Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 24
 7. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● umhverfi sþing 2009 Umhverfisráðuneytið vinnur að því á nokkrum vígstöðvum að stöðva akstur utan vega í náttúru Íslands, en miklar skemmd- ir hafa verið unnar á náttúru landsins með akstri utan vega, til dæmis á Reykjanesi, í Snæfellsjökulsþjóðgarði og í Friðlandi að Fjallabaki. Í kjölfar vettvangsferðar í Reykjanesfólkvang í sumar skipaði Svandís Svavarsdótt- ir umhverfisráðherra að- gerðateymi til að hrinda af stað átaki til að verja náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum akst- urs utan vega. Umhverfis- ráðherra segist vona að átak- ið geti orðið fyrirmynd svip- aðra átaksverkefna víðar um land. Jafnframt þessu vinnur umhverfisráðuneytið að því í samvinnu við Vegagerðina, Land- mælingar, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarfélög að skilgreina vegi á hálendi Íslands með það að markmiði að eyða óvissu um hvaða slóða megi aka og hvaða slóðar hafi verið mynd- aðir í óleyfi. Í upphafi árs skipaði umhverfisráðherra samráðs- hóp um fræðslu gegn akstri utan vega og hefur sá hópur meðal annars komið að gerð fræðsluskilta um utanvegaakstur. Vinna við að stöðva akstur utan vega „Utanvegaakstur er gríðarlegt vandamál. Þar fléttast saman margir þættir eins og náttúru- spjöll, hætta sem steðjar að dýra- lífi og hljóðmengun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum. Alda situr í nefnd um utanvegaakstur í Reykjanes- fólkvangi hjá Krísuvík, sem skip- uð var af umhverfisráðuneytinu í upphafi ársins. Að sögn Öldu Hrannar veldur utanvegaakstur miklum spjöll- um um allt land. Að loknum störf- um skilar nefndin tillögum að úr- bótum í þessum málum. „Vinnan í nefndinni gengur einna mest út á að finna út leiðir til að sporna við þessum spjöllum og lagfæra það sem skemmst hefur. Einnig leggj- um við mikla áherslu á umræður um hvernig framfylgja megi refsi- þættinum. Samkvæmt umferðar- lögum og lögum um náttúruvernd er allur akstur utan vega bannað- ur. Meðal þess sem rætt er um er hvort rétt sé að leyfa slíkan akst- ur einhvers staðar,“ segir Alda Hrönn. Hún segir vandamálið hafa auk- ist til muna í góðærinu, þegar inn- flutningur á torfærutækjum jókst mikið. „Í Bolöldu á Hellisheiði er til dæmis svæði sem er sérhann- að fyrir torfærur. Það er athugun- arefni hvort fjölga þyrfti slíkum svæðum. Ýmsar hugmyndir eru í skoðun. Eins og er erum við að ráð- færa okkur við hagmunaaðila og fleiri og tillögur að úrbótum munu taka mið af því.“ Alda Hrönn segir aukna fræðslu um vandamálið leika stórt hlutverk. „Sérstök fræðslunefnd um málið er starfandi á vegum Umhverf- isstofnunar. Það skiptir miklu að kynna fyrir fólki hvað það er sem ekki má gera, en ekki minna máli skipta kynningar á því sem má gera,“ segir Alda Hrönn. - kg Vandamálið jókst í góðærinu Utanvegaakstur skilur eftir sig lýti á landinu. Vistvæn hönnun mannvirkja er í mikilli sókn víða erlendis og hefur notkun á vottunarkerf- um fyrir vistvænar byggingar aukist. Á Íslandi eru þrjú hús í vottunarferli. Vistvæn hönnun mannvirkja og vottun verður til umfjöllunar á Umhverfisþingi 2009 en þar mun Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðs- stjóri umhverfissviðs Eflu verk- fræðistofu, fjalla um þá hvata sem liggja að baki vistvænni hönnun, verkefnastjórnun á framkvæmda- tíma og vottun. Þrjú hús eru í vott- unarferli hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og eru starfsmenn Eflu henni til ráðgjafar. Einn þeirra er Eysteinn Einarsson og féllst hann á að útskýra ferlið. „Vistvæn hönnun grundvallast á hugmyndafræði sjálfbærrar þró- unar. Með sjálfbærri þróun er leit- ast við að mæta þörfum samtímans án þess að skerða möguleika kom- andi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í vistvænni byggingu er leitast við að hámarka notagildi og lágmarka neikvæð umhverf- isáhrif,“ segir Eysteinn og nefnir dæmi: „Það er reynt að lágmarka efnisnotkun og nota til dæmis timbur úr skógum sem eru endur- nýtanlegir. Eins að lágmarka notk- un á efnum sem er farið að ganga mikið á ásamt því að nota orku frá endurnýtanlegum orkugjöfum.