Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 22
7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR2
Gísli G. Jónsson torfærukappi
ætlaði sér að aka bifreið sinni
rúmlega 200 metra yfir vatn í
þýskum skemmtiþætti.
Gísl i Gunn-
ar Jónsson tók
þátt í þýska
skemmtiþætt-
inum Wet-
ten dass um
helgina. Þátt-
urinn, sem
sýndur er á
sjónvarpsstöð-
inni ZDF, er gríðarlega vinsæll í
Þýskalandi. Í hverjum þætti eru
tekin fyrir nokkur áhættuatriði og
fá heiðursgestir þáttarins að veðja
um hvort atriðin takist eða mistak-
ist. Þáttarstjórnandinn Thomas
Gottschalk fékk á laugardaginn til
sín marga fræga gesti, en þeirra á
meðal voru Nelly Furtado og Witn-
ey Houston. Það voru þó ekki þær
sem veðjuðu á atriði Gísla heldur
leikarinn Sebastian Koch úr Das
Leben der anderen.
Áhættuatriði Gísla
fólst í því að hann átti
að aka torfærubif-
reið sinni rúm-
lega 200 metra
yfir manngert
stöðuvatn. Þar
sem útsend-
ingin fór fram
að kvöldi til var
svæðið flóðlýst.
Mikil spenna ríkti
áður en Gísli gaf í. Í
fyrstu leit út fyrir að Gísli myndi
hafa það yfir, bíllinn flaut vel en
allt í einu fór hann að vagga og að
lokum sökk bíllinn og Gísli varð
að bregðast hratt við til að sökkva
ekki sjálfur niður í áttatíu metra
djúpt vatnið. Leikarinn Sebastian
Koch hafði veðjað á að Gísla tækist
ætlunarverkið og þurfti hann því
að leysa þrautir í sjónvarpssal.
Gísli endaði í kafi
Gísli Gunnar reyndi
að aka torfærubifreið
svipaðri þessari yfir manngert vatn.
„Markmiðið er að bjóða upp á
þjónustu sem ekki er völ á annars
staðar í Reykjavík,“ segir David
Robertson, sem rekur hjólasmíða-
stofuna og verkstæðið Kría Cycles
á Hólmaslóð úti á Granda. Ásamt
því að bjóða upp á alhliða hjólavið-
gerðir, fyrir allar tegundir hjóla,
sérhæfir Kría sig í að smíða ný
hjól frá grunni og endurbyggja
gömul hjól.
Að sögn Davids gengur aðferða-
fræði Kríu út á að halda hlutun-
um eins einföldum og framarlega
er kostur. Liður í því er að hjólin
sem smíðuð eru á þeirra vegum
séu í grunninn eingíra eða með
innbyggðum öxulgírum. Að mati
Davids henta slík hjól íslenskum
aðstæðum vel vegna minna við-
halds.
David fæddist í bænum Ton-
bridge í Englandi. Hann starfaði
sem arkitekt í London og einnig
hér á Íslandi þar til hann missti
starfið í kjölfar kreppunnar. Til
Íslands fluttist hann snemma árs
2007 og á hér konu og barn.
Hann segist alltaf hafa haft
áhuga á reiðhjólum. „Í London er
miklu betra að hjóla en treysta
á stopular almenningssamgöng-
ur. Að keyra bíl í London getur
til dæmis verið afar sársaukafull
reynsla,“ segir hann og hlær. „Ég
ætlaði mér alltaf að verða atvinnu-
hjólreiðamaður, en fékk svo meiri
áhuga á hlaupum og náði nokkuð
langt í þeirri íþróttagrein. Um leið
og ég flutti til Íslands fór mig að
langa til að smíða hjól.“
David opnaði Kría Cycles í vor.
„Sumarið gekk vel, sérstaklega
þegar tekið er með í reikninginn
hversu nýtt fyrirtækið er. Margir
Íslendingar líta á það að hjóla sem
eitthvað sem eingöngu er hægt að
gera á sumrin, en sú er alls ekki
raunin. Auðvitað koma dagar þar
sem ekki er sniðugt að hjóla um í
snjó og frosti, en þeir þurfa ekki að
vera svo margir,“ segir David.
Auk einfaldleikans leggur
David mikið upp úr útliti reiðhjól-
anna. „Það er engin ástæða til að
líta eingöngu á reiðhjól sem far-
artæki. Góð reiðhjól geta verið
virkilega flott, og það er eitt af
því sem ég vil ná fram hér á stof-
unni,“ segir David Robertson.
kjartan@frettabladid.is
Einfaldleiki framar öllu
Bretinn David Robertson hefur rekið hjólasmíðastofuna og verkstæðið Kría Cycles á Hólmaslóð í hálft ár.
Hann vill minna Íslendinga á að hjólreiðar eigi ekki bara að stunda á sumrin.
Hjólasmíðastofan reynir að útvega alla þá hluti í hjól sem ekki eru fáanlegir á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LEIÐBEINANDI í æfingaakstri
sækir um leyfi til lögreglustjóra
í heimabyggð viðkomandi.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Þetta hjól er smíðað frá grunni úr nýjum hlutum, með léttri stálgrind. Hjólið er eingíra, og segir David það allt annars konar
reynslu að hjóla á slíku hjóli.
Mjög haldgóður og sérstaklega
þægilegur spangarlaus íþróttahaldari
í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J skálum á
kr. 10.950,-
SPLUNKUNÝR ÍÞRÓTTAHALDARI