Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 32

Stúdentablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 32
32 Stiidentiafilactig Lánasjóður fátækra námsmanna Eins og stúdentar vita núorðið hækknðu námslán um 5% í marsmánuði. í>cirri hækkun fylgdu jafnframt fyrirheit mennta- málaráðherra inn að með sumri yrði enn frekari hækkun að veru- leika. í'rált fyrir þann vonarpen- ing sent í þessu felst hafa stjóm- völd enn ekki viðurkennt þá staðreynd að núverandi upp- hæð námslána nægir engum til mannsæmandi lífs né hafa þau gert tilraun til að sýna frain á að núverandi framfærsla dugi. Þannig felst ekki í þess- um fyrirhuguðu hækkunuin nein \ iðurkenning á raunverulegri fjárþörf náins- rnanna heldur virðist meining- in vera sú að þagga niður í okkur svona fyrir kosningarnar. Það hef- ur að minnsta kosti ekki komið fram neinn sýnilegur vilji til að hleypa námsfólki að því gnægta- horði góðærisins sem stjórnar- flokkamir hreykja scr nú af hvor í kapp við annan. Þvert á móti eig- um við greinilega að þakka fyrir þá mola sem hrökkva til okkar af allsnaigtahorði ríkisstjómarinnar. Framfærsluþörf aö mati LÍN A meðan góðæristal slær glýju í augu almemiings hlasir eitthvað allt annað við námsfólki sent treystir á námslán sér og síiium til frainfærslu. Miðað við „rausnar- legar“ tillögur menntamálaráð- herra veröur grunnframfærsla LIN kr. 62.300,- á na;sta skólaári ef meirihluta sjóðsstjómar þóknast svo. Einfalt reikningsdæmi af námsmanni með kr. 300.000,- í árstekjur sýnir svo ekki verður um villst að góða:rið hefur tekið stóran sveig fram lijá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Námsmaður sem hefur 300.000,- í tekjur á ári hefur eins og sjá má á meðfylgjandi skýring- armynd 73.080,- krónur til fram- færslu á mánuði að jafnaði yfir ár- ið. Það er nánast sama hvernig þessi tala er toguð og teygð, það er ekki með nokkru móti hægt að fá það út aö hún dugi venjulegu fólki til að draga fram Kfið. Sain- kvæmt fram- færslukönnun Hagstofu Is- lands er meðal- neysla einstak- lings á aldrinum 18-34 ára 107.697,- krón- ur á mánuði. Þarna inunar 34.000,- krónum á mánuði, 408.000,- á ári. Þetta er það sem námsmaður í lágtekj uflokki má sætta sig við. NámsLán einstaklings i leiguhúsnæði Lán í 9 mánuði......................................560.700 kr. Lán vegna innritunargjalda i HÍ.......................7.000 kr. Lán til bókakaupa....................................34.265 kr. Heildarlán..........................................601.965 kr. Árstekjur...........................................300.000 kr. Fritekjumark........................................250.000 kr. Umframtekjur.........................................50.000 kr. Skerðing vegna umframtekna...........................25.000 kr. Útborgað námslán.................................. 576.965 kr. Heildarframfærslueyrir..............................876.965 kr. Framfærslueyrir á mánuði.............................73.080 kr. Vantar ATVINNUMIÐSTÖÐIN Stúdentaheimilinu v/Hringbraut nýttu þér námiö www.fs.is Bandalag íslenskra sérskólanema Félag framhaldsskólanema Iðnnemasamband íslands Stúdentaráð Háskóla íslands Opið kl. 10 -17 alla virka daga Itaunverulegur framfærslu- kostnaður Þegar gruimframfærsla námslána LIN var endurskoðuð síðasdiðið vor var neyslukönnuii Hagstof- unnar höfð (il hliðsjónar við áætl- ini á lánsfjárþörf námsmanna. Þá töldu fulltrúar ríkisstjórnarinnar jafnt sem fulllrúar námsmanna í stjórn LÍN að algcr lágmarksupp- hæð va:ri 88.000,- krónur; ekki væri með nokkru móti ha:gt að komast af rneð minna. Miðað við þessa tölu þurfa námslán að hækka um allt að 20 prósentustig- um svo að framfærsluþörfinni verði náð. Þegar á hólminn var koinið endurspeglaðist skeytingar- leysi stjórnvalda hins vegar í smánarlegri hækkun námslána í 57.600,- krónur á mánuði. Námsmaðurinn í dæminu hér að framan liefur u.þ.h. 73.000 krón- ur til framfærslu á mánuði. Með á námslánum. 