Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.10.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Í dag er miðvikudagurinn 14. október 2009, 287. dagur ársins. 8.15 13.14 18.11 8.05 12.58 17.51 Sæll Obbi og til hamingju með Nóbelinn. Þetta bréf er nú eins og hálfgert flöskuskeyti þar sem ég geri mér litlar vonir um að það rati í gegnum öldurót heimsins og í þínar hendur. En við Íslendingar erum yfirmóta bjartsýnir svo ég leyfi mér að gæla við þá hugsun að þetta bréf finni þig í fjöru. MIG langaði að segja þér að ég hef einu sinni fengið heila bif- reið án þess að hafa unnið fyrir henni. Það var auðsótt mál í eina tíð á Íslandi. Ég skrifaði bara upp á pappíra sem skjalfestu að ég myndi borga þó nokkur dags- verk á mánuði og meðan ég gerði svo gat ég rúntað á Skódanum „mínum“ eins og mig lysti. ÞESSI raðgreiðsluþjónusta hefur síðan átt nokkuð undir högg að sækja í kreppunni en nú blæs aldeilis byrlega fyrir þeim sem kunna að meta hana þegar hægt er að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir fram. Ég veit ekki hvað þér og Norsurunum í Nóbelsnefnd- inni fór á milli en ég ímynda mér að verðlaunin kosti ótal góðverk. Ég og mínir líkar þurftum að borga heilmikla vexti með rað- greiðslunum svo ég rétt vona að Nóbelselítan hafi haft það í huga þegar þú verður inntur eftir góðverkunum. SÚ staðreynd að búið sé að inn- leiða raðgreiðsluþjónustuna í pólitíkina býður upp á ótal mögu- leika nú þegar góð ráð eru orðin rándýr. Til að mynda getur Stein- grímur J. leitað lags og veitt Ögmundi viðurkenningu fyrir að veita Icesave-samningunum brautargengi. Þá verður Ömmi að vinna fyrir viðurkenningunni vilji hann ekki verða að óreiðu- manni, það er að segja ef notast er við skilgreiningu ömmu Davíðs Oddssonar. EN kannski verður þetta ekk- ert svo voðalega dýrt fyrir þig, Obbi. Kannski líta Norðmennirn- ir þannig á að það sé nóg fyrir þig að vera svona miklu skárri fyrir heiminn en forveri þinn reyndist vera. Síðan virðast þeir líka vera ginnkeyptir fyrir skjótkeypt- um Nóbel. Sri Chinmoy lést til dæmis án þess að fá slík verðlaun þótt hann hefði tileinkað allt sitt líf baráttu fyrir friði. Lifði hann í samræmi við það sem hann pred- ikaði, sem afrek hans á hinum ýmsu sviðum, bækur hans og upp- tökur eru til vitnis um. Hann lést árið 2007, sama ár og Al Gore og vinnuhópur hans fékk Nóbelinn fyrir vel heppnað markaðsátak. Tilboð: Nóbel á raðgreiðslum Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.