Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 42
22 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Helgi Sigurðsson og knattspyrnudeild Vals komust að sam- komulagi um starfslok Helga í fyrrakvöld. Helgi er því á leið í annað lið en hann hefur bæði átt í viðræðum við Víking, KR sem og önnur lið í efstu deild karla. „Ég settist niður með Valsmönnum og við ræddum um tímabilið í sumar sem og framtíðina. Það var sameiginleg niðurstaða að leyfa mér að róa á önnur mið,“ sagði Helgi í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta gerðist ekki vegna þess að það er verið að yngja upp í Val eins og menn gætu haldið. Það er fjarri lagi.“ Helgi segir að hann þurfi á nýrri áskorun að halda. „Það er oft sem eldri leikmenn eins og ég þurfa á nýrri áskorun að halda til að halda sér á tánum,“ sagði hann í léttum dúr. „En ég er mjög ánægður með árin mín þrjú hjá Val. Mér finnst að ég hafi gefið mikið af mér til félagsins og það hafi að sama skapi gert mikið fyrir mig. Okkar sam- skipti hafa alla tíð verið góð og ég met það mikils að okkar samstarfi lauk farsællega og án þess að einhver læti yrðu.“ Helgi varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 og svo kjörinn besti leikmaður tímabilsins af leik- mönnum deildarinnar. „Þetta byrjaði mjög vel þegar við urðum meistarar. Svo áttum við miðlungsár í fyrra og svo hörmungarár í sumar. Ég hef því prófað alla þessa flóru með Val. Mér finnst þó að ég hafi staðið mig nokk- uð vel og skorað mín mörk sem ég var fenginn til að gera. Ég hef líka kynnst mörgu góðu fólki og það var erfitt að kveðja Val.“ Helgi hefur helst verið orðaður við sitt uppeld- isfélag, Víking. „Ég hef rætt við Víking og líst vel á það sem þeir hafa að bjóða. Ég myndi ekki vilja fara til annarra félaga í 1. deildinni en ég hef rætt við lið í efstu deild líka,“ sagði Helgi og staðfesti að eitt þeirra sé KR. „Þetta verður allt að fá að hafa sinn gang. Ég ætla mér ekki að draga lappirnar í þessu máli og vil fá niðurstöðu fyrir helgi. Ég hef mikinn metnað fyrir næsta tímbili hvar sem ég mun spila.“ HELGI SIGURÐSSON: HÆTTUR HJÁ VAL OG Á Í VIÐRÆÐUM VIÐ ÖNNUR LIÐ Var ekki orðinn of gamall fyrir Val HANDBOLTI Keppni í N1-deild karla hefst í kvöld þegar Stjarn- an tekur á móti Haukum í Mýr- inni í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Haukar eru núverandi Íslands- meistarar og er því spáð að þeir munu verja titilinn sinn. Stjörnu- mönnum var hins vegar spáð falli. „Það á eftir að koma í ljós hvar við stöndum nákvæmlega en við höfum bæði átt góða og slæma leiki á undirbúningstíma- bilinu,“ sagði Patrekur Jóhann- esson, þjálfari Stjörnunnar. „En það er mjög góður andi í liðinu enda er leikmannahópurinn að 95 prósenta hluta skipaður Stjörnu- strákum sem eru með hjartað á réttum stað. Við mætum alveg brjálaðir til leiks.“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, líst vel á að mæta Stjörn- unni. „Við höfum átt í vandræðum með meiðsli í okkar leikmanna- hópi á undirbúningstímabilinu og margir hjá okkur eru nú í nýju hlutverki, bæði í vörn og sókn. Fyrstu leikir tímabilsins eru allt- af erfiðir og ég býst við því að við þurfum að hafa mikið fyrir sigri í þessum leik,“ sagði Aron. - esá N1-deild karla hefst í Garðabænum í kvöld: Mætum brjálaðir til leiks > Rafn Andri til Vejle á reynslu Rafn Andri Haraldsson, leikmaður Þróttar, fer um helgina til