Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 34
færri starfa á vegum félaga Samtaka iðnaðarins en gerðu í upphafi árs. Búist er við enn frekari fækkun starfa til áramóta. bækur hafa komið út sem með einum eða öðrum hætti fjalla um hrun bankanna og efna- hagskreppuna á Íslandi, sú nýjasta er bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjan. Hinar eru Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson, Ný framtíðarsýn eftir Þorkel Sigurlaugsson, Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, Why Iceland eftir Ásgeir Jónsson og Hvítbók Einars Más Guðmundssonar. milljónir pólskra slota er upphæð láns Pólverja til Íslendinga sem er jafnvirði um 200 milljóna Bandaríkjadala eða 24,8 milljarðar íslenskra króna miðað við mið- gengi Seðlabankans 6. október 2009. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Hljómsveitir, sem spila lög eftir erlendar hljómsveitir, og sveita- böll blómstra sem aldrei fyrr í Nýja Íslandi enda hafa fáir orðið efni á að ferðast til að berja fyrirmyndirnar augum á útlendu sviði. Það nýjasta eru beinar útsendingar á óperum og tónleikum á hvíta tjaldinu. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson kom með fína hug- mynd í spjalli á Rás 2 í vikubyrj- un. Hún gengur út á að senda myndatökumann með flugvél til útlanda og taka upp verslunar- leiðangur í erlendri stórborg. Þeir sem ekki hafa lengur efni á þess háttar utanlandsferðum sem tíðkuðust á Gamla Íslandi með nokkurra helga millibili ættu að geta rifjað upp gamla takta og svalað inn- kaupafíkn sinni að hluta yfir poppi og kók í myrkvuð- um bíósal. Bíóverslun Harla ólíklegt þykir að Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi, verði tekinn á beinið fyrir að leka innherjaupplýsingum í bók sinni Ævintýraeyjan. Öðru máli gegnir hins vegar um magnaðar mannlýsingar sem þar má finna. Ármann dregur upp afar skýra en á tíðum miskunnarlausa mynd af samferðafólki sínu og dreg- ur lítið undan. Engum er vægt, hvorki höfundi sjálfum né fyrr- verandi kollegum hjá Kaupþingi. Stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson fá báðir sinn skerf og vel það. Í augum sumra er Hreiðar Már hár og grann- ur. Bankastjórinn gengisfellur á síðum í Ævintýraeyjunnar en Ármann segir hann minna öðru frem- ur á verð- l a u n a b i k - ar. Dæmi svo hver fyrir sig. Verðlaunabikar Keppinautar Kaupþings fá ekki síðri útreið en meðreiðarsvein- ar Ármanns hjá bankanum. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, segir Ármann bera það með sér að hafa snætt í tvígang með jafn mörgum viðskipta- vinum í hádeginu á hverjum degi. Sömuleiðis hafi hann áorkað miklu innan veggja bankans og tekið vinnuna sömu tökum og hnífapörin. Kraftmikill bankastjóri 632 7 630

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.