Fréttablaðið

Date
  • previous monthOctober 2009next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 1

Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI REYKJAVÍK Æ fleiri stúlkur æfa nú fótbolta í Reykjavík og hefur þeim fjölgað til muna undanfarin ár. Frímann A. Frímannsson, for- maður Íþróttabandalags Reykja- víkur, segir mun fleiri stúlkna- lið taka þátt í mótum í Reykjavík. Það sýni að mikil aukning sé í kvennaboltanum. Frímann segir ekki ólíklegt að góður árangur kvennalands- liðsins eigi sinn þátt í því. Þá sé kvennaboltinn kominn með sínar stjörnur, svo sem Margréti Láru, sem stelpurnar líti upp til. Kjartan Magnússon, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir öll stóru félögin í Reykjavík nú eiga gervi- grasvelli sem nýtist vel í kvenna- boltanum. „Hringnum var lokað með Víkingsvellinum í haust og svo fékk Þróttur nýtt gervigras. Það hefur verið mikil aukning í stelpuboltanum og mörg lið voru ekkert að auglýsa hann þar sem aðstaðan var ekki nógu góð. En staðan er mun betri nú.“ - kóp Sprenging í kvennaboltanum í Reykjavík: Flykkjast í fótboltann FRAMKVÆMDIR Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og trygginga- málaráðherra, að vinna að hug- myndum um byggingu 361 hjúkr- unarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjár- magnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heim- ila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheim- ila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóð- urinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostn- aður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðu- neytið um leigugreiðslur til fjöru- tíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunar- rýmunum 361 byggð í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar laga- breytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum,“ sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum við- kvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni.“ - pg MIÐVIKUDAGUR 14. október 2009 — 243. tölublað — 9. árgangur Bára Huld Sigfúsdóttir heillaðist af Indlandi fyrir tveimur árum. Þá sótti hún námskeið í Bangal-ore á Suður-Indlandi í tengslum við meistaranám í náttúru- og umhverfissiðfræði og var staðráð-in í því að snúa aftur. Hún komst í samband við sjálfboðaliðasam-tökin Idex í gegnum Nínukot, sem hefur milligöngu um vinnu og verkefni um víða veröld, og starf-aði um fjögurra vikna skeið við barnakennslu í smábænum Jhsem er í á viljað vera lengur til að ná betri tökum á kennslunni en ég held þó að börnin hafi aðallega þurft á athygli og umhyggju að halda.“ Bára segir að átakanlegt hafi verið að sjá hvernig komið var fram við börnin og fjölskyldur þeirra en stéttaskiptingin á Ind-landi er gríðarleg og langur vegur frá því að komið sé fram við alla sem jafningja. „Ættbálkurinnvinnur þó fy i þarna ein innan um milljónir enda öll skilningarvitin virk á Indlandi. Mér fannst maturinn alveg frá-bær en gat þó ekki borðað hvað sem er enda á varðbergi gagnvart kóleru og öðrum sjúkdómum.“ Bára kynntist góðu fólki frá öllum skúmaskotum heims á ferð sinni en sjálfboðaliðastarfið stendurþó upp úr. „Mér fann t fk Kenndi útskúfuðum börnum á Indlandi UPPLÝSINGAR O Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á kreppu- tímum. ÁRNI PÁLL ÁRNASON FÉLAGS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA VEÐRIÐ Í DAG BÁRA HULD SIGFÚSDÓTTIR Kenndi stærðfræði og ensku á Indlandi á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS ÓSKAR PÁLL SVEINSSON Is It True? Eurovision- lag áratugarins Eurovision-nördar dýrka silfurlagið FÓLK 26 FÓLK Írska strákasveitin Westlife er væntanleg til landsins um helgina í þeim erindagjörðum að taka upp myndband. Sveitin hyggst gefa út breiðskífu í lok næsta mánaðar en hún hefur notið mikilla vinsælda í Bret- landi undanfarin áratug. Westlife fetar þar með í fótspor annarrar strákasveitar, Take That, sem kom hingað fyrir þremur árum og gerði myndband við Reykja- nesvita. - fgg / sjá síðu 26 Gera myndband á Íslandi: Westlife mæta Landsbjörg tíu ára Starfsemi Slysavarna- félagsins Landsbjargar byggist á framlagi sjálfboðaliða. TÍMAMÓT 18 Hjúkrunar- rými fyrir níu milljarða Ríkisstjórnin hefur heimilað félags- og trygginga- málaráðherra að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis. Stefnt að því að fjármagna verk- efnið með 100% lánum til 40 ára úr Íbúðalánasjóði. HVESSIR Í dag verða sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast á annesjum vestan til. Hvassviðri vestan og norðvestan til í kvöld. Rigning eða skúrir en úrkomulítið norðan og austan til. Hiti 8-14 stig. VEÐUR 4 12 12 12 13 9 HJÚKRUNARRÝMI SEM BYGGJA Á 2010-2012 Sveitarfélag Rými Akureyri 45 Borgarbyggð 32 Fljótdalshérað 30 Garðabær 60 Hafnarfjörður 60 Kópavogur 44 Reykjanesbær 30 Mosfellsbær 30 Seltjarnarnes 30 Alls 361 HAUSTLITIR Þótt það hausti snemma á Íslandi endar sumarið líka í öðrum heims- hlutum. Þessar stúlkur nutu haustlitanna í almenningsgarði í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær þrátt fyrir rigninguna. NORDICPHOTOS/AFP Bókhneigður innbrotsþjófur Brotist var inn hjá bókaútgáfunni Bjarti og þýðingu á nýrri bók Dans Brown stolið. FÓLK 22 Í LAUGARDAL Stelpurnar í Þrótti njóta nýja gervigrassins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veigar með sigurmarkið Ísland vann 1-0 sigur á liði Suður- Afríku í Laugar- dalnum í gær. ÍÞRÓTTIR 21

x

Fréttablaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
23
Assigiiaat ilaat:
7021
Saqqummersinneqarpoq:
2001-2023
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.03.2023
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað
Sponsori:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 243. tölublað (14.10.2009)
https://timarit.is/issue/295967

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

243. tölublað (14.10.2009)

Actions: