Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 22
22 8. október 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ TUNGUNA ÚT VIÐ LAUKSKURÐINN ■ Brynja Brynjarsdóttir ferðamála- frömuður kann ráð við sviða í augum. „Maður tárast auðvitað svo oft þegar maður er að skera lauk og ég er búin að prófa ýmis- legt til að losna við það. En leið- in til að sleppa við að tárast er sú að stinga út úr sér tungunni á meðan maður sker. Þá dregur tungan að sér gufuna úr laukn- um sem annars fer í augun, vegna þess að hún sækir í blautt yfirborð. Þetta er alveg snilldarbragð til að losna við tárin með lauknum.“ „Það er yfirleitt röð hjá okkur um tvöleytið,“ segir Sigmundur Bjarki Garðarsson hjá Sláturmarkaði Hagkaupa. Markaðurinn er opnað- ur klukkan tvö á daginn og þá eru ævinlega viðskiptavinir mættir til- búnir í slátrið. Að sögn Sigmund- ar byrjaði sláturtíðin rólega þegar markaðurinn var opnaður í sept- ember en undanfarið hefur fjör færst í leikinn. Markaðurinn verð- ur opinn út október og því nægur tími til þess að kaupa slátur. „Við ákváðum að lengja afgreiðslutím- ann í ár, það verður opið í sex vikur í stað fjögurra til fimm.“ Ástæð- an er vinsældir sláturgerðar sem jukust allverulega í hrunmánuðin- um mikla í fyrra. „Það var algjört sölumet í fyrra,“ segir Sigmundur sem segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort sölumet verði aftur slegið í ár. En hvað kost- ar slátrið? Sam- k væmt upp - lýsingum Sigmundar kosta 3 frosin slátur 3.178 krónur og eru vambirnar þá ósaumaðar, 3 slátur með saum- uðum vömb - um kosta 4.998 krónur. 5 slátur kosta síðan 4.789 og þau er einungis hægt að kaupa með ósaumuðum vömbum. Ekki er hægt að segja til um nákvæman keppafjölda sem úr hrá- efninu fæst en það fást um það bil 17 til 18 vambir úr þremur slátrum og um þrjátíu úr fimm slátrum. Þá má ekki gleyma sviðakjömmunum, þeir eru eins og gefur að skilja sex þegar tekin eru þrjú slátur en tíu þegar tekin eru fimm slátur. Það er kannski ekki hægt að reikna nákvæmlega verðið á hverja máltíð enda matarskammtar mis- stórir. Margrét Sigfúsdóttir, skóla- stjóri Hússtjórnarskólans, segir keppinn máltíð fyrir um það bil tvo. Ef reiknað er með því að þrjú slátur gefi 18 keppi, eða 36 matarskammta og sex kjamma sem eru sex matar- skammtar (miðað við kjamma á mann) þá eru alls 42 matarskammt- ar í þriggja slátra kaupum – matar- skammturinn er því á bilinu 76 til 119 krónur, eftir því hvort keypt- ar eru saumaðar eða ósaumaðar vambir. Sjötíu skammtar fást með sömu reikningsaðferð úr fimm slátra skammti og þar kostar skammtur- inn því um 68 krónur. Í þetta dæmis vantar reyndar verðið á mjölinu sem notað er en sá kostnaður er óverulegur. En hversu flókið er að taka slát- ur? Margrét segir að það eigi ekki að vaxa neinum í augum. Hún segir ágætt að fylgja hefðbundnum leið- beiningum um slátur, sjá neðar á síðunni. Margrét bendir fólki á að bland- an eigi að vera þunn þegar hún fer í keppina, segir fólk oft telja hana of þunna og bæti þá í mjöli, en lendi svo í ógöngum með allt of þykka blöndu fyrir vikið. Margrét segir svo mikilvægt að frysta keppina strax, setja hvern og einn í poka og leggja flatan í frystinn. „Ég set alltaf bökunarplötur milli laga á keppunum til þess að þjappa þeim vandlega sama og fjarlægi þær svo þegar keppirnir eru frosnir.“ segir hún. sigridur@frettabladid.is Máltíð sem kostar innan við hundrað krónur Það er sláturtíð og Íslendingar standa í röðum eftir að kaupa slátur. Slátur- markaðurinn í Hagkaup lengdi opnunartíma til að bregðast við aukinni eftir- spurn. Það er ekkert mál að taka slátur segir Margrétar Sigfúsdóttir. GÓÐ KAUP Að taka slátur er hagkvæmt og ekki mikið mál að sögn Margrétar Sigfús- dóttur, sem mælir með því að fjölskyldan sameinist við sláturgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR Allar líkamsræktarstöðvar nema Hreyfing hafa nú gert bragarbót á verðmerkingum á söluvörum og veitingum. Neytendastofa sótti 21 stöð heim um mánaðamótin 31. ágúst til 2. september og gerði athugasemd vegna skorts á verðmerking- um hjá þrettán stöðvum. Hinn 24. til 25. september fóru fulltrúar Neytendastofu aftur á þær stöðvar og könnuðu hvort farið hefði verið eftir tilmælum Neytendastofu um úrbætur. Svo reyndist vera í öllum tilfellum nema hjá Hreyfingu en þar reyndust veitingar að mestu vera óverðmerktar. Tekin verður í framhaldinu ákvörðun um hvort beita skuli sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbætur á verð- merkingum. ■ Líkamsræktarstöðvar bæta verðmerkingar á söluvarningi Hreyfing hunsaði tilmæli Neytendastofu BLÓÐMÖR OG LIFRARPYLSA Blóðmör 1 l blóð 2 dl vatn 1 msk. salt 300 g haframjöl 500 g rúgmjöl 500 g mör, smátt skorinn Blóð og vatn er síað saman gegnum fíngert sigti. Hrærið salti saman við þar til það leysist upp. Hrærið haframjöli saman við með sleif og svo rúgmjölinu en blandan á að vera örlítið þynnri en lifrarpylsu- hræran. Að lokum fer smátt skorinn mörinn saman við. Saxað grænkál og fjallagrös eru oft notuð í blóðmör og þykja góð með en þá þarf aðeins minna af mjöli. Hálffyllið keppina og saumið fyrir. Lifrarpylsa 3-4 msk. sykur 1 lifur 100 g nýru ½ l mjólk eða kjötsoð ½ msk. salt 100 g hafragrjón 100 g hveiti 250 g rúgmjöl 400 g mör, smátt skorinn Hakkið lifur og nýru. Saltinu er blandað saman við mjólk, salt og sykur. Blandið kjöthakkinu og mjöli smám saman út í vökvann og mörnum skal blanda saman við síðast. Það á bæði við blóðmör og lifrarpylsu að strjúka þarf vætuna vel af keppunum þegar þeir eru teknir úr saltvatninu. Ekki setja of mikið af hrærunni í hvern kepp, gott er að miða við að helmingsfylla. Saumið fyrir gatið, strjúkið keppinn og jafnið þannig innihaldið (og passið að ekki myndist loftbólur). Þá keppi sem á að geyma og ekki sjóða strax í matinn má setja í frystikistuna. Slátur geymist í 6 til 8 mánuði í frysti. Þá keppi sem á að hafa til matar skal hins vegar sjóða strax. Setjið ekki of marga keppi í pottinn, það er betra að rúmt sé um þá. Þegar kepp- irnir fljóta upp skal stinga í þá með nál og hleypa loftinu út. Suðutími er þrjár klukkustundir. Heimild og nánari skýringar á www.ss.is Útgjöldin > Kílóverð á sveppum í ágúst ár hvert. 2005 2006 2007 2008 2009 5 5 5 6 57 5 8 6 8 31 9 0 4 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Mín verstu kaup voru Land Rover Free- lander-jeppi, sem ég átti fyrir nokkr- um árum,“ segir Marinó Thorlacius, ljósmyndari og eigandi ljósmynda- stúdíósins Altars, eftir dágóða umhugs- un. „Starfs míns vegna þurfti ég að ferð- ast mikið um landið og í vetrarfærðinni er betra að vera á einhverju jeppakyns. Ég keypti hann notaðan á tvær milljónir. Þetta reyndist hins vegar vera raunasaga frá upphafi til enda; bílinn bilaði stanslaust og ég var í eilífum vandræðum út af honum, lenti til dæmis oftar en einu sinni að sitja fastur úti á landi út af einhverj- um smábilunum. Ég hef sjaldan verið jafn feginn og þegar ég losnaði óvænt við bílinn. Farið hefur fé betra. Bestu kaupin eru hins vegar Nikon D70-myndavél sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Ég hafði verið að dufla eitthvað við ljósmyndun. Eftir að ég eignaðist þessa myndavél fór ég að fikra mig smám saman framar á skaftið, þar til ég ákvað að hella mér út í fagið. Ég á því alltaf eftir að halda dálítið upp á þessa myndavél; að vissu leyti henni að þakka að ég er þar sem ég er í dag.