Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 24
I St.ndart.afiladiil 24 Segja má að árið 1934 inarki upphaf í sögu Stúdentagarða. Þá voru tekin í notkun 43 iierbergi á Gamla garði. 1976 voru Hjónagarðarnir teknir í notkun með 55 íbúðum. Þá loksins gafst stúdentum sem komnir voru með fjölskyldu kostur á að búa á görðum. Allar götur síðan hefur upp- bygging Stúdenlagarða verið feikilega mfkil, þó einkum og sér í lagi á síðasdiðnum árum. Frá árinu 1992 til dagsins í dag hefur íbúð- um og herbergjum á veguin FS fjölgað um 165. Núna býður FS stúdentum upp á bús- næði af ýmsum gerðum. Einstaklingsher- bergi og -íbúðir, tvíbýli, fjórbýli, paríbúðir og tveggja, þriggja og fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Aukin eftirspurn Eins og flestuin er kunnugt um befur verð á búsnæði haikkað inikið á undanförnum mánuðuin. Ilvort beldur sem er kaupverð eða leiguverð. Einn er þó sá leigusali sem ekki stjórnast beint af duttlungum markað- arins og er það li’clagsstofrnm stúdenta sem rekur Stúdentagarða. Aðspurður að því hvort ekki kæmi til greina að hækka leiguverð hjá FS í ljósi hækkana á al- menna leigumarkaðin- um sagði Baldvin Olason rekstarstjóri Stúdenta- garða það alls ekki koma til greina. Enda væri leiguverð hjá FS hundið vísitölu og sveifl- aðist því upp og niður eftir lienni. Þetta fyrir- komulag lilýtur því að gera Stúdentagarðana fýsilegan kost fyrir háskólastúdenta. Enda er það svo að eftir- spurn eftir íbúðum á Stúdentagörðuin liefur aukist jafnt og þétt frá ári til árs. Umsókn- arfrestur um íbúðir fyrir næsta vetur rennur út þann 20 júní og sagði Baldvin mikla aukningu hafa orðið á skráningum við lok skólaárs undanfarið. Ástæðuna taldi hann vera tvíþætta. Annars vegar er um að kenna hækkunum á liinuni al- menna leigumarkaði og hins vegar minnkandi framboði á leiguliúsnæði almennt. Einnig er ekki ólíkleet að fleiri og fleiri sjái þægindin sem felast í því að búa jafn nálægt skólanum og Stúdenta- garðarnir eru. Aukin eftirspurn á vorm gæti einnig stafað af því að á vorin útskrifast hópur stúdenta frá skólanum og þá hljóta þær íbúðir sem þeir bjuggu í að losna fyrir aðra stúdenta sem enn eru í riámi. Biðtími eftir íbúðum getur verið mjög mismunandi en ákveðnar úthlutunarreglur eru í gildi hjá FS og farið er eftir þeim þegar ákveðið er hverjir fá úthlutað íbúðum cða herbergjum, hverjir komast á hiðlista og hverjum er liafnað. Um nánari upplýsingar um úthlut- unarreglumar er bent á heimasíðu FS þar sem veffangið er http://www.fs.is/ einnig er að finna upplýsingar um þessi mál í upplýs- ingabæklingi Stúdentagarða sem og á skrif- stofu Stúdentagarða sem er staðsett í Stúd- entaheimilinu við Hringbraut. Samkvæmt upplýsingum frá FS hefur hún nú á sínum snærum 412 hcrbergi og íbúðir og er áætlað að þær verði orðnar 536 árið 2003. Þessi fjölgun verður kærkomin viðbót fyrir hús- næðislausa stúdcnta og þá stúdenta sem em að greiða uppsprengt verð fyrir húsnæði í dag. Einnig er ekki ólíklegt að fleirí og fleiri sjái þægindin sem felast í því að búa jafn nálægt skólanum og Stúdenta- garðarínir eru. miðast allt við að ná sem mestum hraða og öryggi í flutningi og meöferð sendinga. Með næturflutningum til og frá aðaldreifingarmiðstöðTNT í Uege í Belgíu er hægt að koma sendingum til skila innan 24ra tíma til helstu viðskiptalanda.TNT er ennfremur með fullkominn leitarvef og |: hægt að fylgjast með hvar sendingin er stödd á hverjum tima. Hraðflutningar sjá um flutning hraðsendinga hérlendis fyrir hið alþjóðlega flutningafyrirtæki TNT Global Express. FlutninganetTNT nær til meira en 200 landa og hjá fyrirtækínu starfa yfir 55.000 starfsmenn. hjónustaTNT byggir á yfir 50 ára reynslu og í dag meðhöndlarTNT yfir 2 milljónir sendinga í viku hverri. Láttu okkur hjáTNT koma sendingunni þinni til skila. Allar nánari upplýsingar eru verttar hjáTNT Hraðflutningum, Suðurlandsbraut 28,108 Reykjavík í síma 580 1010. Opið er alla virka daga frá kl. 8.30 til 17.00. Veffang: www.postur.is Hraðflutningar Sími 580 1010* www.postur.is Stúdentar muniö Verkefnastyrk FS Stúdentar sem eru að vinna lokaverkefni og útskrifast í júní n.k. eöa verkefni í grein þar sem ekki eru unnin eiginleg lokaverkefni en verkefnið veiti 6 einingar eöa meira geta sótt um. Tveir 100.000 króna styrkir verða veittir. Umsóknarfrestur rennur út 21. maí n.k. Félagsstofnun stúdenta sími 5 700 700 www.fs.is

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.