Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 9
Við ættum að framkvæma Með skynsamri hagstjórn og markvissri og skipulagðri stefnu í atvinnumdlum hefur skapast svigrúm til að rétta hag barnafjölskyldna og auka hlut menntamdla í ríkisdtgjöldum. 4 til 5 milljarða r fjölskyldumál Við ætlum að ráðstafa 4-5 milljörðum króna, til viðbótar við það sem nú er gert til lífskjarajöfnunar og til að tryggja réttláta skiptingu þjóðartekna. Við ætlum að gefa út barnakort sem veita foreldrum fastan skattafslátt á hvert barn að upphæð kr. 30.000,- á ári. Barnakort komi til viðbótar barnabótum og ónýttur afsláttur verði greiddur út. Við ætlum að endurskoða skattalöggjöfina með tilliti til fjölskyldunnar og draga úr áhrifum jaðarskatta meðal annars með breytingum á frítekjumarki barnabóta. Við ætlum að gera persónuafslátt hjóna og sambýlisfólks millifæranlegan að fullu. Við ætlum að lengja fæðingarorlofið í 9 mánuði og styrkja rétt feðra. Við ætlum að endurskoða reglur um skattlagningu húsaleigubóta. 2 milljarða í menntamál Við ætlum að ráðstafa 2 milljörðum króna til viðbótar við það sem nú er gert til menntamála á kjörtímabilinu. Víð munum hvergi hvika frá kröfunni um jafnrétti til náms óháð efnahag og búsetu. Við ætlum að standa vörð um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ifið ætlum ekki að standa fyrir upptöku skólagjalda í grunnskólum, framhaldsskólum eða í ríkisreknum háskólum. Við ætlum að auka framlög til jöfnunar námskostnaðar um helming frá því sem nú er. Við ætlum að efla fjarkennslu til muna og gera sem aðgengilegasta fyrir alla. og við ætíum að standa við það! UNGIR FRAMSÓKNARMENN FRAMSÓKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.