Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 24

Fréttablaðið - 14.10.2009, Page 24
20 14. október 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þarna! Þetta er tréð sem við munum skreyta á jólunum! Mér sýnist Bjarna vera dálít- ið kalt! Svona Bjarni. Sestu á sleðann og hlýj- aðu fótunum þínum aðeins! Hann er með frekar þunnan feld greyið! Kannski af því þú ert alltaf að raka hann? Hann verður að líta sæmi- lega út! Það versta sem ég veit er fólk sem ekki passar upp á dýrin sín! Eh... Hvað er að því að ég hafi sett eitt plakat upp í skápnum okkar? Sko. Þetta er skáp- urinn OKKAR! Það var þín hug- mynd að við mynd- um deila skáp, ekki satt? Uhm. „Deila“ þýðir jafn aðgangur, ekki satt? Ekki satt? EKKI SATT? Sagðirðu henni þína meiningu? Uhmm já. Ég lét mig hverfa á hundrað kíló- metra hraða. Alvitri sfinx, eigandi minn skilur mig ekki... en þinn? Ég er í vafa... Hún hefur ekki enn nefnt nafn þitt. Þarna er Solla þegar hún lærði að skríða. Þarna er Solla þegar hún lærði að labba. Þarna er Solla þegar hún lærði að hjóla á þríhjóli. Barnæska þín var frek- ar slitrótt. Af hverju heldurðu að þau hafi keypt vídeó- kameruna? Næst á dagskrá á lífsstílsrásinni: Við tölum við konu sem á yfir sex hundruð afkvæmi... hvernig fer hún að þessu? Lækkandi sól, kólnandi veður og veturinn langi fram undan bera alltaf með sér ofurlítinn ævintýrablæ. Langir skuggar eftirmiðdagsins, stjörnubjartur himinn og dularfullt tunglsljós sveipar hversdagslega hluti í borginni okkar dálítið undarlegum ljóma og hvað þá þegar keyrt er einhvern spöl út fyrir bæjarmörkin. Fram undan er útlenska hrekkjavökuhátíðin sem mér finnst þó í fína lagi að innleiða á Íslandi. Ungir sem aldnir hafa jú gaman af því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í rökkrinu. Um þessar mundir er breska dagblaðið The Guardian að birta afar skemmtilega greina- seríu um ævintýri. Hin klassísku ævintýri hafa alltaf legið sterklega á mínu áhugasviði enda er merkilegt að svona dimmar, gotneskar og skelfilegar sögur skuli í raun og veru eiga erindi við börn. Það gefur augaleið að djúp- ir Freudískir straumar liggja að baki sagna um satanískar stjúpmæður, ofbeldisfulla feður, prinsa sem breytast í litla froska og prinsessu sem býr með sjö dvergum. Mér stóð ekkert á sama um daginn þegar ég las Hans og Grétu fyrir börnin mín því ég hafði gleymt því hvernig móðirin hræðilega vildi losna við þau og hvernig nornin fitaði dreng- inn upp í búri áður en hún ætlaði að fram- kvæma mannát. Börn láta þó fátt hræða sig nú til dags. Í fyrravetur teiknaði dóttir mín teiknimyndasögu í skólanum sem hún sýndi mér stolt. Sagan hét „Svarthetta“ og þar beit Svarthetta úlfinn með beittum vampíru- tönnum til dauða áður en hann skaðaði nokk- urn mann. „Af hverju skrifaðir þú þetta?“ spurði ég hina ungu Angelu Carter, furðu lostin. „Rauðhetta var bara svo leiðinleg,“ var svarið. Gotneskur hryllingur − fyrir börn NOKKUR ORÐ Anna Margrét Björnsson Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið stendur upp úr Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis- aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... 34% 74%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.