Draupnir - 01.05.1907, Page 129
DRAUPNIE.
805
geri eiUhvert hrekkjabragðið — því liann
reiðist illa —«.
» — Reiðist. — Hvað skyldi það saka—«,
sagði biskup hlæjandi.
.Tón liló líka og sagði:
»Einungis — að hann taki þá ekki upp
á einhverri vitleysunni til að hefna sín, því
Páll skoðar engar ástæður, en krefst að sigra«.
»Látum við ungu mennina jafna sínar
sakir, Jón minn, þess háttar smámunir koma
ofl fyrir í leikjum þeirra«.
Biskup svipaðist þá um og sá, að margir
voru búnir að rjúfa hópinn og farnir að
ganga um túnið, bæði konur og karlar, en
samt héldu rnenn áfram að lcika sér á ýmsan
hátt. Svo skimaði hann í allar áttir og
saknaði tveggja úr hópnum, Þórunnar dótt-
ur sinnar og Guðrúnar Gottskálksdóttur, sem
ATar þar gestkomandi, þá í sömu svipan sá
hann mann og konu bregða fyrir langt niðri
á túninu, konan var Þórunn dóttur hans —
en maðurinn? — Biskun brá hönd fyrir augu-—
ekki er það ísleifur sagði hann hálf hátt,
hann er líka ekki heima — hver getur þetta
verið? — Þorsteinn Guðmundsson — rámkaði
hann þá við sér, og er þá kominn úr suður
ferðinni.
»Lofaðu þeim að leika sér biskup« sagði
þá Jón frá Svalbarði, sem bæði lieyrði at-
52