Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 58
 8. október 2009 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 8. október ➜ Tónleikar 12.30 Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Juli- an M. Hewlett píanóleikari flytja íslensk og erlend lög og aríur á tón- leikum í Norræna húsinu við Sturlu- götu. 21.00 Friðrik Ómar og Jógvan Hansen flytja íslensk og færeysk dægur- lög á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. 21.00 Bebop-kvöld með Ómari Guð- jónssyni verður haldið í jazzkjallaranum í Café Cultura að Hverfisgötu 18. Með- leikarar hans eru Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Helgi Sv. Helgason. 22.00 Hljómsveitin Gordon Riots heldur útgáfutónleika á Dillon Rockbar við Laugaveg. 22.00 Anna Mjöll Ólafsdóttir verður með jazztónleika ásamt hljómsveit á Kringlukránni í Kringlunni. ➜ Opnanir 18.00 Hjá Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði verða opnar tvær sýningar. Þræddir þræðir: samsýning Ásgerðar Búadóttur, Hildar Hákonardóttur, Guð- rúnar Gunnarsdóttur og Hildar Bjarnda- dóttur. Einu sinni er: sýning Handverks og hönnunar þar sem þemað er „gamalt og gott“. ➜ Heimildarmyndir 20.00 Heimildarmyndin „Dreymt og upplifað, Knut Hamsun 1852-1952“ eftir norska leikstjórann Knut Erik Jen- sen verður sýnd í Norræna húsinu við Sturlugötu. Enginn aðgangseyrir. 16.00 Í Bókasafni Seltjarnarness í Eiðstorgi verða sýndar kvikmyndir Snæbjörns Ásgeirsson sem hann tók á nesinu. Myndirnar sýna 100 ára afmæli Mýrarhúsaskóla, 17. júní skemmtanir og Björgunasveitina Albert. ➜ Síðustu forvöð Hópur listamanna hefur opnað sýninguna „Lýðveldið við lækinn“ í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunn- ar í Þrúðvangi við Varmá í Álafoss- kvos. Sýningunni lýkur á sunnudag- inn. Opið alla daga kl. 14-18. ➜ Námskeið 20.00 Fjallahjólaklúbburinn býður upp á ókeypis námskeið þar sem Magnús Bergsson verður með leiðsögn og ræðir um vetrarundirbúning og hjólreiðar í vetrarfærð. Fólk er hvatt til að mæta með hjólin sín og boðið verður upp á ráðleggingar á yfirferð á gíra og bremsa. Námskeiðið er ókeypis og fer fram á baðstofuloftinu að Brekkustíg 2 (gömlu slökkviliðsstöðinni). ➜ Kvikmyndir Japönsk kvikmyndavika í boði Kvik- myndasafns Íslands og Sendiráðs Jap- ans á Íslandi stendur til 10. okt. Sýning- ar fara fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sýnd verður kvikmynd leik- stjórans Yuji Nakae, „Ástir Nabbie“ (Nabbie no koi) frá árinu 1999. ➜ Pub quiz 20.00 Fótbolta Pub quiz Sammarans verður haldið á Enska barnum við Austurstræti 12. Enginn aðgangseyrir og vegleg verðlaun. ➜ Fundir 20.00 Aðalfundur Félags um foreldra- jafnrétti verður haldinn að Árskógum 4 (jarðhæð) þar sem farið verður yfir stöðu foreldrajafnréttismála á Íslandi. ➜ Málþing 20.00 Í Listasafni Reykjavíkur munu Andrea Maack, Þorvaldur Þorsteinsson, Guðmundur Oddur Magnússon og Mar- grét Elísabet Ólafsdóttir fjalla um það hvar list og hönnun mætast. Umræður verða í lokin. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Karl Ingólfsson heldur fyrirlestur um vistakstur í Norræna félaginu við Óðinsgötu 7. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 12.00 Mark Weiner flytur erindi um uppruna og byggingu stjórnarskrár Bandaríkja Norður-Ameríku hjá Háskól- anum á Akureyri, Sólborg, (L201) við Norðurslóð. 