“ NEYTANDINN: MARINÓ THORLACIUS LJÓSMYNDARI Síbilandi jeppi og myndavél Yfirleitt er ódýrast að kaupa flugmiða langt fram í tímann, þá er mest úrvalið af hagstæðum miðum. Að því er fram kemur á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is hafa Íslendingar hins vegar nokkrar áhyggjur af því að það sé ekki öruggt að flugfélögin verði enn starfandi næsta sumar. Það hafi sýnt sig undanfarið að fyrirtæki sem talin eru traust hafa orðið gjaldþrota. Því hafa samtökin tekið saman punkta um réttindi neytanda fari flugfélag sem hann keypti af á hausinn: Ef einungis er keyptur miði þá fást engar bætur. Hafi hann verið greiddur með kreditkorti getur kortafyrirtækið kannski afturkallað greiðslu. Hafi viðkomandi keypt pakkaferð (alferð) þar sem hið gjaldþrota flugfélag sér um flugið á fyrirtækið sem seldi ferðina að aðstoða kaupanda. Verði ferðaskrifstofa gjaldþrota á tryggingar- skylda vegna alferðar að bæta tapið, bæði fyrir flug sem fellur niður og kostnaðar vegna heimferðar, sé fólk statt í útlöndum. Neytendasamtökin gefa þeim sem eru farnir að huga að ferðalögum næsta sumar það ráð að bóka pakkaferð, hótel og flugmiða. Þá teljist ferðin vera alferð og falli undir tryggingaskyldu fari eitthvað úrskeiðis. ■ Ferðalangar óttast gjaldþrot flugfélaga Betra að bóka líka hótel MIKILL SPARNAÐUR Þeir sem eru sólgnir í slátur ættu hiklaust að verja tímanum í slátur- gerð því afskaplega mikill verð- munur er á heimatilbúnu slátri og sláturkeppum keyptum úr búð. Verðathugun í Bónus á Lauga- vegi í gær leiddi í ljós að kílóverð á lifrarpylsu er 908 krónur og blóð- mör 728. Það þýðir að 400 gramma keppur, sem er hefðbundin stærð, kostar 363 krónur af lifrarpylsu en 290 krónur af blóðmör. Miðað við útreikningana á verði á slátri í greininni hér til hliðar má því sjá að þeir eru miklu dýrari en heimagerð- ir sem kosta á bilinu 140 til 240 áður en mjölkostnaði er bætt við. Íslendingar notuðu manna mest af matarlit í kreppunni á fjórða áratugnum að því er fram kom í fyrirlestri Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings um íslenskan kreppukost sem haldinn var nú í vikunni. Þá voru hér starfræktar nokkrar verk- smiðjur sem framleiddu matarlit, pylsur voru eldrauðar, Valstómatsósa eldrauð og litríkar kökur voru vinsæll veislukostur. Sólveig sagði ómögulegt að fullyrða hvers vegna liturinn var svo mikið notaður en kannski hafi fólk verið að lífga upp á matinn eftir að ávextir urðu sjaldséð sjón. Ást Íslendinga á matarlit hélt áfram í áratugi en um 1960 tóku efasemdir um hollustu matarlits tóku að kvikna. Þó að matarlit beri að nota í hófi er því ekki að neita að það er hægt að lífga allhressilega upp á kökur til að mynda með því að setja matarlit í kremið eins og meðfylgjandi mynd sýnir. ■ Íslendingar notuðu matarlit meira en aðrar þjóðir Litríkur matur í kreppunni Bleika slaufan er styrkur gegn krabbameini ömmur - mömmur - dætur - vinkonur - frænkur … fyrir allar systur H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.