Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 12
8. október 2009 FIMMTUDAGUR
BANDARÍKIN Tilraunir með nýtt
bóluefni sem myndar mótefni gegn
kókaínvímu hafa gefið góða raun í
Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Kenningin er sú að mótefnið
geri kókaínið óvirkt áður en það
berist til heilans og komi þannig
í veg fyrir vímu. Dr. Thomas
Kosten, sem vann við rannsókn-
ina, segir að þetta sé í fyrsta
skiptið sem tilraunir séu gerðar
með mótefni gegn kókaíni á fólki.
Korsten segir að fólkið hafi fengið
fimm skammta af mótefni á 24
vikna tímabili. Um 75 prósent af
þeim hafi myndað nægilegt mót-
efni til að hamla áhrifum af einum
til tveimur skömmtum af kókaíni.
- th
Bandarísk rannsókn gefur góða raun:
Nýtt bóluefni
gegn kókaínvímu
KÓKAÍN Mótefnið gerir kókaínið óvirkt
áður en berst til heilans.
Verð á mann í tvíbýli
88.700 kr.
Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með morgunverði á
Hotel Mercure Korona 4* í hjarta borgarinnar í fjórar nætur og íslensk
fararstjórn. Skoðunarferðir ekki innfaldar.
Búdapest
Borgarferð
Fyrirspurnir og nánari upplýsingar:
www.expressferdir.is
info@expressferdir.is
Sími 590 0100
11. – 15. mars 2010
Heimsborgin glæsilega
Fimmtudagur 11. mars
Farþegar komnir inn í miðbæ um hádegisbil
og frjáls dagur eftir það. Mikið er um frábær
veitingahús í nágrenni við hótelið.
Föstudagur 12. mars
Skoðunarferð um borgina og henni gerð góð
skil. Farið á alla mest spennandi og mark-
verðustu staði borgarinnar. Ferð sem enginn
má missa af.
Laugardagur 13. mars
Gönguferð um hluta Pest þar sem m.a. verður
gengið um Gyðingahverfið, slóðir Franz Liszt
og farið á elsta kaffihús borgarinnar. Þægileg
og áhugaverð gönguferð.
Sunnudagur 14. mars
Frjáls dagur en einnig í boði að fara í siglingu
á Dóná.
Mánudagur 15. mars
Á brottfarardegi verður ekki farið út á völl fyrr
en síðdegis. Farþegum stendur tvennt til boða,
að vera í borginni fram að brottför eða fara út
á hina frægu Sléttu og heimsækja einstakan
búgarð. Ógleymanlegt og alltaf mikið fjör.
Express ferðir bjóða frábæra 5 daga ferð með beinu flugi
til Búdapest. Um er að ræða langa helgi þar sem sögu og
menningu borgarinnar verða gerð góð skil – og ekki spillir
einstaklega hagstætt verðlag í Ungverjalandi.
Fararstjórarnir Lilja Hilmarsdóttir
og Þórarinn Sigurbergsson eru
þaulreynd í faginu og gjörþekkja
borgina.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
3
0
8
1
7
NÝ TÆKNI
8 EINKALEYFI
SKIN VIVO
Fyrsta kreminu sem snýr við
öldrunarferli húðarinnar1
Æskan er í genum þínum.
Virkjaðu þau með
KYNNING Í
LYFJU LÁGMÚLA
FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG
1)
F
rá
B
io
th
er
m
.
20% AF
SLÁTTUR
Á KYNNINGU
Lágmúla 5 – Sími 533 2300
LANDSBANKINN Framkvæmdastjóri Landsvaka er sáttur við niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli átján sjóðsfélaga gegn honum.
DÓMSMÁL „Dómurinn hefur öðru
fremur fordæmisgildi gagnvart
öllum þeim sem áttu fé í peninga-
markaðssjóðum Landsbankans,“
segir Jóhann Haukur Hafstein hér-
aðsdómslögmaður um niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur, sem í
gær féllst á bótakröfu handhafa
hlutdeildarskírteina hjá Lands-
vaka, vörsluaðila peningamarkaðs-
sjóða Landsbankans. Jóhann útilok-
ar ekki að dómurinn geti sömuleiðis
skapað fordæmi fyrir þá sem áttu í
sjóðum annarra banka.
Þetta var varakrafa Jóhanns,
sem fór fyrir átján einstaklingum
sem áttu fé í sjóðnum. Héraðs-
dómur sýknaði Landsbankann af
aðalkröfu þeirra, sem kvað á um
að hópnum yrði bætt það fjárhags-
lega tap sem hann varð fyrir. Þá
taldi hópurinn þær upplýsingar
sem lágu fyrir um fjárfestingar-
stefnu hans hafa verið ófullnægj-
andi.
Einstaklingarnir sem Jóhann fór
fyrir stefndu Landsbankanum og
Landsvaka vegna rýrnunar á eign
þeirra í peningamarkaðssjóðunum.
Þegar sjóðunum var slitið í kjölfar
þjóðnýtingar bankanna fyrir ári
urðu sjóðfélagar fyrir verulegri
skerðingu en þeir fengu tæp 69
prósent af fjármunum sínum til
baka.
Aðalkrafan hljóðaði upp á að
fá þau þrjátíu prósent sem upp á
vantaði. Vísað er til þess að þeir
sem innleystu fé úr sjóðnum á
milli 10. september og 7. október
hafi fengið mun hærri upphæð en
þeir sem á eftir komu.
Ekki hefur verið metið hversu
háa bótakröfu er um að ræða, að
sögn Jóhanns.
Á bilinu tíu til fimmtán þúsund
einstaklingar áttu fé í peninga-
markaðssjóðunum og námu eignir
þeirra sem málið höfðuðu allt frá
hálfri milljón til fimmtíu milljóna
króna.
Þetta er fyrsti dómurinn sem
fellur einstaklingum í vil gegn
bönkunum eftir bankahrunið
í fyrra. Jóhann segir á bilinu
tuttugu til þrjátíu einstaklinga
geta hugsað sér að höfða mál af
svipuðum toga.
„Við erum sátt við niðurstöðu
dómsins,“ segir Björn Þór Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Landsvaka. Hann bendir á hún
sanni að starfsfólks sjóðsins hafi
unnið af heilindum.
Hvorki Jóhann né lögmaður
Landsvaka hefur tekið ákvörðun
um áfrýjun málsins. Björn telur
líklegt að ákvörðun um það verði
tekin á mánudag.
jonab@frettabladid.is
Landsbankinn
er bótaskyldur
Átján sjóðsfélagar Landsvaka geta átt von á bótum
eftir að fyrsti dómurinn tengdur bankahruninu féll í
gær. Allt að þrjátíu til viðbótar bíða á hliðar línunni.
Sjóðstjóri Landsvaka segist sáttur við dóminn.
„Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dómsins um varakröfu stefnenda.
Samkvæmt dómnum bar Landsvaka að lækka gengi sjóðsins þann 10.
september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL
Leisure (innskot: bresk ferðaskrifstofa sem Eimskip hafði selt en varð
gjaldþrota) myndi falla á Eimskip. Dómurinn telur að þeir sem innleystu á
tímabilinu frá 10. september 2008 til lokunar 6. október hafi fengið of hátt
verð fyrir eignarhlut sinn í sjóðnum og þeir sem eftir sátu hafi orðið fyrir
tjóni. Landsvaki vill taka fram að niðurfærslur eigna voru að mati félagsins
fullnægjandi í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga á hverjum tíma.”
Í MÓTSVARI LANDSVAKA SEGIR: