Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI REYKJAVÍK Æ fleiri stúlkur æfa nú fótbolta í Reykjavík og hefur þeim fjölgað til muna undanfarin ár. Frímann A. Frímannsson, for- maður Íþróttabandalags Reykja- víkur, segir mun fleiri stúlkna- lið taka þátt í mótum í Reykjavík. Það sýni að mikil aukning sé í kvennaboltanum. Frímann segir ekki ólíklegt að góður árangur kvennalands- liðsins eigi sinn þátt í því. Þá sé kvennaboltinn kominn með sínar stjörnur, svo sem Margréti Láru, sem stelpurnar líti upp til. Kjartan Magnússon, formað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir öll stóru félögin í Reykjavík nú eiga gervi- grasvelli sem nýtist vel í kvenna- boltanum. „Hringnum var lokað með Víkingsvellinum í haust og svo fékk Þróttur nýtt gervigras. Það hefur verið mikil aukning í stelpuboltanum og mörg lið voru ekkert að auglýsa hann þar sem aðstaðan var ekki nógu góð. En staðan er mun betri nú.“ - kóp Sprenging í kvennaboltanum í Reykjavík: Flykkjast í fótboltann FRAMKVÆMDIR Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og trygginga- málaráðherra, að vinna að hug- myndum um byggingu 361 hjúkr- unarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. Framkvæmdirnar verða fjár- magnaðar úr Íbúðalánasjóði en breyta þarf lögum til að heim- ila sjóðnum að veita 100 prósenta lán til byggingar hjúkrunarheim- ila með fjörutíu ára lánstíma og 4,6 prósenta vöxtum. Lögum um Framkvæmdasjóði aldraðra yrði einnig breytt þannig að árin 2012 og 2013 greiði framkvæmdasjóð- urinn rekstrar- og leigukostnað þannig að aukinn rekstrarkostn- aður falli ekki á ríkissjóð fyrr en 2014. Forsenda þess að lánað verði til framkvæmda er að hlutaðeigandi sveitarfélag hafi gert samning við fjármála- og félagsmálaráðu- neytið um leigugreiðslur til fjöru- tíu ára. Árni Páll sagði stefnt að því að Framkvæmdasjóður gæti létt undir með sveitarfélögunum hvað varðar þeirra kostnað fyrstu árin. Alls verða 224 af hjúkrunar- rýmunum 361 byggð í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur. Um 200 rými á að taka í notkun í staðinn fyrir fjölbýlisrými, þannig að af þessum 361 verða um 160 ný hjúkrunarrými. Árni Páll sagði að ríkisstjórnin hefði í gær falið honum að vinna að frekari útfærslu málsins í samstarfi við fjármálaráðherra og leita samninga við sveitarfélög. Markmiðið er að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um nauðsynlegar laga- breytingar strax á næstu vikum. „Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á krepputímum,“ sagði Árni Páll. „Ef við getum fundið leið til þess að gera þetta núna án þess að það leiði til aukaútgjalda fyrir ríkissjóð á þessum við- kvæmu tímum fram til 2014 eigum við tvímælalaust að ráðast í þetta verkefni.“ - pg MIÐVIKUDAGUR 14. október 2009 — 243. tölublað — 9. árgangur Bára Huld Sigfúsdóttir heillaðist af Indlandi fyrir tveimur árum. Þá sótti hún námskeið í Bangal-ore á Suður-Indlandi í tengslum við meistaranám í náttúru- og umhverfissiðfræði og var staðráð-in í því að snúa aftur. Hún komst í samband við sjálfboðaliðasam-tökin Idex í gegnum Nínukot, sem hefur milligöngu um vinnu og verkefni um víða veröld, og starf-aði um fjögurra vikna skeið við barnakennslu í smábænum Jhsem er í á viljað vera lengur til að ná betri tökum á kennslunni en ég held þó að börnin hafi aðallega þurft á athygli og umhyggju að halda.“ Bára segir að átakanlegt hafi verið að sjá hvernig komið var fram við börnin og fjölskyldur þeirra en stéttaskiptingin á Ind-landi er gríðarleg og langur vegur frá því að komið sé fram við alla sem jafningja. „Ættbálkurinnvinnur þó fy i þarna ein innan um milljónir enda öll skilningarvitin virk á Indlandi. Mér fannst maturinn alveg frá-bær en gat þó ekki borðað hvað sem er enda á varðbergi gagnvart kóleru og öðrum sjúkdómum.“ Bára kynntist góðu fólki frá öllum skúmaskotum heims á ferð sinni en sjálfboðaliðastarfið stendurþó upp úr. „Mér fann t fk Kenndi útskúfuðum börnum á Indlandi UPPLÝSINGAR O Það er mikilvægt að horfa til framtíðar á kreppu- tímum. ÁRNI PÁLL ÁRNASON FÉLAGS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA VEÐRIÐ Í DAG BÁRA HULD SIGFÚSDÓTTIR Kenndi stærðfræði og ensku á Indlandi á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS ÓSKAR PÁLL SVEINSSON Is It True? Eurovision- lag áratugarins Eurovision-nördar dýrka silfurlagið FÓLK 26 FÓLK Írska strákasveitin Westlife er væntanleg til landsins um helgina í þeim erindagjörðum að taka upp myndband. Sveitin hyggst gefa út breiðskífu í lok næsta mánaðar en hún hefur notið mikilla vinsælda í Bret- landi undanfarin áratug. Westlife fetar þar með í fótspor annarrar strákasveitar, Take That, sem kom hingað fyrir þremur árum og gerði myndband við Reykja- nesvita. - fgg / sjá síðu 26 Gera myndband á Íslandi: Westlife mæta Landsbjörg tíu ára Starfsemi Slysavarna- félagsins Landsbjargar byggist á framlagi sjálfboðaliða. TÍMAMÓT 18 Hjúkrunar- rými fyrir níu milljarða Ríkisstjórnin hefur heimilað félags- og trygginga- málaráðherra að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis. Stefnt að því að fjármagna verk- efnið með 100% lánum til 40 ára úr Íbúðalánasjóði. HVESSIR Í dag verða sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast á annesjum vestan til. Hvassviðri vestan og norðvestan til í kvöld. Rigning eða skúrir en úrkomulítið norðan og austan til. Hiti 8-14 stig. VEÐUR 4 12 12 12 13 9 HJÚKRUNARRÝMI SEM BYGGJA Á 2010-2012 Sveitarfélag Rými Akureyri 45 Borgarbyggð 32 Fljótdalshérað 30 Garðabær 60 Hafnarfjörður 60 Kópavogur 44 Reykjanesbær 30 Mosfellsbær 30 Seltjarnarnes 30 Alls 361 HAUSTLITIR Þótt það hausti snemma á Íslandi endar sumarið líka í öðrum heims- hlutum. Þessar stúlkur nutu haustlitanna í almenningsgarði í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær þrátt fyrir rigninguna. NORDICPHOTOS/AFP Bókhneigður innbrotsþjófur Brotist var inn hjá bókaútgáfunni Bjarti og þýðingu á nýrri bók Dans Brown stolið. FÓLK 22 Í LAUGARDAL Stelpurnar í Þrótti njóta nýja gervigrassins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veigar með sigurmarkið Ísland vann 1-0 sigur á liði Suður- Afríku í Laugar- dalnum í gær. ÍÞRÓTTIR 21

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 243. tölublað (14.10.2009)
https://timarit.is/issue/295967

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

243. tölublað (14.10.2009)

Aðgerðir: