Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 4
4 8. október 2009 FIMMTUDAGUR www.ob.is Halldór Pálmar Halldórsson líffræð- ingur er forstöðumaður Háskólaset- urs Suðurnesja en vinnur ekki hjá Náttúrufræðistofu Reykjaness eins og missagt var í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING ALÞINGI Fyrsta umræða um fjár- lög fer fram á Alþingi í dag. Við- búið er að hart verði tekist á um áform ríkisstjórnarinnar um niður skurð og tekjuöflun enda hefur frumvarpið vakið hörð við- brögð víða í þjóðfélaginu. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður önnur umræða um fjárlög 10. desember og þriðja umræða fimm dögum síðar. Í starfsáætluninni er gert ráð fyrir 90 hefðbundnum þingfundar- dögum, 14 nefndadögum og 13 kjördæmadögum. Jólaleyfi er áformað 17. desem- ber og þinghald á nýju ári 18. janúar. 4. júní hefst sumarleyfi. Tveggja vikna þinghald er áætlað í septemberbyrjun. - bþs Starfsáætlun Alþingis: Fyrsta umræða fjárlaga í dag VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 28° 16° 22° 13° 13° 18° 21° 24° 11° 14° 28° 14° 21° 33° 8° 21° 28° 10° Á MORGUN 15-28 m/s, hvassast sunnan til. LAUGARDAGUR 10-23 m/s, hvassast suðaustan til. Lægir síðdegis. 5 4 3 3 -1 1 -2 2 2 6 -4 10 10 10 8 6 5 3 3 6 15 13 77 4 3 4 8 6 3 4 6 VONSKUVEÐUR Í NÓTT OG Á MORGUN Í nótt og á morgun verður mjög kröpp lægð suður af landinu og má búast við austan stormi víða um land, sýnu hvassast sunnan og suðvestan til. Þessu fylgja hlýindi og væta, einkum sunnan til og vestan. Á laugardag verður hvasst fyrir há- degi en horfur eru á að smám saman lægi þegar líður á síðdegið og kvöldið. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BANDARÍKIN, AP Stuðningur Banda- ríkjamanna við áform Baracks Obama í heilbrigðismálum hefur aukist, þótt enn sé þjóðin klofin í afstöðu sinni til málsins. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun segjast fjörutíu prósent fylgjandi en fjörutíu prósent and- víg áformunum. Þetta er nokkur breyting frá því í síðasta mán- uði, þegar 49 prósent voru and- víg hugmyndum demókrata um almennar heilbrigðistryggingar. Demókratar hafa áratugum saman reynt að fá þingið til að samþykkja að allir Bandaríkja- menn njóti heilbrigðistrygginga. - gb Heilbrigðisfrumvarp Obamas: Stuðningur al- mennings vex NOREGUR, AP Á morgun verður til- kynnt hverjir hljóta friðarverð- laun Nóbels þetta árið. Að venju eru ýmsar getgátur um niður- stöðuna, en óvenjulega mikill samhljómur er í getgátunum í þetta skiptið. Flestir spá því að kínverskir andófsmenn hreppi hnossið. Síðustu misseri hafa íbúar í Tíbet og Xinhua viðrað andstöðu sína gegn kínversku stjórninni með afdrifaríkum hætti. Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar í Peking, þegar stjórnvöld sendu herinn til að brjóta á bak aftur mótmæla- hreyfingu lýðræðissinna. - gb Friðarverðlaun Nóbels: Kínverskt andóf líklegt til sigurs REBIYA KADEER Leiðtogi útlægra úígúra gæti hlotið friðarverðlaunin. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, vi l l að áformaður orku-, umhverfis- og auðlindaskattur leggist ekki á fyrirtæki á lands- byggðinni. Slíkir skattar hafi enda slæm áhrif. Jón upplýsti um þessa skoðun sína á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinnsson Sjálf- stæðisflokki innti Jón eftir afstöðu hans til málsins. Jón svaraði því til að hann hefði við kynningu málsins í ríkis stjórn lagt áherslu á að horft yrði til þess að þetta íþyngdi ekki atvinnulífi og byggðum á landsbyggðinni þar sem áhrif af sértækum sköttum kynnu að hafa margföld áhrif. Hitt væri annað mál að stjórnin stæði frammi fyrir gati á fjárlög- um sem væri afleiðing stjórnar- stefnu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratug. Ekki væri sársaukalaust að leysa úr þeim málum. „En ég vil standa vörð um atvinnulífið á landsbyggðinni og að þar njóti menn jafnræðis,“ sagði Jón að lokum. