Draupnir - 01.05.1907, Blaðsíða 130
806
DHADrNIR.
hngasemdir biskups og sá hvert hann horfði
og bælti þá þessum orðum Þorsteins Dró-
mundar við: »Mínir mjóu munu liefna þinna
digru«.
Biskup skyldi þetta ekki, en vissi sem
var, að allir voru komnir hingað lil að
skemta sér, og ásetti sér því, að láta sig
þetta engu skifta, þó Þórunn talaði við Þor-
stein, sem aðra menn, hún var nú líka gift
kona. Hann rauf nú samt liópinn og gekk
í hægðum sínum niður túnið og þangað, sem
hann hafði séð lil þeirra. Hann nam staðar
við það, að hann heyrði mannamál, en hann
sá engan, því ofur-lítill lióll bar á inilli. —
Hann þekti málróm Þórunnar og lieyrði, að
hún var að tala við Þorslein, hún sagði svo
hátt, að liann gal heyrt það:
»Nú fer eg glöð frá Hólum er eg hef
séð þig —- eg er nú gift í öðru sinni, að
frændaráði — ríkum og glæsilegum manni,
og ætti því að vera sæl — en það er svo
margt til í lííi þessu, sem er óskiljanlegt. —
Eg ann gleðinni, en þegar eg er initl innan
um hana, þá nýt eg liennar ekki, en sæki
einveruna, en þegar eg hcf veilt mér hana,
þá nýt eg hennar ekki betur en gleðinnar.—
Það er eillhvað ekki eins og það á að vera
í sjálfri mér«, sagði hún og slundi við. —