Danmerkur þar sem hann verður til reynslu hjá B-deild- arliðinu Vejle í eina viku. Samningur Rafns Andra við Þrótt rennur út um næstu áramót og því verður honum frjálst að ræða við önnur lið frá og með 15. október næstkom- andi. „Ég heyrði eitthvað af áhuga Vejle í sumar en það varð ekkert meira úr því þá. Þeir höfðu svo samband aftur um daginn,” sagði Rafn Andri í samtali við Vísi. Rafn Andri hefur verið orðaður við önnur lið hér á Íslandi og þá helst Fylki. „Ég hef ekkert rætt við önnur íslensk lið og er bara að hugsa um að standa mig vel hjá Vejle þessa stundina.” 498.- Bónus ferskur heill kjúklingur BÓNUS HEI LL FERSKUR KJÚKLINGUR 498 KR.KG FÓTBOLTI Nýkrýndir Íslands- og bik- armeistarar Vals mæta ítölsku bik- armeisturunum í Torres í seinni leik liðanna í Meistaradeild UEFA kvenna á Vodafonevellinum í dag en leikurinn hefst kl. 15.30. Vals- stúlkur töpuðu fyrri leiknum 4-1 í Sassari á Sardiníu og þurfa því að skora í það minnsta þrjú mörk til þess að komast áfram í næstu umferð. Íslenskar aðstæður Vodafonevöllurinn var reyndar þakinn snjó í gær en starfsmenn Vals og í raun allir sem vettlingi gátu valdið sáu um að ryðja völl- inn í gær og gera hann kláran fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn Freyr Alexandersson hjá Val er hvergi banginn fyrir leikinn og kvartar ekki undan vallaraðstæðum. Þvert á móti er hann bara nokkuð kátur með snjó- inn. „Leikmenn Torres voru að æfa á vellinum í dag og mér finnst bara fínt að það hafi snjóað. Ég er alveg í skýjunum með þetta í rauninni því þetta eru aðstæður sem þær ítölsku þola pottþétt verr en við. Ég vona líka að það verði kuldi þegar leikurinn fer fram en ég nenni ekki að lenda í einhverju roki. Það gagnast nú engum,“ segir Freyr. Valur þarf að vinna upp forskot- ið sem Torres hefur eftir 4-1 sigur í fyrri leiknum og Freyr er sann- færður um að Valsstúlkur mæti tilbúnar til leiks. Hann trúir held- ur ekki öðru en að lið sitt nái að verjast föstum leikatriðum betur en í fyrri leiknum en öll mörk Tor- res komu þá eftir föst leikatriði. „Stelpurnar eru klárar í leik- inn og við ætlum okkur klárlega áfram. Það gefur okkur móralskt mjög góða strauma að hafa unnið VISA-bikarinn um helgina og gefur okkur kraft. Við vitum að við þurfum að gera mun betur í föstum leikatriðum gegn Torres og þær eru með þrjá leikmenn sem við þurfum að passa sérstak- lega í aukaspyrnum og hornspyrn- um. En ég hef engar áhyggjur af því að við gerum það ekki því við erum með blóð á tönnunum eftir fyrri leikinn. Við tókum annars létta æfingu í gær og stelpurnar fóru svo í nudd og það er vissu- lega smá þreyta í mannskapnum en þær eru allar klárar í slaginn í þennan leik og þreyta mun ekki hindra okkur. Við þurfum að gefa okkur hundrað prósent í þetta verkefni og þær vita alveg að þær geta bara verið þreyttar í nokkra daga eftir leikinn,“ segir Freyr að lokum. omar@frettabladid.is Ætlum okkur klárlega áfram Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er vongóður fyrir seinni leik Vals gegn ít- alska liðinu Torres í Meistaradeild UEFA kvenna. Valur tapaði fyrri leiknum 4-1. TEKIÐ TIL HENDINNI Starfsmenn Vals byrjuðu að ryðja Vodafonevöllinn klukkan tíu í gærmorgun og voru að ljúka verkinu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Það ætti því allt að vera klárt fyrir leik Vals og Torres í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.