Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 6
6 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Meintur skipuleggjandi
hrottalegs ráns á Barðaströnd á Sel-
tjarnarnesi, þar sem úrsmiður var
barinn, bundinn og rændur, segist
hvergi hafa komið nærri glæpnum.
Meint handbendi hans hafa sum
hver þegar bent á hann við skýrslu-
tökur hjá lögreglu, en við aðalmeð-
ferð málsins í gær vildi enginn
kannast við aðild hans að málinu.
Tveir menn, Viktor Már Axels-
son og Marvin Kjarval Michelsen,
eru ákærðir í málinu fyrir að brjót-
ast inn til úrsmiðsins í maí síðast-
liðnum. Þar á Viktor að hafa ráðist
að honum með ofbeldi þegar hann
gekk í flasið á þeim, hótað honum
og bundið hann á fótum og höndum
með límbandi, á meðan Marvin stal
úrum og skartgripum að verðmæti
ríflega tveggja milljóna.
Jóhann Kristinn Jóhannsson er
ákærður fyrir að hafa ekið þeim
á staðinn. Það er síðan Axel Karl
Gíslason, þekktur sem yngsti
mannræningi á Íslandi, sem er
ákærður fyrir að hafa fengið þre-
menningana til verksins. Axel hlaut
tveggja ára fangelsisdóm árið 2005
fyrir að ræna starfsmanni Bónuss
á Seltjarnarnesi – þá aðeins sextán
ára.
Marvin er týndur og mætti því
ekki fyrir dóminn í gær, ekki frekar
en á fyrri stigum málsins. Marvin
hefur hins vegar borið við skýrslu-
tökur að Axel hafi fengið hann
til verksins, og að Axel hefði enn
fremur hótað föður hans og bróð-
ur ef hann héldi sér ekki saman um
þátt Axels. „Það er bara rugl,“ sagði
Axel fyrir dómi í gær.
Viktor Már hefur játað sök að
öðru leyti en því að hann neitar
því að hafa slegið úrsmiðinn í höf-
uðið. Hann hafi þvert á móti tekið
vægt á honum, lagt hann rólega í
gólfið, sett tusku undir höfuð hans,
bundið hann eins laust og hann gat
og beðið hann afsökunar á að hafa
veist að honum.
Viktor þvertekur fyrir að Axel
hafi komið nokkuð nærri málinu.
Jóhann Kristinn bar hjá lögreglu
að Axel væri höfuðpaurinn og
hefði fengið sig til verksins til að
fá eftirgjöf af fíkniefnaskuld. Hann
kannaðist hins vegar ekki við þessa
frásögn með Axel í réttarsalnum í
gær.
Þrátt fyrir að Axel segist saklaus
í málinu og neiti að svara flestum
spurningum, viðurkennir hann
að hafa á einhverju stigi málsins
fengið þýfið í hendurnar eftir ótil-
greindum leiðum.
Aðalmeðferðinni verður haldið
áfram þegar tekst að hafa uppi á
Marvin. Enginn virtist í gær vita
hvar hann væri niðurkominn eða
hvers vegna hann hefði aldrei látið
sjá sig. stigur@frettabladid.is
Óttaðist að ná ekki í lyfin sín
og deyja keflaður á gólfinu
Hjartveikur úrsmiður á Seltjarnarnesi segist hafa óttast um líf sitt þegar hann var rændur fyrr á árinu.
Grunaður skipuleggjandi ránsins segist blásaklaus. Annar ræningjanna er týndur og mætti ekki í dóminn.
Í HÉRAÐSDÓMI Einungis þrír sakborningar af fjórum mættu fyrir dóm í gær. Þeir
Viktor, Axel og Jóhann huldu allir andlit sitt fyrir ljósmyndara. Mennirnir eru um
tvítugt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Úrsmiðurinn kom fyrir dóminn og lýsti atburða-
rásinni í smáatriðum. Hann sagðist hafa verið
hræddur um líf sitt sem hann lá bundinn á gólfinu
og var hótað síendurteknum barsmíðum ef hann
hlýddi ekki.
Honum hafi meðal annars verið hótað að pip-
arúða yrði spreyjað í augu hans hlýddi hann ekki
skipunum. „Það leist mér voðalega illa á, að vera
bundinn og fá piparúða í augun, þannig að ég lá
bara eins og lík,“ sagði hann.
„Ef ég hefði verið aðeins yngri hefði ég tekið
á móti honum en það gerir maður víst ekki á
áttræðisaldri.“ Úrsmiðurinn er hjartveikur og segist
hafa orðið sérstaklega smeykur þegar hann var
skilinn eftir keflaður, því ef hann hefði ekki getað
losað sig fljótlega kæmist hann ekki í tæka tíð í
hjartalyfin sín og þá hefði getað farið illa. Sem
betur fer tókst honum þó með naumindum að
losa sig.
Úrsmiðurinn lýsir Viktori sem kaldlyndum, þótt
hann hafi sannarlega sett tusku undir höfuð hans
til að betur færi um hann. „Ég bað um vatn að
drekka, þá fór hann sjálfur í kranann og fékk sér
vatn en gaf mér ekki neitt,“ sagði hann. Enn frem-
ur hafi Viktor lofað að hringja á sjúkrabíl fyrir hann
en ekki gert það.
Svo hafi virst sem ræningjarnir hafi vitað að úr
væru í húsinu, því þeir hafi spurt hvar úrin væri
að finna. Sjálfir hafa ræningjarnir hins vegar sagst
hafa valið húsið af handahófi.
