Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 68
52 8. október 2009 FIMMTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 L 16 16 16 16 L 14 L GUÐ BLESSI ÍSLAND kl. 5.45 - 8 - 10.15 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.20 - 8 - 10.40 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM L kl. 5.20 - 8 - 10.40 JENNIFER´S BODY kl. 5.45 - 8 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10.20 BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 4 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 SÍMI 462 3500 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.45 - 8 - 10.15 JENNIFER´S BODY kl.10 BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 5.45 THE UGLY TRUTH kl. 8 16 16 L 14 L 16 14 18 GUÐ BLESSI ÍSLAND kl. 5.45 - 8 - 10.15 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 6 - 9 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 ANTICHRIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 SÍMI 530 1919 14 16 16 16 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.50 - 8.30 - 11 JENNIFER´S BODY kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 BEYOND REASONABLE DOUBT kl. 5.45 - 8 - 10.20 SÍMI 551 9000 -H.S.,MBL 47.000 MANNS! ATH: ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA ÓTEXTUÐ ★★★ „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV ★★★ – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl 16 SURROGATES kl. 6 - 8D - 10:10D SURROGATES kl. 5 - 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6D FUNNY PEOPLE kl. 5 - 8 - 10:50 HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:20 DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20 BANDSLAM kl. 5:30 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:50 síðasta sinn UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50 HARRY POTTER kl. 8 síðasta sinn SURROGATES kl. 6 - 8:20D - 10:30D ALGJÖR SVEPPI kl. 6D KRAFTUR SÍÐASTI SPRETTURINN kl. 8:10D - 9:20D DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 FINAL DESTINATION 4 kl.10:30(3D) síðasta sinn UPP M/ ísl. Tali kl. 6(3D) 16 16 16 12 12 L L L L L HTTP://FACEBOOK.COM/BIOMYNDIR - WASHINGTON POST  B R U C E W I L L I S BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPEN- NANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF. - S.V. MBL. - K.U. – Time Out New York 16 16 16 V I P 10 12 12 L L L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6 SURROGATES kl. 8 UP M/ ísl. Tali kl. 6 FUNNY PEOPLE kl. 8 - bara lúxus Sími: 553 2075 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 3.30, 6 og 9 16 FUNNY PEOPLE kl. 7 og 10 12 BIONICLE - Íslenskt tal kl. 4(650 kr.) L THE UGLY TRUTH kl. 4, 6, 8 og 10 12 ATH! 650 kr. Listamaðurinn Alexander Zak- lynzky stendur fyrir kvikmynda- sýningu í Hafnarhúsinu til styrkt- ar íslenskri list. Sýnd verður heimildarmyndin A Sea Change, í leikstjórn Barböru Ettinger, sem fjallar um áhrif mengunar og ofveiði á lífríki hafsins og hefur hlotið fjölda verðlauna á kvik- myndahátíðum víða um heim. „Aðstandendur kvikmyndarinn- ar höfðu samband við mig því þeir vildu sýna myndina hér á landi. Ég hélt að það væri sniðugt að sýna myndina og láta ágóðann renna til styrktar íslenskum listamönn- um sem eru á leið til Danmerkur til að taka þátt í Climate Forum- ráðstefnunni sem haldin verður í desember,“ segir Alexander. „Við erum að leita eftir verkum eftir fleiri listamenn til að hafa með okkur út til sýningar. Verkin verða þó að tengjast umhverfisvit- und á einhvern hátt því ráðstefnan fjallar um umhverfismál. Ég tel að listamenn geti átt stóran þátt í að auka umhverfisvitund fólks með list sinni og finnst mikilvægt að listamenn séu svolítið meðvitað- ir um umhverfi sitt. Ef fólk hefur áhuga á að sýna verk á ráðstefn- unni þá getur það haft samband við mig í gegnum síðuna www. asea.is,“ segir Alexander. Myndin verður sýnd laugardag- inn 10. október klukkan 18.00 og er aðgangseyrir 500 krónur. - sm Listamenn styrktir STYRKIR LISTAMENN Alexander sýnir heimildarmynd um verndun hafsins. Ágóðinn rennur til styrktar listamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TÓNLIST ★★★ I Am a Tree Now Þóra Björk Hæfileikamanneskja á ferð I Am a Tree Now er fyrsta plata Þóru Bjarkar Þórðar- dóttur sem varð í öðru sæti í baráttu- og bjartsýnislaga- keppni Rásar 2 í sumar með lagið Sumarylur. Laufléttur rólyndis þjóðlaga/blús/djass- andi er yfir stærstum hluta plötunnar, en þó er tekið á popprás endrum og eins með fínum árangri. Sumarylurinn valíumkenndi er góðu heilli ekki of einkenn- andi fyrir gripinn í heild, því flestar hinna lagasmíðanna eru nokkuð skemmtilegar og grípandi. Má sérstaklega nefna upphafslagið Mystery Man, titillagið, ballöðuna gullfallegu Soft Hands, The One for Me og Would You Mind, sem tekst á gott flug í viðlaginu, í því sambandi. Síðri eru You‘ll Meet a Stranger, Still With Empty Hands og Þúég. Þóra Björk býr augljóslega yfir gnótt af hæfileikum. Söngurinn er fallegur og melódíurnar þægilegar (hvorutveggja minnir meira en lítið á Emilíönu Torrini). Meira mætti leggja upp úr textum, sem eru oft og tíðum endur- tekningar á klisjulegum vangaveltum um náttúru mannskepnunnar. Hljóð- færaleikur er framúrskarandi góður og valinn maður í hverju rúmi. Hér á ferð hin fínasta plata. Þóra Björk verður örugglega áberandi á næst- unni. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Fallega sungin, þægileg og grípandi lög en textagerðin brokk- geng. Fín plata. Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Sonur Gunna Þórðar þreifar nú fyrir sér í tónlistinni. „Nei, við erum ekkert líkir Trú- broti, þetta er nú frekar eins og King Crimson, Yes og ELP rúllað upp í eitt,“ segir Zakarías Gunnars- son, 21 árs sonur Gunnars Þórðar- sonar tónlistarmanns. Zakarías spilar á bassa með hljómsveit- inni Caterpillarmen. Með honum í bandinu eru bræðurnir Ísak Örn og Ingimundur Guðmundssynir á gítar og orgel og Andri Þórhalls- son á trommur. „Ég er gamli kallinn í bandinu, 21 árs,“ segir Zakarías. Hann segir hina hafa verið að fást við blúsrokk en bandið hafa farið að „proggast upp“ þegar hann kom til sögunn- ar í janúar á þessu ári. „Við sækj- um samt alveg innblástur í yngri bönd eins og Battles,“ bætir hann við. Caterpillarmen hefur verið að vekja athygli að undanförnu með gríðarþéttri frammistöðu á tónleikum og fyrsta platan er til- búin. Hún heitir Api og kemur út á vegum Brak-útgáfunnar bráð- lega, eða „fyrir Airwaves,“ eins og Zakarías segir. „Það eru sex lög á henni með eins mörgum köflum og hægt er að troða í hvert lag. Platan er samtals 38 mínútur. Við erum svo byrjaðir að pæla í næstu plötu og erum meðal annars komnir með eitt 20 mínútna lag sem skiptist í fjóra kafla.“ Á meðan synir Rúnars Júlíus- sonar hafa getið sér gott orð í mús- íkinni er Zakarías fyrsti afkom- andi Gunna Þórðar sem lætur til sín taka á þessu sviði. „Ég byrjaði að læra á bassa tólf ára, fór á gít- arinn fimmtán ára, og síðan aftur á bassann. Og jú, pabbi er mjög ánægður með bandið,“ segir hann. Caterpillarmen: Leggið nafnið á minnið. Næst spilar bandið á Grand rokk nú á föstudagskvöldið á fjár- öflunartónleikum fyrir Hljóðstof- una, nýtt hljóðver. Það kemur fram auk átta annarra hljómsveita, þar á meðal Mammút, Bob og Sudden Weather Change. drgunni@frettabladid.is Sonur Gunna Þórðar er kominn í tónlistarbransann PROGGAÐIR Hljómsveitin Caterpillarmen frá vinstri: Andri, Zakarías, Ísak Örn og Ingimundur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðeins hálfum mánuði eftir að stúlknasveitin Sugababes skipti út söngkonunni Keishu Buchan- an fyrir Eurovision-farann Jade Ewen virðist allt vera komið í bál og brand á ný. Upptök rifrildisins voru þau að á meðan verið var að mynda stúlkurnar hringdi farsími Amelle Berrabah í sífellu og gera þurfti hlé á tökum á meðan hún svaraði í símann. Samkvæmt heimildarmanni The Sun fór þessi truflun mjög í taugarnar á þeim Ewen og Heidi Range. „Hinar þurftu að bíða á meðan Amelle svaraði í símann og það fór meira og meira í taugarnar á þeim. Umboðsmaður þeirra þurfti að skerast í leikinn og segja þeim að haga sér eins og fagmenn.“ Sykurstúlkur ósáttar RIFIST Ósætti er á milli stúlknanna í Sugababes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.