jii* bpu livað! Framadagar hófust miðvikudaginn 3. mars með há- degisfyrirlestrum i Háskólabíói, dagarnir voru i al- gleymingi á föstudeginum þar á eftir þegar fyrir- tækjum gafst kostur á að kynna starfsemi sína fyr- ir nemendum háskólans. Fremstur í flokki fríðs hóps fór Gunnar Páll Tryggvason, formaður framkvæmda- nefndarinnar, honum tit fulltingis var Helgi Ey- steinsson en einnig sáust Sveinn Eyjólfsson, bretta- og Frjálsrar fjölmiðlunarmaður, Vilborg Ein- arsdóttir, Darri Johansen, Hafnfirðingur, Björn Ár- sæll, Marelmaður, gsm-auglýsingarleikari og fjár- öftunarmaður og Þórmundur Jónatansson, upptýs- ingamaður Flugleiða. Margir nemar lögðu leið sina upp í Þjóðarbókhlöðu í von um sumarvinnu eða framtíðarstarf. Vilhjálmur Þróttari Vilhjálmsson leiðbeindi Perlu Dögg, ungmódeli og atvinnuum- sækjanda, um útfyllingu á starfsumsókn. Þá stóð Arnór Hauksson, fyrrverandi Gettu beturmaður, hjá bás Búnaðarbankans en hann tók einmitt FulL Monty svo eftirminnilega á árshátíð íslenskunema. Talandi um þá árshátíð, líklega eini maöurinn sem hefur afrekað það að fara á Vegas i lögregtufyld er Atli Steinn Guðmundsson, en hann brá sér rétt sem snöggvast af árshátíðinni tiL að líta fríðar dans- meyjar þar á bæ. Félagarnir, Læknanemarnir og vin- ir gamla fólksins á Grund Steinarr Björnsson og Sturla Björn Johnsen komu til að sýna sig og sjá aðra, systkinin Þóra Karitas og Einar, kvikmynda- gerðarmaður, Árnabörn einnig, þá Ólöf Andra Proppé, kommi og Viðar PáLsson, einnig fyrrverandi Gettu beturgæi. Þeir eru margir sem sýnt hafa gáf- ur sínar i Gettubetur og stunda nám í háskólanum. Sveinn Guðmarsson, Nesvinur, Viðar Pálsson, Kjart- an Björgvinsson, Kolkrabbamaður og Óli Jó, vinur Stefáns Pálssonar. Parið Eðvar Bjarnason og Berg- lind HalLgrímsdóttir, háskólaráðskona tóku hring í hLöðunni og að Lokum Sunna Jóna Guðnadóttir, nespia. í Lögbergi eru menn að ná áttum eftir árshátíð Orators, formaður féLagsins AtLi, betur þekktur sem Johnny Bravo, hvíldi lúin bein á kaffistofunni, á næsta borði sátu vinkonurnar Anna Sigríður ELLerup og GunnhiLdur Pétursdóttir, DalLasmaðurinn Jónas Þór Jónasson, stóð í röðinni og beió eftir af- greiðslu. VersLóklúbburinn af 1. árinu beið eftir tíma, en hann samanstendur af ekki mætari mönn- um en Tómasi Eiríkssyni (Eiríkur Tómasson), Jakobi Má Stefánssyni (Stefán Már Stefánsson) og Guð- mundi Siemsen. Að Lokum sást glitta í blómarósina, 1 Ástu SóLlilju, Ingva Snæ Einarsson, Sjónvarpsþulu- son og þá Eggert Jaka, enskuleikritamann. Að vanda er mannmargt í Odda, Júlíus Fjeldsted, skólastjórasonur, vann að verkefni, Ottó Karl Ottós- son, sem bátbeinsbrotnaði nú um daginn, sat i töLvunum, Einar kvótaeigandi og Daði nesbúi drukku kaffi í rólegheitunum, Þórir Waagfjörð, vík- ingaLeikari og Eva Bergþóra, Fluffa og fyrrverandi Ríkissjónvarpsfréttakona fylltu bolLa sína aftur af kaffi. Systkinin Örvar K., verkfræðinemi og Arna, spænskunemi, Jónsbörn voru á röltinu. Þá voru fLeiri sem unnu að verkefnum í viðskiptafræðinni, Stefanía Björg Eggertsdóttir, Danavinur, Kristbjörg Jónasdóttir, en hún er kona eigi einsömul, Frið- finnur R. Sigurðsson, verðandi faðir, en þess ber að gæta að þau tengjast á engan hátt. Giorgio Bar- ucheLlo, beið eftir vinum sinum og háskólaráðskon- an Fanney KarLsdóttir var á Leið heim og HeLga Zöega en hún væntir sin nú í sumarbyrjun. Ágústa Hrönn Gísladóttir, þolfimileiðbeinandi, var á leið út í Þokkabót að kenna Body Pump. Þeir sem vilja koma sér í besta formið ættu að athuga sætasta einkaþjáLfarann þar á bæ, Magna. Hann reddar stinnum rössum og góðum kössum. MeóaL háskólastúdenta þar má finna grænjaxLinn, Bryn- disi Björk Ásgeirsdóttur, Ólaf Stigsson, knatt- spyrnuhetju úr Val, félaga hans Lárus Sigurðsson, fyrrverandi ritara Listamannafélagsins Friðriks, Brynju Björk Haróardóttur, fyrrverandi ungfrú Is- Land, Svönu M. Daviðsdóttur, Kristinu Birgittu Tóm- asdóttur, SigurLaugu Benediktsdóttur, KR-ing og Brynju BaLdursdóttur, LÍN-konu. Að Lokum má nefna nokkra úr húsi verk og raun, Daða Damon Árnason, yfirkLósettpappírssölumann knattspyrnufélagsins Vals, yngismeyna Magnesi Signý Ásgeirsdóttur, HeimdeLLinginn Hannes Þór Hauksson, Skarphéðinn Halldórsson og Brusselfar- ann ÓLaf Jón Björnsson. Þá er að vanda þar að Lestri Eva Hlín Dereksdóttir, Logi Viðarsson, Kristín Konráðsdóttir, og Gunnar Geir Gunnarsson. Oretitt kait nat Telur þú að tillögur um að kynna ástæður hvalveiða hjá viðskiptaðþjóðum íslendinga, sem Sjávarútvegsnefnd tagði fyrir Alþingi, komi til með að auka skilning hjá viðskipta- þjóðunum á mikilvægi hvalveiða ístendinga og greiða fyrir viðskiptum með sjávarút- vegsafurðir íslendinga ef hvalveiðar verða hafnar að nýju? Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Kynningar og markaðar ehf.: Það leysir ekki vandann en hjálpar til að auka skilning á málstaðnum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.