20.00 Yvon le Maho flytur fyrirlestur- inn „Hvernig takast mörgæsir á við umhverfisógnir og loftslagsbreyt- ingar?“ hjá Alliance Française við Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar á www.af.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Annað kvöld er frumsýning í Nemenda- leikhúsi Listaháskóla Íslands. Verkið er nú sett upp í þriðja sinn hér á landi en hefur löngum verið talið eitt öndvegisverk rúss- neskra leikbókmennta: Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol. Þetta er fyrsta verkefni útskriftarhópsins á loka- ári: Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guð- jónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og Ævar Þór Benediktsson fara á næsta vori út í lífið. Það er engu logið um að verkið er mögnuð háðs- ádeila. Nú er það leikið í nýrri þýðingu Bjarna Jóns- sonar, leikritahöfundar og þýðanda. Leikritið Eftirlitsmaðurinn gerist í lítilli borg þar sem spillingin er allsráðandi. Ráðamenn mergsjúga þegnana og samfélagið líður fyrir græðgi og lágar hvatir þeirra sem deila og drottna. Mútur og svik eru daglegt brauð. Því verður uppi fótur og fit þegar fréttist að mættur sé á svæðið eftirlitsmaður frá Pétursborg til að taka út stjórnsýsluna. Í öllu upp- náminu fer hin makráða stétt villur vegar: hún telur eftirlitsmanninn vera aðkomumann sem sestur er upp í bænum en sá er á flótta undan réttvísinni, spilafífl og raupari, hrappur í fínum fötum. Úr verð- ur krassandi flétta þar sem allt er lagt í sölurnar til að bjarga eigin skinni og koma sér í mjúkinn hjá hinum grunaða eftirlitsmanni. Gogol hefði orðið 200 ára í ár en er svo sannar- lega sígildur í bestu merkingu þess orðs. Hann er talinn til höfuðskálda Rússa og leikritið Eftirlits- maðurinn er álitið þjóðargersemi þar í landi. Þekkt- asta skáldsaga hans er vafalaust Dauðar sálir sem kunn er í íslenskri þýðingu. Leikstjóri er Stefán Jónsson, leikmynd er í hönd- um Móeiðar Helgadóttur, Myrra Leifsdóttir sér um búninga og gervi, tónlist er samin af Margréti Kristínu Blöndal sem kunnari er sem Magga Stína, en hún stundar nú nám í tónsmíðum í LHÍ, og lýsing er í höndum Mika Haarinen, skiptinema í LHÍ. Frumsýning á Eftirlitsmanninum er á morgun og verða sýningar í Smiðjunni á Sölvhólsgötu en í vetur verða þrjár sýningar í Smiðjunni. pbb@frettabladid.is Eftirlitsmaðurinn er mættur hingað LEIKLIST Hver er í alvörunni og hver er að þykjast? Mjúkir en sjúkir litir í búningum, förðum og ljósi. Myndin er tekin á æfingu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Blandaður kór auglýsir eftir karlröddum Æfi ngar á mánudagskvöldum. Hafi ð samband 898-5068 majasigrun@gmail.com eða 661-7289 gulliberg@vortex.is Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti. Tilvalið fyrir stóra sem smáa hópa! Kringlukráin • Kringlunni 4-12 • 103 Reykjavík Sími:568 0878 • www.kringlukrain.is Við erum stolt af að geta boðið gestum okkar að sjá og heyra þessar goðsagnir íslensks skemmtanalífs og hvetjum því allt lífsglatt og sprækt fólk til að láta þetta ekki fram hjá sér fara! Ómar Ragnarsson Þuríður Sigurðardóttir Stórdans- leikur um helgina! Lúdó & Stefán Ath. aðeins þessa einu helgi!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.