Hann segist hafa jafnað sig af líkamlegu áverk-
unum fljótt. „En andlega hliðin hefur ekki náð sér
enn.“ Verst af öllu séu þó áhrifin á fjölskylduna
hans. Til dæmis vilji barnabörnin hans tæpast
koma í heimsókn lengur og þori ekki að gista hjá
honum.
BARNABÖRNIN ÞORA EKKI LENGUR AÐ GISTA HJÁ AFA
Á forsetaembættið að birta
opinberlega tvö bréf forsetans
til sjeiksins Al Thani?
JÁ 87,7%
NEI 12,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Villt þú að núverandi ríkisstjórn
sitji áfram næstu mánuði?
Segðu þína skoðun á visir.is
*
M
.v
. 1
5
0
þ
ú
su
n
d
k
r.
in
n
le
n
d
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
u
ð
i,
þ
.a
. 1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. /
S
já
n
án
ar
á
w
w
w
.a
u
ka
kr
on
u
r.i
s.
95 kaffibollar á ári
fyrir Aukakrónur
Þú getur fengið þér latte kaffibolla á fjögurra daga fresti hjá Kaffitári fyrir
Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað
sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
*
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
3
15
STJÓRNMÁL „Endurreisn bank-
anna er nú loks á lokastigi,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra í stefnuræðu sinni á mánu-
dagskvöld.
Hún hefur sagt þetta áður.
Í febrúar – þegar rúmur hálf-
ur mánuður var liðinn frá því að
stjórn hennar tók til starfa – tíund-
aði Jóhanna verkefnin sem þá þegar
voru komin í farveg. Meðal þeirra
var endurreisn fjármálakerfisins.
Í byrjun apríl var verkefnalisti
ríkisstjórnarinnar birtur. Í honum
sagði: Nú sér fyrir endann á endur-
reisn bankakerfisins í samræmi við
samþykkta stefnumörkun.
Í aðsendri grein í Mogganum í
apríl, viku fyrir kosningar, undir
millifyrirsögninni „Enduruppbygg-
ing bankanna á lokastigi“, sagði
Jóhanna endurreisn fjármálakerf-
isins eitt mikilvægasta verkefni
efnahagsáætlunarinnar. „Gríðar-
legur árangur hefur náðst á þessu
mikilvæga sviði í tíð núverandi rík-
isstjórnar og sér nú fyrir endann á
því verkefni.“
Undir lok júní sagði Jóhanna í
grein í Fréttablaðinu að rúmum
tveimur vikum síðar yrði stórum
áfanga náð í endurreisn efnahags-
lífsins þegar ríkissjóður legði bönk-
um til eigið fé.
Niðurlag kaflans um endurreisn
bankanna í stefnuræðunni á mánu-
dag var svohljóðandi: „Ef fram fer
sem horfir þá munu vel fjármagn-
aðir bankar með víðtæk alþjóðleg
tengsl geta tekið virkan þátt í end-
urreisn íslenskra fyrirtækja sam-
fara því að verðbólga og vextir fara
ört lækkandi næstu misserin.“ - bþs
Forsætisráðherra hefur margsinnis sagt endurreisn bankanna á lokastigi:
Endurtekið efni í stefnuræðu
FORSÆTISRÁÐHERRA Endurreisn bank-
anna hefur verið á lokastigi allt þetta ár.
GRIKKLAND, AP George Papand-
reou, leiðtogi sósíalista á Grikk-
landi, tók í gær við sem forsæt-
isráðherra eftir að hafa unnið
frækinn kosningasigur á hægri-
stjórn Costas Karamanlis um síð-
ustu helgi.
Papandreou tekur einnig að
sér störf utanríkisráðherra í
stjórn sinni, sem skipuð verður
mun færri ráðherrum en í fyrri
stjórn. Tvær konur verða ráð-
herrar í stjórninni.
Bæði faðir og afi Papandreous
hafa gegnt embætti forsætisráð-
herra Grikklands. - gb
Ný ríkisstjórn á Grikklandi:
Ráðherrarnir
verða færri
GEORGE PAPANDREOU Verður bæði
forsætis- og utanríkisráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Karlmaðurinn sem
hefur verið í endurkomubanni í
fimm ár, eftir árás á tvo lögreglu-
menn á Laugavegi á síðasta ári,
hafði dvalið hér svo mánuðum
skipti áður en lögregla handtók
hann.
Samkvæmt ákæru fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, vegna rofs
á endurkomubanninu, kom mað-
urinn hingað í apríl. Hann var
handtekinn í lok september við
Sæbraut í Reykjavík.
Auk brotsins á banninu var
maðurinn ákærður fyrir að aka
vestur Sæbrautina án ökuskír-
teinis og án þess að öryggisbún-
aður fyrir barn væri notaður rétt.
Rauf endurkomubann:
Lögguníðingur
löngu kominn
ÁSTRALÍA Ástralskir kappakst-
ursunnendur verða að láta sér
nægja einn kassa, 24 dósir, af
bjór á dag á meðan þeir fylgjast
með þriggja daga kappakstri sem
fram fer í landinu í vikunni.
Lögregla í bænum Bathurst
í Suðaustur-Ástralíu hefur sett
þessi takmörk til að reyna að tak-
marka ofdrykkju, sem þykir hafa
einkennt áhorfendur keppninnar,
að því er fram kemur á vef BBC.
Þeir sem kjósa léttvín fremur
en bjór þurfa einnig að hemja sig
í neyslunni og mega ekki drekka
meira en fjóra lítra á dag. Ýmsir
kappakstursaðdáendur hafa mót-
mælt takmörkununum. - bj
Hámark sett á bjórdrykkju:
Ekki meira en
24 bjóra á dag
KJÖRKASSINN