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að nýr orku-, umhverfis- og auðlindaskattur afli ríkissjóði allt að sextán milljarða króna á næsta ári. Eftir er að útfæra hug- myndina. - bþs Jón Bjarnason vill að landsbyggðinni verði hlíft við nýjum skattaáformum: Orkuskattur nái ekki út á land JÓN BJARNASON vill standa vörð um atvinnulífið á landsbyggðinni. FJÖLMIÐLAR Breytingar verða gerð- ar á dreifingu Fréttablaðsins í lok október. Eftir breytingarnar verður frídreifing blaðsins á höfuðborgar- svæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. Fréttablaðið verður því aðgengi- legt hringinn í kringum landið í fyrsta skipti frá stofnun árið 2001. Að sögn Ara Edwald, útgáfu- stjóra Fréttablaðsins, er ástæðan fyrir þessum breytingum fyrst og fremst sú að auglýsingamarkað- urinn hefur dregist svo saman að hann stendur ekki undir jafn stóru upplagi og áður. „Við erum tilneydd til að rifa seglin vegna efnahagsástandsins. Miklar verðhækkanir á dagblaða- pappír á alþjóðlegum mörkuðum og mjög óhagstætt gengi krónunn- ar valda okkur að auki erfiðleikum við að gefa blaðið út í eins stóru upplagi og við kjósum.“ Ari bendir á að sterk staða Fréttablaðsins á auglýsinga- markaðinum tryggi eftir sem áður að mögu- legt sé að halda úti öflugu blaði sem þjónusti les- endum á fjölbreyttan hátt. „Það er hagkvæmast fyrir okkur að dreifa blaðinu á þéttbýlis- stöðunum á suðvesturhorninu og á Akureyri. Sá stóri og tryggi lesendahópur sem við höfum á þessum svæðum stendur í raun undir rekstri blaðsins. Við finnum hins vegar vel fyrir því að eftir- spurnin eftir Fréttablaðinu er mjög mikil í hinum dreifðari byggðum landsins. Að bjóða blaðið á kostn- aðarverði er leið okkar til að mæta þessari eftirspurn því að sjálfsögðu viljum við að blaðið sé lesið sem víðast.“ Söluaðilar munu fá hvert blað afhent á 33 krónur stykkið og leggja sjálfir á þann kostnað sem fellur til vegna flutningsins. „Við fáum aðeins greitt fyrir pappírinn, annar kostnaður við útgáfuna er án endurgjalds eftir sem áður. Í þeim tilfellum þar sem blaðið fer inn í fyrirliggjandi dreif- ingarkerfi söluaðila fá lesendur það á einfalda kostnaðarverðinu.“ Þegar hefur verið gengið frá samningum við N1 um að bjóða viðskiptavinum sínum Fréttablaðið. Fleiri sölustaðir munu bætast í hóp- inn á næstu vikum og verða kynntir jafnóðum í blaðinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka blaðið til dreifingar á landsbyggðinni er bent á að setja sig í samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Áfram verður hægt að fá Frétta- blaðið í fullri áskrift utan dreifing- arsvæðis. Kostar það 2.890 krónur á mánuði eða frítt í rafrænni áskrift í tölvupósti, auk þess sem blaðið er aðgengilegt á Vísi.is. Breytingar á dreif- ingu Fréttablaðsins Breytingar verða gerðar á dreifingu Fréttablaðsins í lok mánaðarins. Blaðinu verður áfram dreift frítt á þéttbýlisstöðum á suðvesturhorninu og á Akureyri. Á öðrum stöðum á landinu mun blaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. FRÉTTABLAÐIÐ Breyting verður á dreifingu Fréttablaðsins í lok mánaðarins. Því verð- ur þó dreift áfram lesendum á suðvesturhorninu og á Akureyri að kostnaðarlausu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSTÓLAR Tveir pólskir karl- menn skulu sæta gæsluvarð- haldi og einangrun til 26. októ- ber. Þeir voru gómaðir þegar þeir reyndu að smygla til lands- ins tæplega 6.000 e-töflum. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjaness þessa efnis. Mennirnir, sem eru á þrítugs- aldri, voru handteknir þegar þeir komu með flugi frá Varsjá. Annar var með 2.647 töflur faldar í niðursuðudós og hinn 3.348 töflur. - jss Úrskurður Hæstiréttar: E-töflusmyglar- ar í einangrun ARI EDWALD SÁDI-ARABÍA, AP Abdúlla, kon- ungur Sádi-Arabíu, hefur rekið áhrifamikinn fræðiklerk úr hinu valdamikla æðstaráði múslima- klerka í landinu. Klerkurinn brottrekni, Sheik Saad bin Naser al-Shethri, gagn- rýndi í síðasta mánuði fyrirkomu- lag í nýjum vísinda- og tækni- háskóla, sem Abdúlla konungur opnaði nýverið, en í þeim skóla sitja kvenkyns og karlkyns nem- endur saman í tímum. Klerkurinn sagði þetta fyrir- komulag bæði syndsamlegt og af hinu illa, ásamt því að gera karl- kyns nemendum erfiðara að ein- beita sér að náminu. - gb Fræðiklerkur í Sádi-Arabíu: Rekinn úr ráði múslimaklerka GENGIÐ 07.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,4011 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,23 124,83 197,13 198,09 182,73 183,75 24,545 24,689 21,912 22,042 17,759 17,863 1,4095 1,4177 197,10 198,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.