“ Eysteinn segir hvatann um- hverfis-, fjárhags- og heilsufars- legan. „Byggingariðnaðurinn er talinn ábyrgur fyrir um fjörutíu prósentum af orku- og hráefna- notkun í Evrópu. Umhverfisáhrif vegna framkvæmda, reksturs og niðurrifs eru því umtalsverð en með vistvænni nálgun má draga úr neikvæðum áhrifum,“ segir Eysteinn og heldur áfram: „Eins hefur verið sýnt fram á umtals- verðan fjárhagslegan ávinning af vistvænni hönnun. Á undan- förnum árum hefur færst í vöxt að reikna út vistferilskostnað bygginga eða kostnað við bygg- ingu, rekstur og niðurrif. Í Evr- ópu hefur verið áætlað að rekstr- arkostnaður sé um fimmfaldur byggingarkostnaður og skiptir því verulegu máli að huga að því strax við hönnun að lágmarka rekstrar- kostnað eins og gert er þegar vist- væn sjónarmið eru höfð að leiðar- ljósi. Heilsufarslegi hvatinn snýr síðan að því að byggja hús þar sem fólki líður vel en mýmargar rann- sóknir hafa sýnt fram á að léleg lýsing, hljóð- og loftgæði draga úr afköstum fólks. Þá getur losun skaðlegra efna í byggingum vald- ið ofnæmi, höfuðverk, streitu og vanlíðan.“ Eysteinn segir vistvæna hönn- un í mikilli sókn og hefur notkun á vottunarkerfum fyrir vistvæn- ar byggingar aukist í heiminum á undanförnum árum. Markmið þeirra er að auðvelda og sam- ræma útfærslu vistvænna bygg- inga. Efla notar breska kerfið BREEAM sem tekur til níu um- verfisþátta. Má þar nefna staðar- val, efnisval, framkvæmd, orku og vatn, heilsu og vellíðan, úrgang og vistfræði. Þessi atriði eru öll höfð til hliðsjónar við hönnun og bygg- ingu þeirra þriggja húsa sem eru í vottunarferli hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins en það eru Þjóð- garðsmiðstöð á Hellissandi, Hús íslenskra fræða og Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðu- klaustri. - ve Hönnun fyrir umhverfið, heilsuna og fjárhaginn Eysteinn segir að með vistvænni hönnun sé leitast við að hámarka notagildi og lág- marka neikvæð umhverfisáhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Við hönnun byggingarinnar voru vistvænar aðferðir hafðar að leiðarljósi með það að markmiði að takmarka neikvæð umhverfisáhrif, skapa heilnæman vinnu- stað, minnka rekstrarkostnað og stuðla að góðri ímynd. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki sam- kvæmt vottunarkerfi BREEAM (British Building Research Esta- blishment Environmental Assessment Method). Vottun byggingarinnar samkvæmt BREEAM gerir ákveðnar kröfur til verktaka, meðal annars varðandi verklag á vinnustað og innkaup á byggingarefnum. Þetta þýðir að verktaki skuld- bindur sig til þess að vinna samkvæmt virku umhverfis- og ör- yggisstjórnunarkerfi. Í gestastofunni á Skriðuklaustri verður sett upp kynning á þjóðgarðinum og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. Fyrsta umhverfis- vottaða byggingin Alda Hrönn segir utanvegaakstur valda miklum spjöllum um allt land. Útgefandi: Umhverfisráðuneytið l Heimilisfang: Skuggasundi 1, 150 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Hörður Guðmundsson Vefsíða: www.umhverfisraduneyti.is l Sími: 545 8600 Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs hlýtur fyrst bygginga umhverfisvottun. ● VISTVÆN INNKAUPASTEFNA Ríkið innleiddi vistvæna inn- kaupastefnu síðastliðið vor. Þetta þýðir að við innkaup hins opinbera verður í auknum mæli lögð áherslu á umhverfisvottaða vöru og þjón- ustu. Íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljarða króna á ári sem er um fjórðungur af útgjöldum ríkisins. Með því að hafa umhverfissjónarmið til hliðsjónar við þessi innkaup, getur ríkið komið miklu til leiðar í um- hverfismálum. Með skýrum kröfum um um- hverfissjónarmið stuðlar ríkið að því að markaðurinn bjóði nýja og betri valkosti til að mæta kröfum um minna álag á umhverfið. Vistvæn innkaup geta líka minnkað kostnað og aukið gæði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.