1 orði kveðnu bygg- ir gnumfrainfærsla námslána á svokölluöum framfærslugrunni jiar sem lánsfjárþörf námsmanna er metin. Núgildandi framfærslu- grunnur byggir á gögnuni frá ár- inu 1974 og enn þverskallast stjómvöld við því að láta fara fram raunverulega könnun á högum námsmanna. Það er greinilegt að stjórnarherrar vorir gera sér grein fyrir aö ef fa:ri frani könnun á högum námsmanna eins og jieir eru í dag fylgdi því umtalsverð hækkun námslána og jiví miður virðast menn enn ekki tilbúnir til að búa sómasamlega að a:ðri menntun þjóðarinnar. Sviknar samtímagreiðslur Kosningaloforðin dynja nú á okk- ur sem aldrei fyrr. Við sem erum á námslánum könnumst við með hvaða hætti þau munu verða efnd. Áætluð framfærsluþörf námsmanns út frá * neyslukönnun Hagstofu Islands Matur og drykkjarvörur..............................16.920 kr. Föt og skór..........................................6.437 kr. Húsaleiga...........................................23.123 kr. Rafmagn og hiti......................................4.197 kr. Heilsugæsla..........................................2.876 kr. Ferðir og flutningur................................14.160 kr. Póstur og sími.......................................2.867 kr. Menntun..............................................5.125 kr. Rúv (m/boðgreiðslum).................................2.100 kr. Annað...............................................10.250 kr. AUs.................................................88.056 kr. J>ví að svíkjast um að greiöa af- notagjöld RUV, fara aldrei til læknis eða tannlæknis, hafa ekki síma og kaupa livergi löt iiema á I Ijálpræðisliernum getum við næstum jiví náð endinn saman á þeiin lánuin sem LIN skammtar okkur. Lánasjóöurinn brýfur lög! I fyrstu grein laga sem sett voru uiii LÍN árið 1982 scgir: _Hlut- verk Lánasjóðs íslenskra náms- manna er að tryggja jieim sem falla undir lög þessi tækifairi til náms án tilllits til efnahags“. I endur- skoðuðum lögum iim sjóðinn frá 1992 er þessi grein enn í fullu gildi. Staðreyndin er hins vegar sú að enn stenst grunnfram- færsla sú sem stjórn LIN hefur ákveðið ekki lög. A meðan okkur er skömmtuð önnur eins smánarupphæð úr lmefa er það augljóst að jafnrctti til náms hér á landi er aðeins í orði en ekki á borði. Þrátt fyrir að ekki hafi vcrið um jiað deilt innan stjórnar LlN að 88.000,- geti talist alger lág- inarksupphæð til framfærslu, hef- ur enn verið vilji til að leiðrétta |iað inisræmi sem þarna kemur fram. Þannig hefur meirihluti stjórnar LIN í raun |)ver.skallast við }>ví að fara að lögum. Enn brýfur LÍN lög! Þau eru fleiri lagaákvæðin sem ineirihluti stjórnar sjóðsins liel'ur ákveðið að hunsa. I jiriðja tölulið Sairntu greinar laganna urn sjóð- inn segir að hlutverk stjórnar sé meðal annars að annast gagna- söfnun varðandi þörf námsmatina Eitt eftirminnilegasta kosningalof- orðið frá síðustu Alþingiskosning- iim var um samtímagreiðslur Með því að svíkjast um að greiða afnotagjöld RÚV, fara aldrei til lækn- is eða tannlæknis, hafa ekki sima og kaupa hvergi föt nema á Hjálp- ræðishernum getum við næstum því náð endum saman á þeim lánum sem LÍN skammtar okkur. námslána. Eins og við viturn var það svikið og lánþegar sitja uppi með _ígildi“ samtímagreiðslna, bastarð sem kallast vaxtastyrkur og dugir yfirleitt ekki fyrir raun- verulegum vaxtakostnaði sem lilýst af eftirágreiðsluin námslána. Samhliða loforðastraumi stjórn- málamanna frá vinstri, hægri og af miðjunni rennur annar ekki minna stríður. Það er talna- flóðið sem nienn nota til að slá uin sig og sína fram á góðan árangur síðustu fjög- ur árin. Framlög til menntamála hafa að því er sagt er aldrei aukist eins mikið og síðustu fjögur ár, eða hvað? Almenn kaupmáttaraukning hefur verið í kring- um 25% á þessu kjörtímabili. Þá aukningu er ekki að finna á meðal lánþega LIN. Menntun í öngstræti Niðurstaða vangaveltna okkar er jiessi. Astæðuna fyrir of láguni námslánum er ekki að finna í erf- iöum ytri aðstæðum. Góðærið er í algleymingi og hagvöxturinn kraumar og vellur. Það sem við er að eiga er fullkomið viljaleysi stjórnvalda til að sjá þegnuin sín- um (illiiin fyrir jöfnum möguleik- uin til æðri menntunar. Ef matka má kokteilræður stjórnmála- inanna þar sem þeir mæra okkar stéttlausa jijóðfélag er hér á ferð- inni fullkomin firring og skilnings- leysi ú nndirstöðu meimtakerfis- ins, Lánasjóði íslenskra náms- mamia. Finnur Beck formaður SHÍ og Pétur Maack Þorsteinsson framkvæmdastjóri SHÍ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.