Fréttablaðið - 14.10.2009, Síða 22
18 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Aldarafmælis séra Bjarna Þor-
steinssonar var minnst þennan
dag árið 1961 og voru vegleg há-
tíðarhöld af því tilefni á Siglufirði
þar sem hann þjónaði samfleytt
í 47 ár. Hátíðarhöldin stóðu í tvo
daga og voru haldnir tónleikar og
guðsþjónustur í minningu hans
auk þess sem ævisaga hans,
Ómar frá tónskáldsævi, eftir Ing-
ólf Kristjánsson kom út.
Bjarni var prestur og tónskáld
en er þekktastur fyrir að hafa
safnað íslenskum þjóðlögum.
Hann var brautryðjandi í íslensku
tónlistarlífi og samdi fjölda al-
kunnra laga. Hann hafði með
messusöngvum sínum mikil áhrif
á söngmennt í kirkjum landsins.
Bjarni hóf að safna þjóð-
lögum í kringum 1880 en þá
tók hann eftir því að hann
fann hvergi í söngvabókum
ýmis lög sem hann hafði lært
á uppvaxtarárum sínum. Hann
mætti litlum skilningi þegar
hann fyrst ljáði máls á mikilvægi
þess að skrá þessi lög en á ár-
unum 1906 til 1909 kom þjóð-
lagasafn hans út með styrk úr
Landssjóði og danska Carlsberg-
sjóðnum. Síðar fékk hann
prófessorsnafnbót fyrir verkið.
DWIGHT D. EISENHOWER FÆDDIST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1890.
„Einungis Bandaríkjamenn geta
skaðað Bandaríkin.“
Eisenhower var forseti Bandaríkj-
anna fyrir repúblikana á
árunum 1953 til 1961.
MERKISATBURÐIR
1201 Guðmundur Arason,
prestur á Víðimýri, er kjör-
inn biskup á Hólum.
1863 Fjórir Íslendingar, sem
fluttust til Brasilíu, komu
til Rio de Janeiro eftir
þriggja mánaða ferð.
Þetta var upphaf ferða til
Brasilíu en þær urðu und-
anfari fólksflutninga til
Kanada og Bandaríkjanna
um og upp úr 1870.
1953 Núverandi merki Atlants-
hafsbandalagsins er tekið
upp.
1964 Rafreiknir Háskóla Íslands
kemur til landsins og þótti
hann afkastamikið tæki.
1964 Martin Luther King, Jr.
hlýtur friðarverðlaun
Nóbels.
1981 Hosni Mubarak er kjörinn
forseti Egyptalands.
ÞETTA GERÐIST: 14. OKTÓBER ÁRIÐ 1961
Aldarafmælis Bjarna minnst
Hafnar eru framkvæmdir við nýtt
geymslu- og verkstæðishús við Sam-
göngusafnið í Skógum undir Eyja-
fjöllum. Húsið verður 1.380 fermetr-
ar að grunnfleti en auk þess er gert
ráð fyrir um 500 fermetra millilofti
sem verður framtíðargeymsla fyrir
safngripi Byggðasafnsins. Í húsinu
verður komið upp aðstöðu til for-
vörslu á safnmunum og til að gera
upp bíla og vélar sem eru í eigu þess.
Söfnin í Skógum hafa verið í örum
vexti undanfarin ár. Árið 1995 var
aðalbygging Byggðasafnsins tekin
í notkun, þremur árum síðar var
Skógakirkja vígð og árið 2002 var
Samgöngusafnið í Skógum opnað.
Þetta nýja hús mun leysa brýna þörf
fyrir geymslurými sem er af skorn-
um skammti í núverandi húsum.
Geymsluhúsið verður stálgrindar-
hús sem byggt verður með hefð-
bundnum hætti, en ekki notast við
tilbúnar einingar í þak og veggi.
Þetta skapar meiri vinnu á staðnum.
Vonast er til að þessi framkvæmd
komi til með að skapa atvinnu fyrir
heimamenn næstu misserin en áætl-
uð verklok eru haustið 2012.
Skógar er vinsæll ferðamannastað-
ur og fær Skógasafn yfir 40 þúsund
gesti árlega. Byggðasafnið í Skógum
er stærsta byggðasafn landsins og
Samgöngusafnið í Skógum hefur þró-
ast hratt þótt ungt sé og stöðugt ber-
ast því munir til varðveislu. Um
250 þúsund gestir hafa skoðað Sam-
göngusafnið frá opnun þess í júlí
2002.
Framkvæmt í Skógum
FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Ólafur Eggertsson,
bóndi á Þorvaldseyri, formaður safnstjórnar
og oddviti Rangárþings eystra, tók fyrstu
skóflustunguna að viðstaddri stjórn safnsins.
Sungið verður til styrktar börnum sem eiga foreldri sem feng-
ið hefur heilablóðfall í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan átta
og svo á Græna hattinum klukkan níu á fimmtudagskvöld. Á
báðum tónleikunum kemur fjöldi tónlistarmanna fram, í Saln-
um mun til dæmis KK, Magnús Þór, Baggalútur, Villi nagl-
bítur og Þórunn Lárusdóttir söngkona, sem einnig er vernd-
ari styrktarsjóðs samtakanna, taka lagið. Á Akureyri eru það
Hvanndalsbræður, Magni, Rúnar EFF og Pálmi Gunnarsson
sem ætla að taka lagið svo einhverjir séu nefndir.
