Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 18
18 8. október 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Þingmál vetrarins FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Í vikunni kom út Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna, sem gefin er út árlega. Þetta árið er athyglinni beint að orsökum og áhrifum fólksflutninga milli landa. Höfundar skýrslunnar hvetja ríki heims til að draga úr hömlum á innflutningi og auðvelda innflytjendum lífið. ■ Hversu margir flytja? Talið er að nærri milljarður jarðarbúa hafi tekið sig upp og flutt til annarra heimkynna. Flestir þeirra flytja reyndar innan heimalands síns, en um 200 milljónir hafa flutt sig til milli landa. Þar af hafa aðeins 70 milljónir, eða rétt rúmlega þriðjungur, flutt frá landi í þróunarheiminum svonefnda til auðugra ríkja. Flestir fluttust frá einu þróunarlandi til annars eða á milli auðugra landa. ■ Hvers vegna flytur fólk? Mikill meirihluti þeirra 200 milljóna sem flutt hafa milli landa hefur gert það til þess að fá tækifæri til betra lífs. Meira en þrír fjórðu þeirra flytja til lands þar sem lífsskilyrði eru skárri en í heimalandi þeirra. Íbúar fátækustu landanna eiga þó erfiðast með að flytja úr landi. Til dæmis hefur innan við eitt prósent Afríkumanna flutt til Evrópu. ■ Hver eru áhrifin? Höfundar skýrslunnar segja að í lang- flestum tilvikum sé flutningur fólks á milli landa til góðs, bæði fyrir einstaklingana sem flytja, landið sem þeir flytja frá og landið sem þeir flytja til. Þeir segja áhyggjur af því að innflytjendur taki störf frá heimamönnum og valdi launalækkunum reistar á veikum grunni. Sama megi segja um áhyggjur af því að glæpum fjölgi, kostnaður við félagsþjón- ustu aukist og upplausn verði í samfélaginu. FBL-GREINING: FÓLKSFLUTNINGAR MILLI LANDA Tvöhundruð milljónir Ríkisstjórnin hyggst leggja fram 184 mál í vetur. Bróður parturinn er lagafrumvörp en einnig er von á þingsályktunartil- lögum og skýrslum. Flest málanna hvíla á herðum utanþingsráðherranna í dóms- og mannréttinda- ráðuneytinu og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Í frumvarpasúpu vetrarins eru, eins og gengur, bæði stórir bitar og smáir. Tólf frumvörp eru boðuð vegna efnahagshrunsins. Til dæmis á að breyta lögum um upptöku eigna, gjaldþrotaskipti og fjárnám, rýmka heimildir til greiðslu aðlögunar, greiðslujöfnunar lána og niður- færslu skulda, breyta lögum um Íbúðalánasjóð og endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar. Þá verður ýmsum lögum og reglum um fjármálafyrirtæki og hluta- félög breytt með hliðsjón af reynsl- unni af hruninu. Nokkur mál er varða lýðræðis- umbætur eru væntanleg. Má þar nefna frumvarp um þjóðar- atkvæðagreiðslur, stjórnlaga- þing og persónukjör. Einnig á að breyta lögum um fjármál stjórn- málasamtaka, setja ráðherrum og embættis mönnum siðareglur og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum með breytingum á upplýsingalögum. Frumvarp um bótagreiðslur til þeirra sem sættu illri meðferð eða ofbeldi á vistheimilum fyrir börn verður lagt fram í haust og þings- ályktun um sóknaráætlun fyrir Ísland fram til 2020. Fjármálaráðherra boðar fjölda frumvarpa til breytinga á skatta- lögum. Ná þau til tekjuskatts, virðisaukaskatts, vörugjalds og stimpilgjalda auk ýmissa sér- tækra skatta. Þá eru boðuð ný lög um orku-, umhverfis- og auðlinda- skatta eins og frægt er. Eitt og annað Ýmsar kerfisbreytingar verða gerðar í vetur. Sameina á héraðs- dómstóla í einn og breyta skipulagi lögreglu og sýslumannsembætta og sameina iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið í atvinnuvegaráðuneyti. Banna á nektardans, leggja fram framkvæmdaáætlun um jafnréttismál, setja heildarlög um heilbrigðisstéttir og endurskoða lög um slysatryggingar. Þá á að leggja fram ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, byggðaáætlun, setja lög um fjölmiðla og heildarlög um skipulag og verndun menningar- arfsins. Og enn skal talið Margt er á döfinni hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Sameina á þrjár slysarannsókna- nefndir, endurskoða umferðarlög, loftferðalög og siglingalög auk þess að breyta lögum um Siglinga- stofnun og vita. Nokkur stór mál á vettvangi umhverfismála koma fram í haust. Til dæmis endurskoðun á tilteknum þáttum skipulagslaga, laga um mannvirki og laga um brunavarnir. Þá á að setja lög um umhverfisábyrgð. Að auki verða lögð fram fjöl- mörg frumvörp og þingsályktanir vegna alþjóðasamstarfs. Er þar til dæmis um að ræða staðfestingar, breytingar eða upptöku á sáttmál- um eða samningum. bjorn@frettabladid.is Stórt og smátt úr ranni ríkisstjórnarinnar í vetur BROSAÐ Ráðherrarnir ætla að gera eitt og annað í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru ýmis mál sem sýna glögglega að þrátt fyrir hrunið og afleiðingar þess gengur lífið sinn vanagang. Þjóðfáninn og skjaldarmerkið Breyta á ákvæðum um heimildir til að nota íslenska fánann í vöru- merki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu. Kirkjugarðar, greftrun og lík- brennsla Breyta á ýmsum ákvæðum lag- anna, meðal annars um útfarir. Lögbirtingablaðið Hætta á að gefa blaðið út í prent- uðu formi. Þjóðkirkjan Setja á ný lög þar sem þjóðkirkj- unni verði sjálfri falið að setja sér reglur sem nú eru í lögum. Trúfélög Breyta á ákvæðum laganna um sjálfvirka skráningu barna í trúfélög. Happdrætti Koma á í veg fyrir starfsemi happ- drætta sem ekki hafa fengið leyfi fyrir starfsemi sinni hérlendis. Vopn Endurskoða á vopnalög. Dánarvottorð og krufningar Flytja á dánarmeinaskrá frá Hag- stofu til landlæknis. Hitaveitur Setja á heildstæða löggjöf um starfsemi hitaveitna þar sem meðal annars verður kveðið á um afhend- ingargæði. Hvalir Setja á lög um að ef hvalveiðar verða stundaðar við landið verði það gert á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Kjöt og mjólk Setja á lög um markaðssetningu mjólkur utan greiðslumarks og heimila kjötframleiðendum að standa saman að útflutningi þegar markaðsaðstæður knýja á um slíka ráðstöfun. Svín Heimila á innflutning á frosnu svínasæði til að auðvelda kynbóta- starf. Silungur og lax Breyta á lagaákvæðum um atkvæðisrétt í veiðifélögum. Jarðir Vernda á núverandi og framtíðar- landnæði sem til matvælafram- leiðslu er fallið. .is Setja á lög um landslénið .is, þar á meðal um lénaúthlutanir. Leigubílar Heildarendurskoðun á lögum um leigubifreiðar. LÍFIÐ GENGUR SINN VANAGANG Athygli vekur að iðnaðarráð- herra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um ívilnanir vegna erlendra fjárfestinga á Íslandi. Með slíkum almennum lögum á að hverfa frá sértækum fjárfestingarsamningum. Liggja á fyrir hvaða ívilnanir bjóðast en með því er talið að möguleikar á erlendri fjárfestingu, fjölbreyttri og jákvæðri, eins og það er orðað, aukist. Áður en frumvarp þessa efnis verður lagt fram ætlar iðnaðar ráðherra að leggja fram annað frumvarp. Í því verður ráð- herranum veitt heimild til að gera fjárfestingar samning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Verne Hold- ing ehf. um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. SÉRTÆKIR SAMNINGAR AFLAGÐIR – EFTIR VERNE Tölvur eru á miklum meirihluta íslenskra heimila, samkvæmt rann- sókn Hagstofu Íslands. Alls er til tölva á 92 prósent heimila, og níu af hverjum tíu eru tengd netinu. Bæði tölvu- og netnotkun er mjög almenn hér á landi, og höfðu 93 pró- sent landsmanna á aldrinum 16 til 74 ára notað tölvu og netið síðustu þrjá mánuði áður en rannsóknin var gerð. Í fyrsta skipti síðan mæling- ar hófust árið 2002 fækkar þeim sem versla á netinu, enda er minna keypt af farmiðum, gistingu og annarri ferðatengdri þjónustu en fyrri ár. - bj Tölvur eru á miklum meirihluta heimila FÆRRI VERSLA Í fyrsta skipti frá árinu 2002 fækkar þeim sem versla á netinu milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.