Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 7. október 2009 23 N1-deild kvenna Stjarnan-Valur 17-18 (10-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4 (10), Alina Famas- an 4/3 (12/4), Aðalheiður Hreinsdóttir 3 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 1 (1), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (5). Varin skot: Florentina Stanciu 13/1 (18/3) Hraðaupphlaup: 3 (Harpa Sif, Elísabet, Þór- hildur) Fiskuð víti: 4 (Elísabet 2, Þorgerður Anna, Jóna) Utan vallar: 4 mínútur Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 7/2 (15/3), Íris Ásta Pétursdóttir 3 (7), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (8), Hildigunnur Einarsdóttir 1 (1), Katrín Andrésdóttir 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (2), Rebekka Skúladóttir 1 (4), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (4) Varin Skot: Berglind Íris Hansdóttir 20/1 (17/3), Sunneva Einarsdóttir 0 (1/1) Hraðaupphlaup: 2 (Rebekka, Íris Ásta) Fiskuð víti: 3 (Ágústa Edda, Katrín, Anna Úrsúla) Utan vallar: 4 mínútur KA/Þór-Fram 24-29 Fylkir-Haukar 23-25 Víkingur-HK 21-28 ÚRSLIT Komdu og gerðu frábær kaup PRÚTT SALA Timbursala BYKO Breid d miðvikudag , fimmtudag , föstudag o g laugardag að seljast A FÓTBOLTI Tveir ungir enskir knatt- spyrnumenn hafa verið hand- teknir síðustu tvo daga, annar þeirra á æfingu með Aston Villa. Isaiah Osbourne, leikmaður Villa, var handtekinn á æfingu liðsins í dag grunaður um að hafa átt þátt í því að skipuleggja rán. Osbourne er 21 árs gamall og á að baki fjölmarga leiki með félag- inu. Hann lék til að mynda með Aston Villa þegar liðið mætti FH í UEFA-bikarkeppninni í fyrra. Hinn knattspyrnumaðurinn sem var handtekinn heitir Jose Baxter og er sautján ára leikmaður hjá Everton. Baxter var handtekinn í gær ásamt tveimur öðrum mönnum þegar lögregla stöðvaði bifreið sem þeir voru í. Í bílnum fannst kannabis og falsaðir peninga- seðlar. Öllum hefur verið sleppt úr lög- regluhaldi en móðir leikmanns- ins hefur sagt í samtali við enska fjölmiðla að sonur sinn sé alsak- laus í þessu máli. - esá Enska úrvalsdeildin: Tveir leikmenn handteknir OSBOURNE Í leik með Aston Villa á undirbúningstímabilinu. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI „Ég er gríðarlega ánægður með að fara héðan með sigur þar sem þetta var hörkuleik- ur. Þessi lið þekkjast náttúrlega mjög vel og þess utan var leyfð mikil harka og við vorum hepp- in með að fá svona gott dómara- par [Anton Gylfa Pálsson og Hlyn Leifsson] sem skilur út á hvað leik- urinn gengur og mér fannst þetta frábær skemmtun,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Fréttablaðið eftir 17-18 sigur Vals gegn Íslands- og bikarmeist- urum Stjörnunnar en leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðabæ. Fyrri hálfleikur einkenndist af sterkum varnarleik beggja liða og markverðirnir Florentina Stanc- iu hjá Stjörnunni og Berglind Íris Hansdóttir hjá Val létu mikið til sín taka. Talsvert var um feila og tapaða bolta hjá báðum liðum og sóknarleikurinn var fremur stirð- ur á löngum köflum í fyrri hálf- leiknum enda var tiltölulega lítið skorað en staðan var jöfn, 10-10, í hálfleik. Það er skemmst að segja frá því að seinni hálfleikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Stjörnustúlkur virtust vera með þetta í hendi sér snemma í seinni hálfleik þegar þær skor- uðu þrjú mörk í röð og komust í 14-12 en Valsstúlkur voru ekki á því að gefast upp. Gestirnir náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með grimmri framliggjandi vörn og Berglind Íris var frábær fyrir aftan hana. Staðan var jöfn 16-16 þegar fimm mínútur lifðu leiks og mikil spenna í loftinu eftir fimm- tíu og fimm mínútna bardaga. Valsstúlkur náðu þá að skora tvö mörk á skömmum tíma en Stjörnustúlkur svöruðu að bragði og minnkuðu muninn niður í eitt mark og fengu svo tækifæri til þess að jafna með síðustu sókn leiksins en þá tók Berglind Íris sig til og varði frá Þorgerði Önnu Atladóttur en það var tuttugasta varða skot landsliðsmarkvarðar- ins í leiknum. Niðurstaðan varð sem segir 17-18 sigur Vals. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörn- unnar, var eðlilega svekktur með að tapa leiknum. „Það er fínt að fá ekki á sig nema átján mörk en að skora bara sautj- án er náttúrlega skandall,“ sagði Atli. Þrátt fyrir lítið skor var leikur- inn skemmtilegur og gefur sterkar vísbendingar um þá hörðu baráttu sem mun verða í toppbaráttunni í vetur. omar@frettabladid.is Hart tekist á í Mýrinni Valur vann Stjörnuna 17-18 í miklum baráttuleik í fyrstu umferð N1-deildar kvenna í gærkvöldi. Grimmur varnarleikur og góð markvarsla var í fyrirrúmi. GRIMMUR VARNARLEIKUR Það var hart tekist á í leik Stjörnunnar og Vals í fyrstu umferð N1-deildar kvenna í gærkvöldi. Hér fær Stjörnustúlkan Þorgerður Anna Atladóttir óblíðar móttökur frá Valsstúlkunum Kristínu Guðmundsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Portsmouth tilkynnti í gær að félagið hefði borgað leik- mönnum laun fyrir september- mánuð. Í fyrrakvöld var hins vegar greint frá því að Sulaiman Al Fahim hafi selt 90 prósenta hlut félagsins til viðskiptajöfurs frá Sádi-Arabíu. Al Fahim keypti Portsmouth í ágúst síðastliðnum en tókst ekki að útvega það fjármagn sem þurfti til að reka félagið. Nú er það Ali Al-Faraj sem á langstærsta hluta félagsins og hann gerði það að sínu fyrsta verki að borga leikmönnum van- goldin laun. - esá Birtir til hjá Portsmouth: Leikmenn fengu borgað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.