Styrktarsjóðurinn Faðmur-Heilaheill stendur fyrir skemmti-
dagskránni. Miðaverð er 2.000 krónur. Nánari upplýsingar má
sjá á síðunni heilaheill.is.
Styrktartónleikar
Heilaheilla
SALURINN Annað kvöld verða haldnir tónleikar til styrktar Heilaheill-
BJARNI ÞORSTEINSSON Prestur og
þjóðlagasafnari á Siglufirði
MOSAIK
Ástkær sonur okkar og bróðir,
Stefán Már Harðarson
Múlasíðu 7d, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 15.
október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, reikningsnr.
301-26-545, kt. 630591-1129, s. 588-7555.
Bára Waag Rúnarsdóttir Jóhann Helgi Steinarsson
Marta Ósk Jóhannsdóttir
Almar Ingi Jóhannsson
Hörður Guðmundsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Jakobsson
Lerkilundi 18, Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu-
daginn 12. október. Útförin auglýst síðar.
Guðrún Helgadóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnaði
tíu ára afmæli í byrjun mánaðarins
en það varð til við sameiningu Slysa-
varnafélags Íslands sem var stofnað
árið 1928 og Landsbjargar, landssam-
bands björgunarsveita sem var stofn-
að árið 1991. Félagið byggir því á
gömlum grunni en sameiningin hafði
í för með sér mikið hagræði.
„Við það færðust allar björgunar-
sveitirnar undir einn hatt sem veit-
ir betri yfirsýn yfir stefnumótun,
þjálfun og rekstur,“ segir Kristinn
Ólafsson framkvæmdastjóri félags-
ins. Því tilheyra nú 95 björgunar-
sveitir í öllum helstu þéttbýliskjörnum
landsins. „Þær eru í raun sjálfstæð-
ar rekstrareiningar sem sækja þjón-
ustu til okkar en við rekum til dæmis
björgunarskóla og höfum umsjón með
sameiginlegum fjáröflunum,“ segir
Kristinn.
Innan félagsins eru einnig fimm-
tíu slysavarnadeildir en þær vinna
bæði að slysavörnum og fjáröflun-
um. „Innan þeirra eru svokallað-
ar kvennadeildir en konur höfðu
einmitt frumkvæði að stofnun
Slysavarnafélags Íslands á sínum
tíma. Þær voru margar eiginkonur sjó-
manna sem höfðu horft á eftir sínum
nánustu í vota gröf og vildu leggja sitt
af mörkum. Þriðji fóturinn í félaginu
er síðan unglingastarfið sem við erum
afskaplega stolt af en við rekum fimm-
tíu unglingadeildir um allt land. Þar
fá þrettán til sextán ára ungmenni
að kynnast starfsemi björgunarsveit-
anna frá ýmsum hliðum auk þess sem
um er að ræða heilbrigðan og góðan
félagsskap.“
Allir félagar björgunarsveitanna
gefa vinnu sína og segir Kristinn það
vekja mikla athygli víða erlendis en
þar er fátítt að bæði sjó- og landbjörg-
un byggi eingöngu á sjálfboðaliðum.
„Svo má ekki gleyma atvinnurekend-
um sem margir gefa starfsmönnum
sínum í björgunarsveitunum frí þegar
til útkalla kemur auk þess sem flestir
starfsmennirnir halda launum sínum
á meðan.“
Um átján þúsund manns eru skráðir
í félagið en um 3.000 eru á svokölluðum
útkallalista. Þetta fólk þarf að sækja
fjölmörg námskeið og vera í stöðugri
þjálfun. „Til að gefa gleggri mynd af
starfseminni má nefna að á bak við
hverja klukkustund sem við erum í út-
kalli liggja tíu klukkustundir í fjáröfl-
un og þjálfun og því er ljóst að starf-
semin byggir á óhemju duglegu fólki,“
segir Kristinn.
Helstu fjáröflunarleiðirnar eru flug-
eldasalan fyrir áramót og Neyðar-
kall björgunarsveitanna sem er seld-
ur í nóvember en auk þess fær félagið
styrki frá ríkinu til að reka Slysavarna-
skóla sjómanna, sporhunda, björgunar-
skólann og ýmis tæki og tól.
Haldið var upp á áttatíu ára afmæli
Slysavarnafélags Íslands í fyrra og af
því tilefni var opnuð sögusýning í Sam-
göngusafninu á Skógum sem stendur
enn. Um þessar mundir er Saga film
síðan að vinna heimildarmynd um fé-
lagið. „Um er að ræða þriggja ára verk-
efni og eru kvikmyndatökumenn búnir
að fylgja okkur eftir í tvö ár. Nú þegar
er til mikið efni og verður spennandi
að sjá útkomuna.“ vera@frettabladid.is
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG: ER TÍU ÁRA
Byggir á óhemju duglegu fólki
EINSTÖK STARFSEMI Starfsemi félagsins hefur vakið athygli erlendis enda er fátítt að bæði sjó- og landbjörgun byggi eingöngu á sjálfboðaliðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA