Draupnir - 01.05.1907, Page 125
DBAUPNIR.
801
Veðrið var um þessar mundir nokkuð
misjafnt — kalt og napurt eins og stundum
vill til á vorin, en nú var farið að koma
gæða veður svona dag og dag, og notuðu
menn sér það vel, til að vera sem mest úti;
karlmennirnir til að æfa sig í glímum og
leikjum, margir tóku þátt í því frá öðrum
bæjum, og þéir sem tóku ekki sjálfir ])átt í
því höfðu samt unun 'af að horla á, bæði
ungir og gamlir, karlar ogkonur, al'bæ og á.
— Ormur Sturluson var nýkomiun aftur að
norðan úr kynnisför sinni og settist að á
Hólum, þar til hann Iagði upp heimleióis.
Daði Guðmundsson fór strax vestur er hann
hafði setið veizluna, og er hann hafði lokið
ýmsuin erindum í Skagaíirðinum, sem liafði
með fram knúð hann til fararinnar.
Einn af þessum vordögum var veðrið
svo milt og fagurt, að menn notuðu sér það
til að skemta sér við glímur og aðra leiki.
Túnið á Hólum er afar-stórt og fagurt og
víða eggslétt einkanlega fyrir ofan staðinn
uppi undir Hólabyrðunni. — Þangað gengu
ungu mennirnir til að velja sér leikvöll. —
Ari Jónsson lögmaður var einn í hópnum
því þó hann væri bæði sýslumaður og lög-
maður, þá var hann ungur og frældnn og
vanur við þess konar skemtun frá blautu
barnsbeini.